Kölski á sér margar myndir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2015 13:30 Það er brugðið á leik í óperunni um Sæmund fróða. Þessar stúlkur túlka öldur hafsins. „Sæmundur fróði hefur lengi leitað á mig sem viðfangsefni en ég vísaði honum alltaf frá því mér fannst sagan svo karllæg en þegar ég áttaði mig á því að kölski á sér margar myndir og getur bæði verið karlmaður og kvenmaður óx mér ásmegin,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Þórunn er höfundur bæði tóna og texta nýrrar óperu um Sæmund fróða sem frumflutt verður í Iðnó annað kvöld, sunnudag, klukkan 20. Auk þess er hún leikstjóri en Hrafnkell Orri útsetti tónlistina fyrir hljómsveit og stjórnar henni. Sæmundur fróði er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík. Óperan er mannmörg, með tíu manna hljómsveit, tíu einsöngvurum og 21 manns kór. „Það er gaman að virkja svona marga krafta saman og sjá þá birtast á sviðinu, meðal annars sem vinnufólk í Odda og skólafólk í Svartaskóla. Við flökkum hikstalaust á milli heimsálfa og syndum yfir hafið,“ lýsir Þórunn sem kveðst hafa rifjað upp ansi margar þjóðsögur um Sæmund fróða. „Mér finnst gaman að Sæmundur var sannanlega til og við vitum hvenær fæddist og dó. Hann fór til Evrópu til að læra en svo hefur þjóðin ákveðið að spinna alls konar sögur í kringum þennan mann sem var hámenntaður á síns tíma mælikvarða.“ Sýningar verða alls fjórar í Iðnó, 15., 16., 17. og 18. mars og hefjast allar klukkan 20. Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Sæmundur fróði hefur lengi leitað á mig sem viðfangsefni en ég vísaði honum alltaf frá því mér fannst sagan svo karllæg en þegar ég áttaði mig á því að kölski á sér margar myndir og getur bæði verið karlmaður og kvenmaður óx mér ásmegin,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Þórunn er höfundur bæði tóna og texta nýrrar óperu um Sæmund fróða sem frumflutt verður í Iðnó annað kvöld, sunnudag, klukkan 20. Auk þess er hún leikstjóri en Hrafnkell Orri útsetti tónlistina fyrir hljómsveit og stjórnar henni. Sæmundur fróði er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík. Óperan er mannmörg, með tíu manna hljómsveit, tíu einsöngvurum og 21 manns kór. „Það er gaman að virkja svona marga krafta saman og sjá þá birtast á sviðinu, meðal annars sem vinnufólk í Odda og skólafólk í Svartaskóla. Við flökkum hikstalaust á milli heimsálfa og syndum yfir hafið,“ lýsir Þórunn sem kveðst hafa rifjað upp ansi margar þjóðsögur um Sæmund fróða. „Mér finnst gaman að Sæmundur var sannanlega til og við vitum hvenær fæddist og dó. Hann fór til Evrópu til að læra en svo hefur þjóðin ákveðið að spinna alls konar sögur í kringum þennan mann sem var hámenntaður á síns tíma mælikvarða.“ Sýningar verða alls fjórar í Iðnó, 15., 16., 17. og 18. mars og hefjast allar klukkan 20.
Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira