Fyrst pirraðir og svo reyndum við að hlæja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2015 07:00 Ragnar Sigurðsson vísir/getty Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og var því einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af mjög löngu ferðalagi til Kasakstans en annað kom þó á daginn. Ragnar var nefnilega einn af átta leikmönnum íslenska liðsins sem höfðu ekki fengið vegabréfsáritun og þurftu því að dúsa á flugvellinum í Astana í átta tíma. „Við þurftum að bíða aðeins á flugvellinum í vegabréfsskoðuninni. Ferðalagið fyrir mig var þannig séð frekar stutt. Við vorum nokkrir ekki með áritun og það var einhver heilagur dagur í gær. Við fengum því að bíða aðeins á flugvellinum,“ sagði Ragnar, en þetta hefur væntanlega farið illa í menn sem voru að koma til Kasakstans um miðja nótt. Það er ekki eins og þessi mál gangi mjög hratt fyrir sig en það tók um fimmtán mínútur fyrir Íslending með vegabréfsáritun að sleppa inn í landið. Þeir sem voru án hennar þurftu hins vegar að bíða mjög lengi og það reyndi á þolinmæðina. „Fyrst vorum við pirraðir en svo vorum við að reyna að hlæja að þessu en síðustu tvo tímana var aftur kominn pirringur í okkur. Þetta er svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar. Ragnar er á sínu öðru tímabili með FC Krasnodar og þekkir því aðeins til vinnuaðferðanna. „Ég er búinn að vera í Rússlandi í rúmt ár og maður kannast við þetta vesen. Ég bjóst alveg við smá veseni fyrst við vorum ekki komnir með vegabréfsáritunina,“ segir Ragnar. Knattspyrnusambandið sendi flest vegabréfin til London í tíma til að fá áritun en nokkrir leikmannanna voru á ferðinni með sín vegabréf og gátu ekki látið þau af hendi. Allir komust strákarnir þó inn í landið á endanum og verða með á móti Kasakstan á laugardaginn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar sá sem þurfti að fara í stysta ferðalagið til Kasakstans því hann spilar með kínverska liðinu Jiangsu, en Kasakstan liggur einmitt að Kína. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma og þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ sagði Viðar, sem þurfti heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af tímamismuninum. Ferðalög hans í landsleiki í framtíðinni verða aftur á móti miklu lengri. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og var því einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af mjög löngu ferðalagi til Kasakstans en annað kom þó á daginn. Ragnar var nefnilega einn af átta leikmönnum íslenska liðsins sem höfðu ekki fengið vegabréfsáritun og þurftu því að dúsa á flugvellinum í Astana í átta tíma. „Við þurftum að bíða aðeins á flugvellinum í vegabréfsskoðuninni. Ferðalagið fyrir mig var þannig séð frekar stutt. Við vorum nokkrir ekki með áritun og það var einhver heilagur dagur í gær. Við fengum því að bíða aðeins á flugvellinum,“ sagði Ragnar, en þetta hefur væntanlega farið illa í menn sem voru að koma til Kasakstans um miðja nótt. Það er ekki eins og þessi mál gangi mjög hratt fyrir sig en það tók um fimmtán mínútur fyrir Íslending með vegabréfsáritun að sleppa inn í landið. Þeir sem voru án hennar þurftu hins vegar að bíða mjög lengi og það reyndi á þolinmæðina. „Fyrst vorum við pirraðir en svo vorum við að reyna að hlæja að þessu en síðustu tvo tímana var aftur kominn pirringur í okkur. Þetta er svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar. Ragnar er á sínu öðru tímabili með FC Krasnodar og þekkir því aðeins til vinnuaðferðanna. „Ég er búinn að vera í Rússlandi í rúmt ár og maður kannast við þetta vesen. Ég bjóst alveg við smá veseni fyrst við vorum ekki komnir með vegabréfsáritunina,“ segir Ragnar. Knattspyrnusambandið sendi flest vegabréfin til London í tíma til að fá áritun en nokkrir leikmannanna voru á ferðinni með sín vegabréf og gátu ekki látið þau af hendi. Allir komust strákarnir þó inn í landið á endanum og verða með á móti Kasakstan á laugardaginn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar sá sem þurfti að fara í stysta ferðalagið til Kasakstans því hann spilar með kínverska liðinu Jiangsu, en Kasakstan liggur einmitt að Kína. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma og þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ sagði Viðar, sem þurfti heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af tímamismuninum. Ferðalög hans í landsleiki í framtíðinni verða aftur á móti miklu lengri.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira