Fyrsti landsleikur Emils með tattú af pabba heitnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2015 08:00 Emil spilar í fyrsta sinn með tattúið í landsleik með Íslandi. fréttablaðið/frikki Emil Hallfreðsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Kasökum í dag í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2016. Emil missti föður sinn í kringum leikina í haust en ákvað samt að spila og heiðra þannig minningu hans. Faðir hans mun alltaf fylgja honum hér eftir í bókstaflegri merkingu því Emil spilar í dag sinn fyrsta landsleik með húðflúr af föður sínum á vinstri handleggnum. „Ég hef aldrei fengið mér húðflúr en eftir að pabbi dó þá vorum við Hákon bróðir með þá hugmynd að að fá okkur þannig. Hann er búinn að fá sér og ég hugsaði því að ég yrði að fá mér líka,“ sagði Emil sem bauð hlúðflúrara til sín. Húðflúrið er gert eftir mynd af föður hans en það er afar vel gert. „Þetta er gamli maðurinn. Pabbi er kominn á mig og það kom ekkert annað til greina eftir að hann dó en að þetta yrði mitt fyrsta húðflúr og að ég held það eina sem ég mun fá mér. Ég verð að hafa hann alltaf með mér,“ segir Emil.Pabbi fylgist með. Emil Hallfreðsson verður með pabba sinn inni á vellinum í fyrsta sinn í íslensku landsliðstreyjunni er Ísland leikur gegn Kasakstan í Astana í dag.Vísir/GettyTók fimm og hálfan tíma Emil spilaði fyrst með húðflúrið í búningi Hellas Verona á Ítalíu en nú er kominn tími á að vígja það með landsliðinu. „Þetta tók einhvern fimm og hálfan tíma. Það var alveg þess virði. Fyrsti landsleikurinn hjá gamla er á morgun (í dag),“ sagði Emil. Já, aftur að leiknum í dag sem er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. „Þetta verður hörkuleikur á morgun og bara úrslitaleikur ef við þykjumst vera að fara til Frakklands,“ segir Emil sem leggur áherslu á að lið Kasakstans gæti leynt á sér þrátt fyrir slaka byrjun í keppninni. „Þeir eru hættulegir. Þeir eru á heimavelli og það eru einhverjir tíu til tólf leikmenn sem spila alla sína leiki á þessu gervigrasi. Þeir þekkja aðstæður því aðeins betur en við,“ sagði Emil en hrósaði þó þeirri ákvörðun KSÍ að fara snemma til Kasakstans.Mjúkt og þægilegt „Það var frábært að geta tekið hérna viku saman og undirbúið leikinn af fullum krafti. Þetta er líka eins mjúkt og þægilegt og gervigras verður. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því,“ segir Emil. Íslenska liðið er í dag að koma til baka eftir tap á móti Tékklandi í síðasta mótsleik ársins 2014. Fram að því hafði íslenska liðið unnið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum. „Við þurfum að laga það sem gekk ekki upp á móti Tékkum. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti í vikunni og við ætlum okkur að gera betur á morgun. Ef við ætlum að fara til Frakklands þá er þessi leikur algjör úrslitaleikur. Það kemur því ekkert annað til greina en þrjú stig,“ sagði Emil að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Kasökum í dag í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2016. Emil missti föður sinn í kringum leikina í haust en ákvað samt að spila og heiðra þannig minningu hans. Faðir hans mun alltaf fylgja honum hér eftir í bókstaflegri merkingu því Emil spilar í dag sinn fyrsta landsleik með húðflúr af föður sínum á vinstri handleggnum. „Ég hef aldrei fengið mér húðflúr en eftir að pabbi dó þá vorum við Hákon bróðir með þá hugmynd að að fá okkur þannig. Hann er búinn að fá sér og ég hugsaði því að ég yrði að fá mér líka,“ sagði Emil sem bauð hlúðflúrara til sín. Húðflúrið er gert eftir mynd af föður hans en það er afar vel gert. „Þetta er gamli maðurinn. Pabbi er kominn á mig og það kom ekkert annað til greina eftir að hann dó en að þetta yrði mitt fyrsta húðflúr og að ég held það eina sem ég mun fá mér. Ég verð að hafa hann alltaf með mér,“ segir Emil.Pabbi fylgist með. Emil Hallfreðsson verður með pabba sinn inni á vellinum í fyrsta sinn í íslensku landsliðstreyjunni er Ísland leikur gegn Kasakstan í Astana í dag.Vísir/GettyTók fimm og hálfan tíma Emil spilaði fyrst með húðflúrið í búningi Hellas Verona á Ítalíu en nú er kominn tími á að vígja það með landsliðinu. „Þetta tók einhvern fimm og hálfan tíma. Það var alveg þess virði. Fyrsti landsleikurinn hjá gamla er á morgun (í dag),“ sagði Emil. Já, aftur að leiknum í dag sem er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. „Þetta verður hörkuleikur á morgun og bara úrslitaleikur ef við þykjumst vera að fara til Frakklands,“ segir Emil sem leggur áherslu á að lið Kasakstans gæti leynt á sér þrátt fyrir slaka byrjun í keppninni. „Þeir eru hættulegir. Þeir eru á heimavelli og það eru einhverjir tíu til tólf leikmenn sem spila alla sína leiki á þessu gervigrasi. Þeir þekkja aðstæður því aðeins betur en við,“ sagði Emil en hrósaði þó þeirri ákvörðun KSÍ að fara snemma til Kasakstans.Mjúkt og þægilegt „Það var frábært að geta tekið hérna viku saman og undirbúið leikinn af fullum krafti. Þetta er líka eins mjúkt og þægilegt og gervigras verður. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því,“ segir Emil. Íslenska liðið er í dag að koma til baka eftir tap á móti Tékklandi í síðasta mótsleik ársins 2014. Fram að því hafði íslenska liðið unnið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum. „Við þurfum að laga það sem gekk ekki upp á móti Tékkum. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti í vikunni og við ætlum okkur að gera betur á morgun. Ef við ætlum að fara til Frakklands þá er þessi leikur algjör úrslitaleikur. Það kemur því ekkert annað til greina en þrjú stig,“ sagði Emil að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti