Hugleiðing – Eiga börnin þetta skilið ? Birgir Grímsson skrifar 1. apríl 2015 10:57 Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög landsins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófærir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar foreldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skipaður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hagsmunum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphafleg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttindahópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoðunar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauðsynlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefndin eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjárlausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning?Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum, að mikil samvera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla samfélag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um foreldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög landsins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófærir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar foreldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skipaður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hagsmunum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphafleg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttindahópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoðunar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauðsynlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefndin eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjárlausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning?Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum, að mikil samvera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla samfélag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um foreldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar