Óbreytt ástand er ekki valkostur Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2015 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra lýsti því yfir á dögunum að það lægi fyrir að frumvarp hennar um náttúrupassa yrði ekki afgreitt sem lög á þessu þingi og hún hefði engin áform um að leggja frumvarpið fram aftur á næsta þingi. Frumvarpið fékk strax frá upphafi blendin viðbrögð. Raunar voru þau aðallega neikvæð. Lítill áhugi var meðal landsmanna á því að greiða fyrir aðgang að náttúru Íslands. Frumvarpið naut hvorki meirihlutastuðnings innan stjórnar- né stjórnarandstöðuflokkanna. Meira að segja virtist sem stuðningur ríkisstjórnarinnar væri ekki fyrir hendi. Auk þessa var grasrót ferðaþjónustunnar afar ósamstíga í málinu. Í upphafi var hún sammála því að passinn væri fín lausn á þessu eilífa deiluefni en snerist hugur þegar málið var langt komið og lagðist alfarið gegn þessari leið. Ragnheiður segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún sjái ekki fyrir sér að stjórnvöld taki upp samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða á næstunni. Hún segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum í ríkissjóð sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem séu helsta aðdráttarafl ferðamanna sem hingað koma. „Við fjármálaráðherra ræddum strax við upphaf þessa máls að einfaldasta lausnin væri að setja uppbyggingu ferðamannastaða á fjárlög. Í þann fjarveg virðist mér þetta mál vera að stefna núna og muni þá keppa um fjármagn við annað sem þarf að sinna – hvort sem það er heilbrigðismál, menntamál eða aðrir mikilvægir málaflokkar,“ segir Ragnheiður Elín. Ferðaþjónustan náði þeim áfanga árið 2013 að verða í fyrsta skiptið efst yfir gjaldeyrisskapandi greinar, á undan sjávarútvegi. Heildarútflutningstekjur hennar námu í fyrra um 300 milljörðum króna. Í tölum hagfræðideildar Landsbankans var þó gert ráð fyrir að tekjurnar væru meiri þar sem stórir liðir eins og veitingaþjónusta væru ekki teknir með í tölunum. Auk þess eru tekjur af íslenskum ferðamönnum ekki teknar með í reikninginn. Allar spár benda til þess að hröð fjölgun ferðamanna haldi áfram að vera staðreynd hér á landi og gert er ráð fyrir að tekjurnar fari upp í 340 milljarða á þessu ári. Nauðsyn uppbyggingar og viðhalds náttúrunnar og þar með ferðamannastaða er eitt af því sem flestir geta verið sammála um. Flestir virðast sammála um að ferðaþjónustan standi frammi fyrir mikilli fjárþörf til uppbyggingar innviða á vinsælum ferðamannastöðum. Náttúra landsins er ein helsta auðlind þess. Ríkið hefur skyldur við komandi kynslóðir til að hlúa að náttúrunni. Ragnheiður hefur sagt að þrátt fyrir að náttúrupassinn hafi dáið drottni sínum sé viðfangsefnið enn til staðar. „Við munum axla okkar ábyrgð,“ segir Ragnheiður í dag. Hvað svo sem fólki finnst um náttúrupassa er ljóst að lausnin sem í honum fólst var betri en óbreytt ástand. Baráttan sem Ragnheiður á fyrir höndum um nægilega fjármögnun til verkefnisins úr fjárlögum er hörð. Vonandi gengur henni vel. Í deilunni um náttúrupassa, úthlutun úr fjárlögum, gistináttagjald eða komugjöld er ljóst að sú sem er á leið með að verða undir er náttúran. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun
Ragnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra lýsti því yfir á dögunum að það lægi fyrir að frumvarp hennar um náttúrupassa yrði ekki afgreitt sem lög á þessu þingi og hún hefði engin áform um að leggja frumvarpið fram aftur á næsta þingi. Frumvarpið fékk strax frá upphafi blendin viðbrögð. Raunar voru þau aðallega neikvæð. Lítill áhugi var meðal landsmanna á því að greiða fyrir aðgang að náttúru Íslands. Frumvarpið naut hvorki meirihlutastuðnings innan stjórnar- né stjórnarandstöðuflokkanna. Meira að segja virtist sem stuðningur ríkisstjórnarinnar væri ekki fyrir hendi. Auk þessa var grasrót ferðaþjónustunnar afar ósamstíga í málinu. Í upphafi var hún sammála því að passinn væri fín lausn á þessu eilífa deiluefni en snerist hugur þegar málið var langt komið og lagðist alfarið gegn þessari leið. Ragnheiður segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún sjái ekki fyrir sér að stjórnvöld taki upp samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða á næstunni. Hún segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum í ríkissjóð sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem séu helsta aðdráttarafl ferðamanna sem hingað koma. „Við fjármálaráðherra ræddum strax við upphaf þessa máls að einfaldasta lausnin væri að setja uppbyggingu ferðamannastaða á fjárlög. Í þann fjarveg virðist mér þetta mál vera að stefna núna og muni þá keppa um fjármagn við annað sem þarf að sinna – hvort sem það er heilbrigðismál, menntamál eða aðrir mikilvægir málaflokkar,“ segir Ragnheiður Elín. Ferðaþjónustan náði þeim áfanga árið 2013 að verða í fyrsta skiptið efst yfir gjaldeyrisskapandi greinar, á undan sjávarútvegi. Heildarútflutningstekjur hennar námu í fyrra um 300 milljörðum króna. Í tölum hagfræðideildar Landsbankans var þó gert ráð fyrir að tekjurnar væru meiri þar sem stórir liðir eins og veitingaþjónusta væru ekki teknir með í tölunum. Auk þess eru tekjur af íslenskum ferðamönnum ekki teknar með í reikninginn. Allar spár benda til þess að hröð fjölgun ferðamanna haldi áfram að vera staðreynd hér á landi og gert er ráð fyrir að tekjurnar fari upp í 340 milljarða á þessu ári. Nauðsyn uppbyggingar og viðhalds náttúrunnar og þar með ferðamannastaða er eitt af því sem flestir geta verið sammála um. Flestir virðast sammála um að ferðaþjónustan standi frammi fyrir mikilli fjárþörf til uppbyggingar innviða á vinsælum ferðamannastöðum. Náttúra landsins er ein helsta auðlind þess. Ríkið hefur skyldur við komandi kynslóðir til að hlúa að náttúrunni. Ragnheiður hefur sagt að þrátt fyrir að náttúrupassinn hafi dáið drottni sínum sé viðfangsefnið enn til staðar. „Við munum axla okkar ábyrgð,“ segir Ragnheiður í dag. Hvað svo sem fólki finnst um náttúrupassa er ljóst að lausnin sem í honum fólst var betri en óbreytt ástand. Baráttan sem Ragnheiður á fyrir höndum um nægilega fjármögnun til verkefnisins úr fjárlögum er hörð. Vonandi gengur henni vel. Í deilunni um náttúrupassa, úthlutun úr fjárlögum, gistináttagjald eða komugjöld er ljóst að sú sem er á leið með að verða undir er náttúran.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun