Verkföll hjá veikri þjóð Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 27. maí 2015 07:00 Vegna verkfalls verðum við að biðja þig að koma á morgun. Því miður þurfum við að færa keisaraskurðinn þinn sem var áætlaður í dag um nokkra daga vegna verkfalls ljósmæðra. Mér þykir það leitt en við vitum ekki hvað kom út úr blóðprufunni þinni í síðustu viku því það er verkfall. Þetta hefur verið minn veruleiki í vinnunni síðastliðnar vikur. Það að geta ekki svarað fólki hverjar niðurstöður rannsókna séu eða hvenær skurðaðgerð verði framkvæmd er með öllu ólíðandi. Á hverju kvöldi birtast myndir í fréttum af grísum sem ekki verður slátrað en það koma engar myndir af sjúklingum sem fá ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar virðast ekki vera sterkur þrýstihópur og þeir hafa ekki talsmenn sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta eins og grísirnir. Veikindi þeirra fara ekki í verkfall heldur versna í sumum tilfellum. Á meðan bíða allir eftir að samningar takist en það virðist vera nokkurs konar störukeppni eða þegjandaleikur í gangi. Allir eru að bíða eftir að hinir semji og ekkert gerist á meðan, ekki haldnir fundir í marga daga. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem sitja í samninganefndum beggja vegna borðsins. Af Austurvelli berast þær fréttir að alþingismenn deili um þingsköp forseta og ræði Rammaáætlun fram á nótt dag eftir dag. Alþingismenn voru kosnir af þjóðinni til þess að leiða okkur áfram upp úr kreppunni og rétta hlut þeirra sem minna mega sín. Verða alþingismenn ekki að standa í lappirnar og taka á erfiðum málum eins og þeim kjaradeilum sem nú standa yfir? Það verður fróðlegt að vita hvað gerist þegar flug fer að raskast vegna verkfalls og aflýsa þarf Smáþjóðaleikum svo eitthvað sé nefnt. Ætli Rammaáætlun geti þá beðið? Lítið mark tekið á Forstjóri Landspítala og landlæknir hafa báðir tjáð sig um ástandið og læknaráð Landspítalans hefur sent frá sér ályktanir sem hafa ratað á forsíður dagblaðanna. En lítið virðist tekið mark á þessum ummælum. Það er eins og oft áður, þetta reddast og sleppur fyrir horn er hugsunin sem ræður ríkjum. Nú þegar hjúkrunarfræðingar, en þeir eru þriðjungur starfsfólks Landspítalans, fara í verkfall stefnir í fordæmalaust ástand eins og forstjóri nefnir í síðasta föstudagspistli sínum. Hetjur okkar tíma sem sungið var um nú um liðna helgi, eru sjúklingar sem fá ekki afgreiðslu sinna mála heldur eru settir á bið. Sú bið er óþolandi og ekki sæmandi menntaðri þjóð sem telur sig búa í velferðarsamfélagi. Ég mótmæli þessu ástandi og skora á þá sem að máli koma að semja og leysa þessa deilu þannig að veikt fólk verði ekki þolendur í kjaradeilu veikrar þjóðar í verkfalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Vegna verkfalls verðum við að biðja þig að koma á morgun. Því miður þurfum við að færa keisaraskurðinn þinn sem var áætlaður í dag um nokkra daga vegna verkfalls ljósmæðra. Mér þykir það leitt en við vitum ekki hvað kom út úr blóðprufunni þinni í síðustu viku því það er verkfall. Þetta hefur verið minn veruleiki í vinnunni síðastliðnar vikur. Það að geta ekki svarað fólki hverjar niðurstöður rannsókna séu eða hvenær skurðaðgerð verði framkvæmd er með öllu ólíðandi. Á hverju kvöldi birtast myndir í fréttum af grísum sem ekki verður slátrað en það koma engar myndir af sjúklingum sem fá ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar virðast ekki vera sterkur þrýstihópur og þeir hafa ekki talsmenn sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta eins og grísirnir. Veikindi þeirra fara ekki í verkfall heldur versna í sumum tilfellum. Á meðan bíða allir eftir að samningar takist en það virðist vera nokkurs konar störukeppni eða þegjandaleikur í gangi. Allir eru að bíða eftir að hinir semji og ekkert gerist á meðan, ekki haldnir fundir í marga daga. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem sitja í samninganefndum beggja vegna borðsins. Af Austurvelli berast þær fréttir að alþingismenn deili um þingsköp forseta og ræði Rammaáætlun fram á nótt dag eftir dag. Alþingismenn voru kosnir af þjóðinni til þess að leiða okkur áfram upp úr kreppunni og rétta hlut þeirra sem minna mega sín. Verða alþingismenn ekki að standa í lappirnar og taka á erfiðum málum eins og þeim kjaradeilum sem nú standa yfir? Það verður fróðlegt að vita hvað gerist þegar flug fer að raskast vegna verkfalls og aflýsa þarf Smáþjóðaleikum svo eitthvað sé nefnt. Ætli Rammaáætlun geti þá beðið? Lítið mark tekið á Forstjóri Landspítala og landlæknir hafa báðir tjáð sig um ástandið og læknaráð Landspítalans hefur sent frá sér ályktanir sem hafa ratað á forsíður dagblaðanna. En lítið virðist tekið mark á þessum ummælum. Það er eins og oft áður, þetta reddast og sleppur fyrir horn er hugsunin sem ræður ríkjum. Nú þegar hjúkrunarfræðingar, en þeir eru þriðjungur starfsfólks Landspítalans, fara í verkfall stefnir í fordæmalaust ástand eins og forstjóri nefnir í síðasta föstudagspistli sínum. Hetjur okkar tíma sem sungið var um nú um liðna helgi, eru sjúklingar sem fá ekki afgreiðslu sinna mála heldur eru settir á bið. Sú bið er óþolandi og ekki sæmandi menntaðri þjóð sem telur sig búa í velferðarsamfélagi. Ég mótmæli þessu ástandi og skora á þá sem að máli koma að semja og leysa þessa deilu þannig að veikt fólk verði ekki þolendur í kjaradeilu veikrar þjóðar í verkfalli.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar