Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 31. október 2025 09:02 Á sama tíma og við kveðjum börnin okkar út í daginn á morgnana og segjum þeim að passa sig í umferðinni þá réttum við þeim tæki þar sem allir heimsins verstu hrottar geta komist í samband við þau með einföldum hætti. Í gegnum leiki sem þau spila og samfélagsmiðla sem þau nota. Í Kastljósi á þriðjudagskvöld var sláandi umfjöllun um unga íslenska stúlku sem lenti í klóm alþjóðlegs netofbeldishóps þar sem hún horfði meðal annars á ungmenni fremja sjálfsvíg í beinu streymi. Hún var sjálf beitt þvingunum og hótunum til þess að skaða sjálfa sig og aðra og var aðeins 13 ára þegar þetta byrjaði. Hún komst í tengsl við þennan hóp í gegnum miðla sem mörg af ungmennum okkar nota og því er örugglega ekki um neitt einsdæmi að ræða. Lengi hefur verið talað um áhyggjur af samfélagsmiðlanotkun unga fólksins okkar en nú held ég að tími aðgerða sé kominn. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á þroska og öryggi þeirra sem yngri eru og við höfum sofið á verðinum. Tæknin býður ekki aðeins hættunni (og alþjóðlegum hrottum) heim í herbergi barnanna heldur eru samfélagsmiðlar og símanotkun barna að svipta þau tækifærum til að þroskast á eðlilegan hátt. Nú segir einhver: „Já en tækin bjóða upp á svo mörg tækifæri líka!” Ég er meðvituð um það en þessi grein snýst ekki um þá hlið málsins. Við erum búin að missa tökin á þessu og verðum að endurskoða málin. Ég fagna frumkvæði mennta- og barnamálaráðherra sem leggur á næstu dögum fram frumvarp sem styrkir heimildir ráðherrans til að samræma reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum, það er mikilvægt. Nú er fjör og félagslífið blómstrar Í Grunnskóla Þorlákshafnar voru símar bannaðir með öllu síðasta vetur eftir að hafa verið leyfðir í 8.-10. bekk og skólastjórinn Ólína Þorleifsdóttir hefur þetta að segja um það sem gerðist í kjölfarið: „Við sjáum mikinn mun á skólamenningunni hjá okkur. Áður var ótrúlega sorglegt að ganga um gangana í frímínútum í dauðaþögn, allir voru í sínum heimi með símana og enginn að tala saman. Það sem hefur breyst síðan símabannið tók við er alveg ótrúlegt. Nú er fjör og skemmtilegt í frímínútunum og allt félagslíf í skólanum hefur blómstrað virkilega mikið á þessu ári. Það skipti miklu máli að fara í þetta verkefni í samráði við nemendurna. Við spurðum hvað þau vildu gera í staðinn og höfum lagt okkur fram við að koma til móts við þau. Íþróttahúsið var opnað í frímínútum, þau fara mjög mörg þangað til að leika sér og við keyptum öll spil sem þau óskuðu eftir. Nú er verið að tala saman, spila borðtennis, spila á bókasafninu, púsla og fleira. Í nýlegri skólapúlskönnun voru aðeins tveir nemendur sem vildu fá símann aftur. Þau eru ekkert að pæla í þessu. Það er líka gaman að segja frá því að þetta er ekkert vesen, þau fara eftir reglunum og afar sjaldan sem eitthvað kemur upp í tengslum við símana. En það er ekki hægt að afneita tækninni. Skólinn er vel tækjum búinn. Það er mikilvægt að geta nýtt kosti tækninnar því við búum í nútímasamfélagi og verðum að mennta börnin fyrir það samfélag sem þau eru að fara að starfa í. Okkar tilfinning er líka að einbeitning í námi hafi aukist og að það er einfaldlegra skemmtilegri skólamenning þegar það eru ekki símar.“ Ég held að eftir nokkur ár þá munum við hugsa til þess tíma þegar við leyfðum símana í skólastarfi eins og við hugsum nú til þess tíma þegar foreldrar reyktu yfir börnum sínum inni á heimilum og í bílferðum. Við munum spyrja okkur: Hvað vorum við að hugsa? Á þessum viðkvæmu mótunarárum í lífi hvers einstaklings þá er heilinn enn að mótast og því eru börn og ungmenni sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum samfélagsmiðla. Fylgjum í fótspor þeirra sem stíga stærri skref Umræðan er líka að eiga sér stað í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við og víða er verið að stíga enn stærri skref og ég tel að við ættum að fylgja í þeirra fótspor. Í Noregi vinnur ríkisstjórnin nú að frumvarpi sem hækkar lágmarksaldur barna til að nota samfélagsmiðla úr 13 í 15 ár, með skyldu samfélagsmiðlafyrirtækja til að framkvæma raunhæfa aldursstaðfestingu; fyrirtæki verða gerð ábyrg fyrir þessu. Stjórnvöld í Danmörku eru líka að undirbúa tillögu sem miðar að því að banna börnum undir 15 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Í Ástralíu samþykkti þingið árið 2024 frumvarp sem krefst þess að samfélagsmiðlar grípi til raunhæfra ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn yngri en 16 ára stofni eða hafi aðgang að reikningum. Lagasetningin mun taka formlega gildi í desember 2025 og brot á henni geta falið í sér sektir upp á allt að 49,5 milljónir ástralskra dala fyrir tæknifyrirtæki. Það er gríðarlega há upphæð, 4,5 milljarðar íslenskra króna sem undirstrikar alvarleika málsins. Minni símanotkun og meiri frjáls leikur Í samtali mínu við skólastjórann Ólínu sem ég vitnaði í hér að ofan sagði hún mér frá því að hún hefði orðið fyrir miklum innblæstri við lestur bókarinnar The Anxious Generation - How the Great Rewiring of Childhood is Causing an Epidemic of Mental Illness eftir Jonathan Haidt. Ég hef ekki lesið bókina en kynnti mér málið og ætla að enda pistilinn á smá yfirferð. Jonathan Haidt er bandarískur félagsfræðingur og prófessor í siðferðislegri forystu (e. Ethical leadership). Bókin The Anxious Generation, sem mætti þýða sem Kvíðna kynslóðin, kom út árið 2024 og fjallar um þá miklu breytingu sem Haidt heldur því fram að hafi orðið í æskumynstri ungmenna með aukinni skjá- og snjallsímanotkun, samfélagsmiðlum og minni frjálsum leik. Hann sýnir fram á tölulegar vísbendingar um aukna tíðni kvíða, þunglyndis og sjálfsskaða meðal ungmenna frá um það bil 2010 þar sem snjallsímar og netnotkun jukust á sama tíma og leikur og félagslíf gefa eftir á móti. Með þessu hafi þroskaferli ungmenna breyst og gert þau berskjaldaðri fyrir kvíða og þunglyndi. Haidt leggur til að snjallsímar og samfélagsmiðlar verði takmarkaðir hjá ungu fólki þannig að börn eignist ekki snjallsíma fyrr en í fyrsta lagi 14 ára og geti ekki notað samfélagsmiðla fyrr en 16 ára. Auk þess vill hann að skólar verði símalausir og að börn fái fleiri tækifæri til að vera í frjálsum leik. Í grein í The Guardian vekur hann athygli á því að tæknifyrirtæki viti af þeirri áhættu sem börn standa frammi fyrir og hann vísar til gagna um að samfélagsmiðlar hagnist á ungum notendum sem eru sérstaklega móttækilegir fyrir umbun og hafa ekki þroskað með sér þá sjálfstjórn sem þarf til að takast á við þetta umhverfi. Hann leggur áherslu á að þörf sé á samstilltum aðgerðum frá foreldrum, skólum og stjórnvöldum til að breyta því samfélagslega gildismati að snjallsímar og samfélagsmiðlar séu sjálfsagðir í æsku barna. Gagnrýni sem hefur komið fram um bók Jonathan Haidt snýr að því að rannsóknirnar séu ekki nógu nákvæmar og sýni frekar fram á fylgni en ekki orsakasamband á milli mikillar samfélagsmiðlanotkunar og skerts andlegs heilbrigðis. Gagnrýnendur benda líka á að fleiri þættir eins og COVID, efnahagsástand og aðrir félagslegir þættir geti spilað inn í. Bill Gates segir að bókin sé skyldulesning fyrir alla sem ala upp, vinna með eða kenna ungu fólki í dag. Hann bendir líka á að bókin sé ekki aðeins gagnrýni heldur einnig lausnamiðuð þar sem höfundurinn leggi fram raunhæfar tillögur fyrir foreldra, skóla og stjórnvöld. „Haidt makes a compelling case that the rise of smartphones rewired childhood, and that we need to rethink how we let kids use technology.“ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Símanotkun barna Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og við kveðjum börnin okkar út í daginn á morgnana og segjum þeim að passa sig í umferðinni þá réttum við þeim tæki þar sem allir heimsins verstu hrottar geta komist í samband við þau með einföldum hætti. Í gegnum leiki sem þau spila og samfélagsmiðla sem þau nota. Í Kastljósi á þriðjudagskvöld var sláandi umfjöllun um unga íslenska stúlku sem lenti í klóm alþjóðlegs netofbeldishóps þar sem hún horfði meðal annars á ungmenni fremja sjálfsvíg í beinu streymi. Hún var sjálf beitt þvingunum og hótunum til þess að skaða sjálfa sig og aðra og var aðeins 13 ára þegar þetta byrjaði. Hún komst í tengsl við þennan hóp í gegnum miðla sem mörg af ungmennum okkar nota og því er örugglega ekki um neitt einsdæmi að ræða. Lengi hefur verið talað um áhyggjur af samfélagsmiðlanotkun unga fólksins okkar en nú held ég að tími aðgerða sé kominn. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á þroska og öryggi þeirra sem yngri eru og við höfum sofið á verðinum. Tæknin býður ekki aðeins hættunni (og alþjóðlegum hrottum) heim í herbergi barnanna heldur eru samfélagsmiðlar og símanotkun barna að svipta þau tækifærum til að þroskast á eðlilegan hátt. Nú segir einhver: „Já en tækin bjóða upp á svo mörg tækifæri líka!” Ég er meðvituð um það en þessi grein snýst ekki um þá hlið málsins. Við erum búin að missa tökin á þessu og verðum að endurskoða málin. Ég fagna frumkvæði mennta- og barnamálaráðherra sem leggur á næstu dögum fram frumvarp sem styrkir heimildir ráðherrans til að samræma reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum, það er mikilvægt. Nú er fjör og félagslífið blómstrar Í Grunnskóla Þorlákshafnar voru símar bannaðir með öllu síðasta vetur eftir að hafa verið leyfðir í 8.-10. bekk og skólastjórinn Ólína Þorleifsdóttir hefur þetta að segja um það sem gerðist í kjölfarið: „Við sjáum mikinn mun á skólamenningunni hjá okkur. Áður var ótrúlega sorglegt að ganga um gangana í frímínútum í dauðaþögn, allir voru í sínum heimi með símana og enginn að tala saman. Það sem hefur breyst síðan símabannið tók við er alveg ótrúlegt. Nú er fjör og skemmtilegt í frímínútunum og allt félagslíf í skólanum hefur blómstrað virkilega mikið á þessu ári. Það skipti miklu máli að fara í þetta verkefni í samráði við nemendurna. Við spurðum hvað þau vildu gera í staðinn og höfum lagt okkur fram við að koma til móts við þau. Íþróttahúsið var opnað í frímínútum, þau fara mjög mörg þangað til að leika sér og við keyptum öll spil sem þau óskuðu eftir. Nú er verið að tala saman, spila borðtennis, spila á bókasafninu, púsla og fleira. Í nýlegri skólapúlskönnun voru aðeins tveir nemendur sem vildu fá símann aftur. Þau eru ekkert að pæla í þessu. Það er líka gaman að segja frá því að þetta er ekkert vesen, þau fara eftir reglunum og afar sjaldan sem eitthvað kemur upp í tengslum við símana. En það er ekki hægt að afneita tækninni. Skólinn er vel tækjum búinn. Það er mikilvægt að geta nýtt kosti tækninnar því við búum í nútímasamfélagi og verðum að mennta börnin fyrir það samfélag sem þau eru að fara að starfa í. Okkar tilfinning er líka að einbeitning í námi hafi aukist og að það er einfaldlegra skemmtilegri skólamenning þegar það eru ekki símar.“ Ég held að eftir nokkur ár þá munum við hugsa til þess tíma þegar við leyfðum símana í skólastarfi eins og við hugsum nú til þess tíma þegar foreldrar reyktu yfir börnum sínum inni á heimilum og í bílferðum. Við munum spyrja okkur: Hvað vorum við að hugsa? Á þessum viðkvæmu mótunarárum í lífi hvers einstaklings þá er heilinn enn að mótast og því eru börn og ungmenni sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum samfélagsmiðla. Fylgjum í fótspor þeirra sem stíga stærri skref Umræðan er líka að eiga sér stað í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við og víða er verið að stíga enn stærri skref og ég tel að við ættum að fylgja í þeirra fótspor. Í Noregi vinnur ríkisstjórnin nú að frumvarpi sem hækkar lágmarksaldur barna til að nota samfélagsmiðla úr 13 í 15 ár, með skyldu samfélagsmiðlafyrirtækja til að framkvæma raunhæfa aldursstaðfestingu; fyrirtæki verða gerð ábyrg fyrir þessu. Stjórnvöld í Danmörku eru líka að undirbúa tillögu sem miðar að því að banna börnum undir 15 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Í Ástralíu samþykkti þingið árið 2024 frumvarp sem krefst þess að samfélagsmiðlar grípi til raunhæfra ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn yngri en 16 ára stofni eða hafi aðgang að reikningum. Lagasetningin mun taka formlega gildi í desember 2025 og brot á henni geta falið í sér sektir upp á allt að 49,5 milljónir ástralskra dala fyrir tæknifyrirtæki. Það er gríðarlega há upphæð, 4,5 milljarðar íslenskra króna sem undirstrikar alvarleika málsins. Minni símanotkun og meiri frjáls leikur Í samtali mínu við skólastjórann Ólínu sem ég vitnaði í hér að ofan sagði hún mér frá því að hún hefði orðið fyrir miklum innblæstri við lestur bókarinnar The Anxious Generation - How the Great Rewiring of Childhood is Causing an Epidemic of Mental Illness eftir Jonathan Haidt. Ég hef ekki lesið bókina en kynnti mér málið og ætla að enda pistilinn á smá yfirferð. Jonathan Haidt er bandarískur félagsfræðingur og prófessor í siðferðislegri forystu (e. Ethical leadership). Bókin The Anxious Generation, sem mætti þýða sem Kvíðna kynslóðin, kom út árið 2024 og fjallar um þá miklu breytingu sem Haidt heldur því fram að hafi orðið í æskumynstri ungmenna með aukinni skjá- og snjallsímanotkun, samfélagsmiðlum og minni frjálsum leik. Hann sýnir fram á tölulegar vísbendingar um aukna tíðni kvíða, þunglyndis og sjálfsskaða meðal ungmenna frá um það bil 2010 þar sem snjallsímar og netnotkun jukust á sama tíma og leikur og félagslíf gefa eftir á móti. Með þessu hafi þroskaferli ungmenna breyst og gert þau berskjaldaðri fyrir kvíða og þunglyndi. Haidt leggur til að snjallsímar og samfélagsmiðlar verði takmarkaðir hjá ungu fólki þannig að börn eignist ekki snjallsíma fyrr en í fyrsta lagi 14 ára og geti ekki notað samfélagsmiðla fyrr en 16 ára. Auk þess vill hann að skólar verði símalausir og að börn fái fleiri tækifæri til að vera í frjálsum leik. Í grein í The Guardian vekur hann athygli á því að tæknifyrirtæki viti af þeirri áhættu sem börn standa frammi fyrir og hann vísar til gagna um að samfélagsmiðlar hagnist á ungum notendum sem eru sérstaklega móttækilegir fyrir umbun og hafa ekki þroskað með sér þá sjálfstjórn sem þarf til að takast á við þetta umhverfi. Hann leggur áherslu á að þörf sé á samstilltum aðgerðum frá foreldrum, skólum og stjórnvöldum til að breyta því samfélagslega gildismati að snjallsímar og samfélagsmiðlar séu sjálfsagðir í æsku barna. Gagnrýni sem hefur komið fram um bók Jonathan Haidt snýr að því að rannsóknirnar séu ekki nógu nákvæmar og sýni frekar fram á fylgni en ekki orsakasamband á milli mikillar samfélagsmiðlanotkunar og skerts andlegs heilbrigðis. Gagnrýnendur benda líka á að fleiri þættir eins og COVID, efnahagsástand og aðrir félagslegir þættir geti spilað inn í. Bill Gates segir að bókin sé skyldulesning fyrir alla sem ala upp, vinna með eða kenna ungu fólki í dag. Hann bendir líka á að bókin sé ekki aðeins gagnrýni heldur einnig lausnamiðuð þar sem höfundurinn leggi fram raunhæfar tillögur fyrir foreldra, skóla og stjórnvöld. „Haidt makes a compelling case that the rise of smartphones rewired childhood, and that we need to rethink how we let kids use technology.“ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun