Ætla ekki að líkja mér við Beckham Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2015 08:30 Jóhann Berg er í flottu formi og á örugglega eftir að gera Tékkum lífið leitt á morgun. fréttablaðið/getty „Ég spilaði mjög vel í vetur og mæti til leiks með sjálfstraustið í botni,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en hann er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Tékkum á morgun. Svo sannarlega risaleikur fyrir strákana þar sem toppsætið í riðli Íslands í undankeppni EM er undir. Jóhann Berg skoraði tíu mörk fyrir Charlton í ensku B-deildinni í vetur og nokkur þeirra komu úr glæsilegum aukaspyrnum. Spyrnurnar vöktu athygli og var honum líkt við sjálfan David Beckham. „Þetta var eitthvað sem þjálfarinn sagði og strákarnir eru búnir að stríða mér svolítið út af þessu. Vilja meina að ég hafi sagt þetta en ég er ekki svo kolruglaður að ætla að líkja mér við Beckham,“ segir Jóhann Berg hlæjandi en honum fannst samlíkingin ekkert leiðinleg. „Nei, það var fínt að fá að heyra þetta.“ Frammistaða Jóhanns hefur komið honum enn frekar á kortið. Úlfarnir eru meðal annars sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. „Ég ætla bara að taka þennan leik og sjá svo til hvað gerist. Ég á auðvitað eitt ár eftir af samningi mínum við Charlton, það eru því þreifingar því ég spilaði vel. Ég vil spila í eins sterkri deild og mögulegt er og ég hef líka sagt að ég vil sjá hvað Charlton gerir í sumar. Hver metnaður liðsins sé. Ég vil auðvitað vera í liði sem er að reyna að komast upp af alvöru.“ Líkt og aðrir í hópnum getur Jóhann ekki beðið eftir stóra leiknum annað kvöld. „Það er gaman að spila alvöruleik hér á Laugardalsvelli. Fullur völlur og fyrsta sætið í boði. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ segir Jóhann og bætir við að leikmenn liðsins séu komnir með reynslu af því að spila stórleiki. „Flestir eru vanir því með félagsliðum sínum og skemmtilegra að gera það með landsliðinu. Þetta eru allt stórleikir núna og ef við náum góðum úrslitum í þessum leik erum við komnir í góða stöðu til að komast á okkar fyrsta stórmót. Það er gaman fyrir þjóðina núna að fá svona stórleik enda yfir litlu að gleðjast þar sem veðrið leikur ekki beint við fólk,“ segir Jóhann Berg léttur. „Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik. Við lærðum mikið af fyrri leiknum. Þeir pressuðu okkur hátt og við leystum það alls ekki nógu vel. Menn urðu svolítið hræddir eftir að við komumst yfir. Fórum að verja markið í stað þess að halda áfram okkar leik. Við verðum líka að sjá til hvernig þeir leggja þetta upp. Þetta verður örugglega svolítil skák en við ætlum að gera betur en í fyrri leiknum í Tékklandi. Við höfum fulla trú á okkur.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Sjá meira
„Ég spilaði mjög vel í vetur og mæti til leiks með sjálfstraustið í botni,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en hann er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Tékkum á morgun. Svo sannarlega risaleikur fyrir strákana þar sem toppsætið í riðli Íslands í undankeppni EM er undir. Jóhann Berg skoraði tíu mörk fyrir Charlton í ensku B-deildinni í vetur og nokkur þeirra komu úr glæsilegum aukaspyrnum. Spyrnurnar vöktu athygli og var honum líkt við sjálfan David Beckham. „Þetta var eitthvað sem þjálfarinn sagði og strákarnir eru búnir að stríða mér svolítið út af þessu. Vilja meina að ég hafi sagt þetta en ég er ekki svo kolruglaður að ætla að líkja mér við Beckham,“ segir Jóhann Berg hlæjandi en honum fannst samlíkingin ekkert leiðinleg. „Nei, það var fínt að fá að heyra þetta.“ Frammistaða Jóhanns hefur komið honum enn frekar á kortið. Úlfarnir eru meðal annars sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. „Ég ætla bara að taka þennan leik og sjá svo til hvað gerist. Ég á auðvitað eitt ár eftir af samningi mínum við Charlton, það eru því þreifingar því ég spilaði vel. Ég vil spila í eins sterkri deild og mögulegt er og ég hef líka sagt að ég vil sjá hvað Charlton gerir í sumar. Hver metnaður liðsins sé. Ég vil auðvitað vera í liði sem er að reyna að komast upp af alvöru.“ Líkt og aðrir í hópnum getur Jóhann ekki beðið eftir stóra leiknum annað kvöld. „Það er gaman að spila alvöruleik hér á Laugardalsvelli. Fullur völlur og fyrsta sætið í boði. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ segir Jóhann og bætir við að leikmenn liðsins séu komnir með reynslu af því að spila stórleiki. „Flestir eru vanir því með félagsliðum sínum og skemmtilegra að gera það með landsliðinu. Þetta eru allt stórleikir núna og ef við náum góðum úrslitum í þessum leik erum við komnir í góða stöðu til að komast á okkar fyrsta stórmót. Það er gaman fyrir þjóðina núna að fá svona stórleik enda yfir litlu að gleðjast þar sem veðrið leikur ekki beint við fólk,“ segir Jóhann Berg léttur. „Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik. Við lærðum mikið af fyrri leiknum. Þeir pressuðu okkur hátt og við leystum það alls ekki nógu vel. Menn urðu svolítið hræddir eftir að við komumst yfir. Fórum að verja markið í stað þess að halda áfram okkar leik. Við verðum líka að sjá til hvernig þeir leggja þetta upp. Þetta verður örugglega svolítil skák en við ætlum að gera betur en í fyrri leiknum í Tékklandi. Við höfum fulla trú á okkur.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Sjá meira