60% kaupenda útlendingar Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júní 2015 09:00 Um 4.000 manns sóttu ATP-tónlistarhátíðina í fyrra og gerir Barry Hogan ráð fyrir enn fleiri gestum í ár. Um sextíu prósent af þeim miðum sem selst hafa á ATP-tónlistarhátíðina hafa farið í hendur útlendinga og einungis fjörutíu prósent í hendur Íslendinga. Þessar tölur voru akkúrat öfugar í fyrra eða sextíu prósent miða seld til Íslendinga og fjörutíu til útlendinga. „Íslendingar bíða yfirleitt fram á síðustu stundu með að kaupa miða þannig að ég skil þetta alveg. Þetta gæti alveg breyst þegar líður að hátíðinni,“ segir Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar. Hátíðin fer fram dagana 2.-4. júlí á Ásbrú í Keflavík. Sem stendur hafa um 3.000 miðar verið seldir á hátíðina og segist Barry vera bjartsýnn á framhaldið. „Í fyrra seldust um 4.000 miðar í heildina, þannig að ég held að það eigi eftir að seljast fleiri miðar í ár. Maður sér mikinn mun dag frá degi,“ segir Barry. Alls eru 5.000 miðar til sölu á hátíðina en það er sami miðafjöldi og í fyrra. „Hátíðin verður af svipaðri stærðargráðu í ár og í fyrra, helsti munurinn er kannski að það eru fleiri hljómsveitir í ár.“Iggy Pop er á meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár.Um síðustu helgi fór önnur stór tónlistarhátíð fram, Secret Solstice, en truflar sú hátíð ekki ATP hátíðina? „Þetta eru ólíkar hátíðir og fólkið sem sækir þær er ólíkt. Það eru fleiri tónlistarunnendur sem sækja ATP en kannski víðari hópur fólks og meiri partíljón sem sækja Solstice-hátíðina. ATP styðst líka meira við samfélagsmiðla og „word of mouth“ markaðsaðferð, en Secret Solstice reynir að ná til stærri hóps fólks og þarf því að auglýsa hana og markaðssetja á aflmeiri hátt og þeir eru mjög góðir í því,“ útskýrir Barry. Mannabreytingar hafa verið innanborðs hjá ATP en Tómas Young, sem var einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ekki lengur í teyminu. „Ef það væri ekki fyrir Tómas, þá væri ATP-hátíðin á Íslandi ekki til og hefði ekki orðið til. Það hefur alltaf verið mikill drifkraftur í honum og það er leiðinlegt að segja frá því að hann hafi þurft að fara frá okkur til að sinna öðru. Hann er okkur kær vinur og erum við enn nánir,“ segir Barry, spurður út í brotthvarf Tómasar. Mikil eftirvænting er fyrir hátíðinni og segir Barry þá erlendu listamenn sem fram koma á hátíðinni mjög spennta fyrir því að heimsækja Ísland. Þekktustu tónlistarmennirnir sem fram koma á ATP í ár eru Iggy Pop, Belle and Sebastian, Public Enemy, Run The Jewels, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna. ATP í Keflavík Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Um sextíu prósent af þeim miðum sem selst hafa á ATP-tónlistarhátíðina hafa farið í hendur útlendinga og einungis fjörutíu prósent í hendur Íslendinga. Þessar tölur voru akkúrat öfugar í fyrra eða sextíu prósent miða seld til Íslendinga og fjörutíu til útlendinga. „Íslendingar bíða yfirleitt fram á síðustu stundu með að kaupa miða þannig að ég skil þetta alveg. Þetta gæti alveg breyst þegar líður að hátíðinni,“ segir Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar. Hátíðin fer fram dagana 2.-4. júlí á Ásbrú í Keflavík. Sem stendur hafa um 3.000 miðar verið seldir á hátíðina og segist Barry vera bjartsýnn á framhaldið. „Í fyrra seldust um 4.000 miðar í heildina, þannig að ég held að það eigi eftir að seljast fleiri miðar í ár. Maður sér mikinn mun dag frá degi,“ segir Barry. Alls eru 5.000 miðar til sölu á hátíðina en það er sami miðafjöldi og í fyrra. „Hátíðin verður af svipaðri stærðargráðu í ár og í fyrra, helsti munurinn er kannski að það eru fleiri hljómsveitir í ár.“Iggy Pop er á meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár.Um síðustu helgi fór önnur stór tónlistarhátíð fram, Secret Solstice, en truflar sú hátíð ekki ATP hátíðina? „Þetta eru ólíkar hátíðir og fólkið sem sækir þær er ólíkt. Það eru fleiri tónlistarunnendur sem sækja ATP en kannski víðari hópur fólks og meiri partíljón sem sækja Solstice-hátíðina. ATP styðst líka meira við samfélagsmiðla og „word of mouth“ markaðsaðferð, en Secret Solstice reynir að ná til stærri hóps fólks og þarf því að auglýsa hana og markaðssetja á aflmeiri hátt og þeir eru mjög góðir í því,“ útskýrir Barry. Mannabreytingar hafa verið innanborðs hjá ATP en Tómas Young, sem var einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ekki lengur í teyminu. „Ef það væri ekki fyrir Tómas, þá væri ATP-hátíðin á Íslandi ekki til og hefði ekki orðið til. Það hefur alltaf verið mikill drifkraftur í honum og það er leiðinlegt að segja frá því að hann hafi þurft að fara frá okkur til að sinna öðru. Hann er okkur kær vinur og erum við enn nánir,“ segir Barry, spurður út í brotthvarf Tómasar. Mikil eftirvænting er fyrir hátíðinni og segir Barry þá erlendu listamenn sem fram koma á hátíðinni mjög spennta fyrir því að heimsækja Ísland. Þekktustu tónlistarmennirnir sem fram koma á ATP í ár eru Iggy Pop, Belle and Sebastian, Public Enemy, Run The Jewels, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna.
ATP í Keflavík Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira