Framtíðarsýn Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Fagna ber þeim merku tímamótum sem urðu í vikunni þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu kynntu Höfuðborgarsvæðið 2040, sameiginlega sýn á þróun byggðar, vatnsverndar og samgangna á svæðinu. Markmiðið er sagt vera að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði sem laði að bæði fólk og fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70 þúsund á næstu 25 árum og ljóst að við því þurfti að bregðast. Oft hefur virst sem samtal hafi skort þegar sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ráðist í framkvæmdir eða uppbyggingu innan sinna marka og nágrönnunum gert að laga sig að orðnum hlut. Að komið skuli fram skipulag þar sem ómarkviss útþensla byggðar er stöðvuð og stefnt að skilvirku kerfi almenningssamgangna sem styður við bæði mannlíf og uppbyggingu á svæðinu er því meiriháttar sigur í sögu höfuðborgarsvæðisins og gefur fyrirheit um bjartari framtíð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík hefur bent á að leiðirnar í samgöngumálum séu þrjár og misdýrar. Halda megi áfram á sömu leið með uppbyggingu mislægra gatnamóta og ámóta mannvirkja, en það kosti nálægt 200 milljörðum króna. Léttlestarleið lækki verðmiðann í um 90 milljarða og svokallaðri hraðvagnaleið fylgi kostnaður upp á 40 til 50 milljarða. Mögulega þarf þarna að kosta einhverju til svo að árangurinn megi verða sem bestur. Bent hefur verið á að þótt hraðvagnaleið fylgi sveigjanleiki sem geti verið ákjósanlegur, svo sem í að breyta leiðum, þá sé líka kostur að með uppbyggingu léttlestarkerfis sé vitað til lengri tíma hvernig skipulagi verði háttað. Þannig gætu fjárfestar rólegir lagt peninga í hótel við skiptistöð léttlestar í fullvissu um að leiðinni verði ekki fyrirvaralítið rótað eitthvert annað. Í fréttum Útvarps í fyrradag sagði Dagur líka ljóst að kostnaður við uppbygginu nýrra almenningssamgangna yrði að koma af samgönguáætlun ríkisins þó að sveitarfélögin gerðu ráð fyrir að koma að einhverju leyti að málum líka. „Hugsunin er sú að þetta komi þá í staðinn fyrir aðrar dýrar fjárfestingar í samgöngukerfinu sem ekki eru taldar skila jafnmiklum árangri í að dreifa umferðinni vel, stytta biðtíma á stofnleiðum og svo framvegis,“ sagði hann. Léttlestarhugmyndirnar komi betur út en hefðbundnar stofnfjárfestingar í mislægum gatnamótum og slíkum lausnum. Þá kemur fram í Fréttablaðinu í gær að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafi gert samkomulag við Vegagerðina um sameiginlega vinnu og mótun, úrvinnslu og framkvæmd verkefnisins. „Ef við höldum áfram að ferðast eins og við gerum í dag þar sem 76 prósent ferða eru farin á bíl þá lendum við í vandræðum,“ segir Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri nýja svæðisskipulagsins. Verkefnið er risastórt og enn hefur ekki verið gengið frá því hvernig ríkið fái stutt við höfuðborgarsvæðið í þeirri uppbyggingu sem er fyrir dyrum. Tæpast er annars að vænta en að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar fagni þeim stórhug sem finna má í nýja svæðisskipulaginu og leggist á árar með þeim sem hér vilja byggja upp borgarbrag sem virðist geta orðið á við það besta sem þekkist úr erlendum borgum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun
Fagna ber þeim merku tímamótum sem urðu í vikunni þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu kynntu Höfuðborgarsvæðið 2040, sameiginlega sýn á þróun byggðar, vatnsverndar og samgangna á svæðinu. Markmiðið er sagt vera að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði sem laði að bæði fólk og fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70 þúsund á næstu 25 árum og ljóst að við því þurfti að bregðast. Oft hefur virst sem samtal hafi skort þegar sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ráðist í framkvæmdir eða uppbyggingu innan sinna marka og nágrönnunum gert að laga sig að orðnum hlut. Að komið skuli fram skipulag þar sem ómarkviss útþensla byggðar er stöðvuð og stefnt að skilvirku kerfi almenningssamgangna sem styður við bæði mannlíf og uppbyggingu á svæðinu er því meiriháttar sigur í sögu höfuðborgarsvæðisins og gefur fyrirheit um bjartari framtíð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík hefur bent á að leiðirnar í samgöngumálum séu þrjár og misdýrar. Halda megi áfram á sömu leið með uppbyggingu mislægra gatnamóta og ámóta mannvirkja, en það kosti nálægt 200 milljörðum króna. Léttlestarleið lækki verðmiðann í um 90 milljarða og svokallaðri hraðvagnaleið fylgi kostnaður upp á 40 til 50 milljarða. Mögulega þarf þarna að kosta einhverju til svo að árangurinn megi verða sem bestur. Bent hefur verið á að þótt hraðvagnaleið fylgi sveigjanleiki sem geti verið ákjósanlegur, svo sem í að breyta leiðum, þá sé líka kostur að með uppbyggingu léttlestarkerfis sé vitað til lengri tíma hvernig skipulagi verði háttað. Þannig gætu fjárfestar rólegir lagt peninga í hótel við skiptistöð léttlestar í fullvissu um að leiðinni verði ekki fyrirvaralítið rótað eitthvert annað. Í fréttum Útvarps í fyrradag sagði Dagur líka ljóst að kostnaður við uppbygginu nýrra almenningssamgangna yrði að koma af samgönguáætlun ríkisins þó að sveitarfélögin gerðu ráð fyrir að koma að einhverju leyti að málum líka. „Hugsunin er sú að þetta komi þá í staðinn fyrir aðrar dýrar fjárfestingar í samgöngukerfinu sem ekki eru taldar skila jafnmiklum árangri í að dreifa umferðinni vel, stytta biðtíma á stofnleiðum og svo framvegis,“ sagði hann. Léttlestarhugmyndirnar komi betur út en hefðbundnar stofnfjárfestingar í mislægum gatnamótum og slíkum lausnum. Þá kemur fram í Fréttablaðinu í gær að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafi gert samkomulag við Vegagerðina um sameiginlega vinnu og mótun, úrvinnslu og framkvæmd verkefnisins. „Ef við höldum áfram að ferðast eins og við gerum í dag þar sem 76 prósent ferða eru farin á bíl þá lendum við í vandræðum,“ segir Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri nýja svæðisskipulagsins. Verkefnið er risastórt og enn hefur ekki verið gengið frá því hvernig ríkið fái stutt við höfuðborgarsvæðið í þeirri uppbyggingu sem er fyrir dyrum. Tæpast er annars að vænta en að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar fagni þeim stórhug sem finna má í nýja svæðisskipulaginu og leggist á árar með þeim sem hér vilja byggja upp borgarbrag sem virðist geta orðið á við það besta sem þekkist úr erlendum borgum.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun