Framtíðin er núna Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Fjölmörg heillaskref hafa verið stigin í skipulagsmálum á síðustu dögum. Skýrsla Rögnunefndarinnar hefur alla burði til færa umræðu um flugsamgöngur á Íslandi á vitrænt plan, Alþingi hefur samþykkt að láta kanna hagkvæmni lestarsamgangna á suðvesturhorninu og nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið lítur nú dagsins ljós eftir langt og afar vandað skipulagsferli. Öll þessi mál eru náskyld og meðal þýðingarmestu hagsmunamála fyrir íslenskt samfélag. Á næstu 25 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um 70.000 og það er algjört lykilatriði að þessari fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og gert hefur verið hingað til. Hugmyndafræði síðustu áratuga um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu er úrelt og óásættanleg fyrir þjóð sem vill láta taka sig alvarlega á alþjóðavettvangi. Jafnvel þótt tugum eða hundruðum milljarða yrði veitt í mislæg gatnamót og fjölgun akreina til að liðka fyrir ráðandi ferðavenjum þá myndu þær fjárfestingar ekki koma í veg fyrir miklar umferðartafir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið allt. Óbreyttar ferðavenjur munu færa borgina og samfélagið allt aftur í fornaldarflokk. Borgarlínan sem nú er kynnt til leiks í nýsamþykktu svæðisskipulagi er lausnin við þessu fyrirsjáanlega vandamáli. Það hljómar eflaust sem sturlun í eyrum flestra að fjárfesta fyrir milljarða á milljarða ofan í léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu sem mun síðan tengjast lestarkerfi sem nær til Hvassahrauns eða Keflavíkur en þetta er framtíðin ásamt rafknúnum sjálfakandi bílum sem munu leysa einkabílinn af. Nú er ekkert annað að gera en að hefjast handa við að beisla vöxt byggðarinnar þannig að hann verði hagkvæmur og umhverfisvænn, ólíkt óheillaþróun síðustu áratuga sem er með öllu fullreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun
Fjölmörg heillaskref hafa verið stigin í skipulagsmálum á síðustu dögum. Skýrsla Rögnunefndarinnar hefur alla burði til færa umræðu um flugsamgöngur á Íslandi á vitrænt plan, Alþingi hefur samþykkt að láta kanna hagkvæmni lestarsamgangna á suðvesturhorninu og nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið lítur nú dagsins ljós eftir langt og afar vandað skipulagsferli. Öll þessi mál eru náskyld og meðal þýðingarmestu hagsmunamála fyrir íslenskt samfélag. Á næstu 25 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um 70.000 og það er algjört lykilatriði að þessari fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og gert hefur verið hingað til. Hugmyndafræði síðustu áratuga um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu er úrelt og óásættanleg fyrir þjóð sem vill láta taka sig alvarlega á alþjóðavettvangi. Jafnvel þótt tugum eða hundruðum milljarða yrði veitt í mislæg gatnamót og fjölgun akreina til að liðka fyrir ráðandi ferðavenjum þá myndu þær fjárfestingar ekki koma í veg fyrir miklar umferðartafir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið allt. Óbreyttar ferðavenjur munu færa borgina og samfélagið allt aftur í fornaldarflokk. Borgarlínan sem nú er kynnt til leiks í nýsamþykktu svæðisskipulagi er lausnin við þessu fyrirsjáanlega vandamáli. Það hljómar eflaust sem sturlun í eyrum flestra að fjárfesta fyrir milljarða á milljarða ofan í léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu sem mun síðan tengjast lestarkerfi sem nær til Hvassahrauns eða Keflavíkur en þetta er framtíðin ásamt rafknúnum sjálfakandi bílum sem munu leysa einkabílinn af. Nú er ekkert annað að gera en að hefjast handa við að beisla vöxt byggðarinnar þannig að hann verði hagkvæmur og umhverfisvænn, ólíkt óheillaþróun síðustu áratuga sem er með öllu fullreynd.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun