Hátískan í hávegum höfð Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2015 12:30 Maison Margiela Mynd/Getty Hátískuvikan í París er nú í fullum gangi og hafa margar sýningar staðið upp úr. Meðal þeirra sem hafa fengið bestu dómana hingað til eru Giambattista Valli og Dior. Það sem hefur vakið mikla athygli er hversu afslappaðar hárgreiðslurnar eru á flestum sýningunum. Hjá Versace og Alexandre Vauthier litu fyrirsæturnar út fyrir að vera nývaknaðar, með ógreitt hár og lítið málaðar. Annars voru hönnuðir mikið að leika sér með snið og efni og allir lögðu mikla áherslu á smáatriðin. Hátíska eða „haute couture“ eru föt sem eru sérsaumuð fyrir viðskiptavini, eru sjaldgæf og mjög dýr. Fötin sem falla undir þennan flokk og eru sýnd á sýningunum eru öll handgerð frá byrjun til enda, oft gerð úr óvenjulegum efnum og mikil áhersla lögð á smáatriði. Það tekur yfirleitt marga daga að sauma eina hátískuflík. Vegna vinnunnar sem fer í fötin er verðið á þeim yfirleitt aldrei gefið upp og erfitt er að ímynda sér hvað þau kosta. Það getur ekki hver sem er kallað sig hátískumerki þar sem heitið er lögvarið í Frakklandi. Til þess að fá að flokkast sem slíkt þarf meðal annars að sérsauma flíkur fyrir viðskiptavininn, vera með stúdíó í París með minnst tuttugu starfsmönnum og sýna tískulínur tvisvar sinnum á ári, í janúar og júlí, og sýna hið minnsta 40 flíkur. Öll stærstu tískuhúsin á borð við Dior, Chanel, Givenchy og Versace bjóða viðskiptavinum sínum upp á hátískufatnað. Þau eru mörg merkin sem nota orðin „haute couture“ með línunum sínum, sem eru í raun „prêt-à-porter“, fjöldaframleidd í verksmiðjum. Þetta veldur oft pirringi innan tískubransans enda telja margir mikilvægt að vernda þessa gömlu atvinnugrein sem nær aftur til ársins 1700. Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Hátískuvikan í París er nú í fullum gangi og hafa margar sýningar staðið upp úr. Meðal þeirra sem hafa fengið bestu dómana hingað til eru Giambattista Valli og Dior. Það sem hefur vakið mikla athygli er hversu afslappaðar hárgreiðslurnar eru á flestum sýningunum. Hjá Versace og Alexandre Vauthier litu fyrirsæturnar út fyrir að vera nývaknaðar, með ógreitt hár og lítið málaðar. Annars voru hönnuðir mikið að leika sér með snið og efni og allir lögðu mikla áherslu á smáatriðin. Hátíska eða „haute couture“ eru föt sem eru sérsaumuð fyrir viðskiptavini, eru sjaldgæf og mjög dýr. Fötin sem falla undir þennan flokk og eru sýnd á sýningunum eru öll handgerð frá byrjun til enda, oft gerð úr óvenjulegum efnum og mikil áhersla lögð á smáatriði. Það tekur yfirleitt marga daga að sauma eina hátískuflík. Vegna vinnunnar sem fer í fötin er verðið á þeim yfirleitt aldrei gefið upp og erfitt er að ímynda sér hvað þau kosta. Það getur ekki hver sem er kallað sig hátískumerki þar sem heitið er lögvarið í Frakklandi. Til þess að fá að flokkast sem slíkt þarf meðal annars að sérsauma flíkur fyrir viðskiptavininn, vera með stúdíó í París með minnst tuttugu starfsmönnum og sýna tískulínur tvisvar sinnum á ári, í janúar og júlí, og sýna hið minnsta 40 flíkur. Öll stærstu tískuhúsin á borð við Dior, Chanel, Givenchy og Versace bjóða viðskiptavinum sínum upp á hátískufatnað. Þau eru mörg merkin sem nota orðin „haute couture“ með línunum sínum, sem eru í raun „prêt-à-porter“, fjöldaframleidd í verksmiðjum. Þetta veldur oft pirringi innan tískubransans enda telja margir mikilvægt að vernda þessa gömlu atvinnugrein sem nær aftur til ársins 1700.
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira