Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2015 06:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Andri Marinó „Þeir eru ágætir. Þetta er hörkulið og við þurfum að eiga tvo mjög góða leiki til að komast áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær, spurður um möguleika Fimleikafélagsins gegn Inter Baku frá Aserbaídsjan í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Ólíkt FH er Inter Baku á miðju undirbúningstímabili. Einu leikirnir sem liðið hefur leikið síðan deildin heima fyrir kláraðist eru tveir Evrópuleikir gegn Laci frá Albaníu en Aserarnir fóru áfram á útivallarmarki. Heimir segist vera búinn að fara yfir þá leiki. „Það var talsverður munur á Inter-liðinu milli leikja. Þeir voru mun betri í seinni leiknum og þetta er gott lið. En við erum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum,“ sagði Heimir en FH vann 2-0 samanlagðan sigur á finnska liðinu SJK í 1. umferðinni. „Ég sá líka báða leiki þeirra við Elfsborg í Evrópudeildinni í fyrra. Þeir voru miklu betri í fyrri leiknum og hefðu átt að vinna stærra en 1-0 en Elfsborg kláraði þetta í vítaspyrnukeppni í seinni leiknum,“ sagði Heimir en FH mætti svo einmitt Elfsborg í næstu umferð og féll úr leik, samanlagt 5-3. Miklar breytingar hafa orðið á liði Inter Baku frá síðasta tímabili þegar það endaði í 2. sæti asersku deildarinnar. Að sögn þjálfara Inter Baku, Zaur Svanadze, eru aðeins fjórir leikmenn eftir í liðinu frá því í fyrra. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum nánast með nýtt lið,“ sagði Svanadze á blaðamannafundinum í gær. Kollegi hans hjá FH var leikmaður Fimleikafélagsins þegar það mætti öðru asersku liði, Neftchi Baku, í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áratug. Heimir á ekki góðar minningar frá þeim leikjum. „Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð. Þeir spiluðu okkur svo sundur og saman í heimaleiknum,“ sagði Heimir en Tomislav Misura, núverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði í báðum leikjunum fyrir Neftchi sem vann einvígið, 4-1 samanlagt. Það er skammt stórra högga á milli hjá FH-ingum en á sunnudaginn taka þeir á móti KR í Krikanum í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildarinnar. Síðan tekur við langt ferðalag til Aserbaísjan en seinni leikur FH og Inter Baku fer fram næsta fimmtudag. FH á svo leik í Keflavík sunnudaginn 26. júlí en líklega verður sá leikur færður yfir á mánudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
„Þeir eru ágætir. Þetta er hörkulið og við þurfum að eiga tvo mjög góða leiki til að komast áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær, spurður um möguleika Fimleikafélagsins gegn Inter Baku frá Aserbaídsjan í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Ólíkt FH er Inter Baku á miðju undirbúningstímabili. Einu leikirnir sem liðið hefur leikið síðan deildin heima fyrir kláraðist eru tveir Evrópuleikir gegn Laci frá Albaníu en Aserarnir fóru áfram á útivallarmarki. Heimir segist vera búinn að fara yfir þá leiki. „Það var talsverður munur á Inter-liðinu milli leikja. Þeir voru mun betri í seinni leiknum og þetta er gott lið. En við erum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum,“ sagði Heimir en FH vann 2-0 samanlagðan sigur á finnska liðinu SJK í 1. umferðinni. „Ég sá líka báða leiki þeirra við Elfsborg í Evrópudeildinni í fyrra. Þeir voru miklu betri í fyrri leiknum og hefðu átt að vinna stærra en 1-0 en Elfsborg kláraði þetta í vítaspyrnukeppni í seinni leiknum,“ sagði Heimir en FH mætti svo einmitt Elfsborg í næstu umferð og féll úr leik, samanlagt 5-3. Miklar breytingar hafa orðið á liði Inter Baku frá síðasta tímabili þegar það endaði í 2. sæti asersku deildarinnar. Að sögn þjálfara Inter Baku, Zaur Svanadze, eru aðeins fjórir leikmenn eftir í liðinu frá því í fyrra. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum nánast með nýtt lið,“ sagði Svanadze á blaðamannafundinum í gær. Kollegi hans hjá FH var leikmaður Fimleikafélagsins þegar það mætti öðru asersku liði, Neftchi Baku, í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áratug. Heimir á ekki góðar minningar frá þeim leikjum. „Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð. Þeir spiluðu okkur svo sundur og saman í heimaleiknum,“ sagði Heimir en Tomislav Misura, núverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði í báðum leikjunum fyrir Neftchi sem vann einvígið, 4-1 samanlagt. Það er skammt stórra högga á milli hjá FH-ingum en á sunnudaginn taka þeir á móti KR í Krikanum í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildarinnar. Síðan tekur við langt ferðalag til Aserbaísjan en seinni leikur FH og Inter Baku fer fram næsta fimmtudag. FH á svo leik í Keflavík sunnudaginn 26. júlí en líklega verður sá leikur færður yfir á mánudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira