Einhliða tollalækkun er engin fásinna Ólafur Stephensen skrifar 22. júlí 2015 07:00 Yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um að áformað sé að fella niður tolla á fötum og skóm um næstu áramót og tolla af öllum öðrum vörum nema matvöru fyrir árið 2017, marka mikil tímamót í íslenzkri verzlunarsögu. Þessi áform stjórnvalda eru til marks um að þau átti sig á því hversu skaðlegir tollar og önnur höft á alþjóðaviðskiptum eru. Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um þessi áform segir réttilega: „Tollar hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga úr alþjóðaviðskiptum í heild sinni. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir vöruna sem aftur dregur úr eftirspurn eftir henni. Afnám tolla lækkar vöruverð til neytenda, bætir samkeppnishæfni seljanda og eykur skilvirkni á innlendum markaði.“ Þessar setningar eru teknar upp úr skýrslu starfshóps um endurskoðun tollskrár og þar er orðalagið raunar enn afdráttarlausara; starfshópurinn bendir á að í skjóli tollmúra geti innlendir framleiðendur hækkað verð umfram heimsmarkaðsverð og allir tapi; aukning tekna hins opinbera verði minni en tap neytenda og framleiðenda.Mótsagnakennd stefna Í ljósi þessarar afdráttarlausu afstöðu fjármálaráðuneytisins til skaðsemi tolla skýtur vissulega skökku við að fjármálaráðherrann hafi ekki einu sinni ámálgað að gera breytingar á matartollum. Alþjóðaviðskipti með matvöru lúta ekki öðrum hagfræðilegum lögmálum en viðskipti með allar aðrar vörur. Starfshópurinn sem vann skýrsluna sem tillögur ráðherrans byggjast á var hins vegar ekki einu sinni beðinn að skoða afnám matartolla. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum er mótsagnakennd á ýmsa lund. Á sama tíma og fjármálaráðherrann boðaði afnám allra annarra tolla skrifaði landbúnaðarráðherrann upp á að tollar á mat, sem fluttur er inn á svokölluðum WTO-tollkvóta, skyldu hækka um rúmlega 7% á milli ára!Hreint engin fásinna Mjög mikilvægt og fordæmisgefandi skref varðandi breytingar á matartollum er þó stigið með áformum fjármálaráðherra. Með þeim er viðurkennt að ekkert er því til fyrirstöðu að lækka tolla einhliða. Því hefur gjarnan verið haldið fram að það sé ekki hægt; Ísland verði að semja við önnur ríki og fá eitthvað í staðinn fyrir að lækka tolla á innflutningi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra uppástóð til dæmis á Búnaðarþingi í marz síðastliðnum að það væri „hrein fásinna“ að tala um að afnema tolla einhliða án þess að fá neitt á móti. Með því væri samningsstöðu Íslands kastað á glæ. Nú hefur fjármálaráðherrann komizt að allt annarri niðurstöðu en forsætisráðherrann; það er í góðu lagi að afnema eða lækka tolla einhliða. Það hefur raunar verið gert áður hvað matvöru varðar, þegar tollar á innfluttu gróðurhúsagrænmeti voru felldir niður árið 2002. Afleiðing þeirrar tollalækkunar var veruleg verðlækkun og jafnframt aukin sala bæði innlends og erlends grænmetis. Innlend grænmetisframleiðsla hefur blómstrað síðan og unnið stórvirki í nýjungum og vöruþróun. Nú hefur verið höggvið myndarlega í tollmúrana. Þess getur ekki verið langt að bíða að verndarmúrarnir sem reistir hafa verið um innlenda matvælaframleiðslu molni líka niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um að áformað sé að fella niður tolla á fötum og skóm um næstu áramót og tolla af öllum öðrum vörum nema matvöru fyrir árið 2017, marka mikil tímamót í íslenzkri verzlunarsögu. Þessi áform stjórnvalda eru til marks um að þau átti sig á því hversu skaðlegir tollar og önnur höft á alþjóðaviðskiptum eru. Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um þessi áform segir réttilega: „Tollar hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga úr alþjóðaviðskiptum í heild sinni. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir vöruna sem aftur dregur úr eftirspurn eftir henni. Afnám tolla lækkar vöruverð til neytenda, bætir samkeppnishæfni seljanda og eykur skilvirkni á innlendum markaði.“ Þessar setningar eru teknar upp úr skýrslu starfshóps um endurskoðun tollskrár og þar er orðalagið raunar enn afdráttarlausara; starfshópurinn bendir á að í skjóli tollmúra geti innlendir framleiðendur hækkað verð umfram heimsmarkaðsverð og allir tapi; aukning tekna hins opinbera verði minni en tap neytenda og framleiðenda.Mótsagnakennd stefna Í ljósi þessarar afdráttarlausu afstöðu fjármálaráðuneytisins til skaðsemi tolla skýtur vissulega skökku við að fjármálaráðherrann hafi ekki einu sinni ámálgað að gera breytingar á matartollum. Alþjóðaviðskipti með matvöru lúta ekki öðrum hagfræðilegum lögmálum en viðskipti með allar aðrar vörur. Starfshópurinn sem vann skýrsluna sem tillögur ráðherrans byggjast á var hins vegar ekki einu sinni beðinn að skoða afnám matartolla. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum er mótsagnakennd á ýmsa lund. Á sama tíma og fjármálaráðherrann boðaði afnám allra annarra tolla skrifaði landbúnaðarráðherrann upp á að tollar á mat, sem fluttur er inn á svokölluðum WTO-tollkvóta, skyldu hækka um rúmlega 7% á milli ára!Hreint engin fásinna Mjög mikilvægt og fordæmisgefandi skref varðandi breytingar á matartollum er þó stigið með áformum fjármálaráðherra. Með þeim er viðurkennt að ekkert er því til fyrirstöðu að lækka tolla einhliða. Því hefur gjarnan verið haldið fram að það sé ekki hægt; Ísland verði að semja við önnur ríki og fá eitthvað í staðinn fyrir að lækka tolla á innflutningi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra uppástóð til dæmis á Búnaðarþingi í marz síðastliðnum að það væri „hrein fásinna“ að tala um að afnema tolla einhliða án þess að fá neitt á móti. Með því væri samningsstöðu Íslands kastað á glæ. Nú hefur fjármálaráðherrann komizt að allt annarri niðurstöðu en forsætisráðherrann; það er í góðu lagi að afnema eða lækka tolla einhliða. Það hefur raunar verið gert áður hvað matvöru varðar, þegar tollar á innfluttu gróðurhúsagrænmeti voru felldir niður árið 2002. Afleiðing þeirrar tollalækkunar var veruleg verðlækkun og jafnframt aukin sala bæði innlends og erlends grænmetis. Innlend grænmetisframleiðsla hefur blómstrað síðan og unnið stórvirki í nýjungum og vöruþróun. Nú hefur verið höggvið myndarlega í tollmúrana. Þess getur ekki verið langt að bíða að verndarmúrarnir sem reistir hafa verið um innlenda matvælaframleiðslu molni líka niður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar