Lyfin lækna hitt og þetta Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. ágúst 2015 08:00 Fyrir nokkrum árum var ég á gangi á Laugaveginum þegar ég sá mann sem ég kannaðist lítillega við koma gangandi á móti mér. Ég var að nálgast gatnamót Snorrabrautar og hann var hinum megin við þau. Ég reiknaði það út að við myndum mætast á um það bil miðri gangbrautinni yfir götuna og ég varð skelfingu lostinn. Af einhverjum ástæðum fannst mér ég verða að koma í veg fyrir að við heilsuðumst. Ég veiddi símann upp úr jakkavasanum og „hringdi í vin“. Ef ég væri upptekinn í símanum kæmist ég upp með að kinka bara kolli til mannsins en þyrfti ekki að segja hæ. Vinurinn sem ég hringdi í var í vinnunni og svaraði strax. Hann hvíslaði: „Ég hringi í þig eftir fimm mínútur – bæ,“ lagði á og afvopnaði mig algjörlega. Það fór sem fór og ég mætti manninum á miðri gangbrautinni. Við umluðum „blessaður“ og hægðum ekki einu sinni á okkur. Auðvitað ekki, við vorum á miðri gangbraut. En stóra spurningin var auðvitað: „Hvað í fjáranum er eiginlega að mér?“ Ég hafði áður lagt lykkju á leið mína til þess að mæta ekki einhverjum á götu. Fólki sem mér líkar vel við. En þetta var í fyrsta sinn sem mér leið eins og veröldin myndi hrynja ef ég þyrfti að segja hæ við aðra manneskju. Skrilljón sálfræðitímum síðar er ég loksins komin á lyf við kvíða. Ef þér hefur einhvern tímann liðið eins þá mæli ég með að þú prófir það líka. Ég geng lyfjaður um göturnar með hasshausalegt glott á vör og kippi mér ekki upp við það þó fólk heilsi mér og jafnvel faðmi. Aukaverkanirnar eru margar og furðulegar en í höfðinu líður mér eins og ég held að „eðlilegu“ fólki líði. Dagarnir eru auðvitað misjafnir en ég hef ekki enn þurft að hringja aftur í vin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Fyrir nokkrum árum var ég á gangi á Laugaveginum þegar ég sá mann sem ég kannaðist lítillega við koma gangandi á móti mér. Ég var að nálgast gatnamót Snorrabrautar og hann var hinum megin við þau. Ég reiknaði það út að við myndum mætast á um það bil miðri gangbrautinni yfir götuna og ég varð skelfingu lostinn. Af einhverjum ástæðum fannst mér ég verða að koma í veg fyrir að við heilsuðumst. Ég veiddi símann upp úr jakkavasanum og „hringdi í vin“. Ef ég væri upptekinn í símanum kæmist ég upp með að kinka bara kolli til mannsins en þyrfti ekki að segja hæ. Vinurinn sem ég hringdi í var í vinnunni og svaraði strax. Hann hvíslaði: „Ég hringi í þig eftir fimm mínútur – bæ,“ lagði á og afvopnaði mig algjörlega. Það fór sem fór og ég mætti manninum á miðri gangbrautinni. Við umluðum „blessaður“ og hægðum ekki einu sinni á okkur. Auðvitað ekki, við vorum á miðri gangbraut. En stóra spurningin var auðvitað: „Hvað í fjáranum er eiginlega að mér?“ Ég hafði áður lagt lykkju á leið mína til þess að mæta ekki einhverjum á götu. Fólki sem mér líkar vel við. En þetta var í fyrsta sinn sem mér leið eins og veröldin myndi hrynja ef ég þyrfti að segja hæ við aðra manneskju. Skrilljón sálfræðitímum síðar er ég loksins komin á lyf við kvíða. Ef þér hefur einhvern tímann liðið eins þá mæli ég með að þú prófir það líka. Ég geng lyfjaður um göturnar með hasshausalegt glott á vör og kippi mér ekki upp við það þó fólk heilsi mér og jafnvel faðmi. Aukaverkanirnar eru margar og furðulegar en í höfðinu líður mér eins og ég held að „eðlilegu“ fólki líði. Dagarnir eru auðvitað misjafnir en ég hef ekki enn þurft að hringja aftur í vin.