Hann breytti embættinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. janúar 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Íslendingar sem ekki hafa náð miðjum aldri, muna ekki eftir öðrum forseta á Bessastöðum. Tuttugu ár eru langur tími. Ólafur Ragnar sat ekki auðum höndum. Raunar má segja að á köflum hafi hann verið aðsópsmeiri en flestir fyrirrennara hans á heilum forsetaferli. Flestir forverar Ólafs, ef ekki allir, lögðu upp úr því að sitja á friðarstóli. Það er ekki stíll Ólafs Ragnars. Hann er forsetinn sem sagði og gerði. Á meðan mótaði hann embættið. Kosningar í sumar munu öðrum þræði snúast um hvort halda eigi áfram þeirri vegferð Ólafs Ragnars að hefja forsetaembættið til raunverulegra pólitískra áhrifa. Af áramótaávarpi forsetans mátti lesa milli línanna hvað hann telur til sinna helstu afreka á síðustu árum. Þar standa Icesave-samningarnir hæst. Ólafur Ragnar synjaði sem kunnugt er tvennum lögum staðfestingar er leggja áttu grunn að sátt í málinu. Þjóðin hafnaði lögunum í báðum tilvikum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland vann að lokum fullnaðarsigur í málinu. Forsetinn tefldi þar djarft, var ekki bara öryggisventill þegar á reyndi, heldur líka öflugasti talsmaður þjóðarinnar. Ólafur Ragnar nefndi líka að tekist hefði að stöðva vegferð Alþingis í átt að ESB aðild. Nú sé öllum ljóst að slíkar grundvallarbreytingar á fullveldi þjóðarinnar verði ekki gerðar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann telur sig einnig hafa átt þátt í að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Þessi tvö síðastnefndu mál eru sumpart táknmynd þeirra breytinga sem Ólafur hefur gert á embættinu. Það er ekki endilega hvað hann gerir, heldur óttinn við hvað hann kunni að gera sem hefur stærst áhrif á daglegt pólitískt amstur á Íslandi. Stærsta einstaka atvikið í því samhengi var synjun hans á fjölmiðlalögunum árið 2004. Með því virkjaði Ólafur Ragnar stjórnarskrárbundinn málskotsrétt forseta sem legið hafði í dvala frá lýðveldisstofnun. Allar götur síðan hafa stjórnvöld þurft að hugsa til þess möguleika að málskotsrétti verði beitt. Sennilega hefur þetta orðið til að auka vandvirkni á Alþingi. Líklegast er að makrílfrumvarpið umdeilda hafi að endingu strandað vegna ótta stjórnarliða við skoðun Ólafs á málinu. Ekki má heldur taka af Ólafi að hann er öflugur málssvari þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.Þessi styrkur hans var öllum ljós í tengslum við Icesave-deiluna. Engum tókst betur að flytja málstað Íslendinga. Þessi óumdeildi styrkur hans hefur líka gert honum kleift að taka forystu á alþjóðavísu um málefni norðurheimskautsins. Ólafur Ragnar er umdeildur forseti. Andstæðingar loka þó varla augunum fyrir því að forsetatíð hans er söguleg. Hann er forsetinn sem talaði máli okkar á alþjóðavettvangi, virkjaði málskotsréttinn og sat lengst allra. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Ólafs Ragnars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Íslendingar sem ekki hafa náð miðjum aldri, muna ekki eftir öðrum forseta á Bessastöðum. Tuttugu ár eru langur tími. Ólafur Ragnar sat ekki auðum höndum. Raunar má segja að á köflum hafi hann verið aðsópsmeiri en flestir fyrirrennara hans á heilum forsetaferli. Flestir forverar Ólafs, ef ekki allir, lögðu upp úr því að sitja á friðarstóli. Það er ekki stíll Ólafs Ragnars. Hann er forsetinn sem sagði og gerði. Á meðan mótaði hann embættið. Kosningar í sumar munu öðrum þræði snúast um hvort halda eigi áfram þeirri vegferð Ólafs Ragnars að hefja forsetaembættið til raunverulegra pólitískra áhrifa. Af áramótaávarpi forsetans mátti lesa milli línanna hvað hann telur til sinna helstu afreka á síðustu árum. Þar standa Icesave-samningarnir hæst. Ólafur Ragnar synjaði sem kunnugt er tvennum lögum staðfestingar er leggja áttu grunn að sátt í málinu. Þjóðin hafnaði lögunum í báðum tilvikum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland vann að lokum fullnaðarsigur í málinu. Forsetinn tefldi þar djarft, var ekki bara öryggisventill þegar á reyndi, heldur líka öflugasti talsmaður þjóðarinnar. Ólafur Ragnar nefndi líka að tekist hefði að stöðva vegferð Alþingis í átt að ESB aðild. Nú sé öllum ljóst að slíkar grundvallarbreytingar á fullveldi þjóðarinnar verði ekki gerðar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann telur sig einnig hafa átt þátt í að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Þessi tvö síðastnefndu mál eru sumpart táknmynd þeirra breytinga sem Ólafur hefur gert á embættinu. Það er ekki endilega hvað hann gerir, heldur óttinn við hvað hann kunni að gera sem hefur stærst áhrif á daglegt pólitískt amstur á Íslandi. Stærsta einstaka atvikið í því samhengi var synjun hans á fjölmiðlalögunum árið 2004. Með því virkjaði Ólafur Ragnar stjórnarskrárbundinn málskotsrétt forseta sem legið hafði í dvala frá lýðveldisstofnun. Allar götur síðan hafa stjórnvöld þurft að hugsa til þess möguleika að málskotsrétti verði beitt. Sennilega hefur þetta orðið til að auka vandvirkni á Alþingi. Líklegast er að makrílfrumvarpið umdeilda hafi að endingu strandað vegna ótta stjórnarliða við skoðun Ólafs á málinu. Ekki má heldur taka af Ólafi að hann er öflugur málssvari þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.Þessi styrkur hans var öllum ljós í tengslum við Icesave-deiluna. Engum tókst betur að flytja málstað Íslendinga. Þessi óumdeildi styrkur hans hefur líka gert honum kleift að taka forystu á alþjóðavísu um málefni norðurheimskautsins. Ólafur Ragnar er umdeildur forseti. Andstæðingar loka þó varla augunum fyrir því að forsetatíð hans er söguleg. Hann er forsetinn sem talaði máli okkar á alþjóðavettvangi, virkjaði málskotsréttinn og sat lengst allra. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Ólafs Ragnars.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun