Kortafyrirtækin gagnrýnd: „Kostnaður neytenda er svakalegur“ ingvar haraldsson skrifar 29. janúar 2016 10:02 Gylfi Magnússon telur greiðslukortafyrirkomulagið vera hreina geggjun. vísir/valli „Kostnaður neytenda er svakalegur,“segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um álögur á neytendur af notkun greiðslukorta. Gylfi veltir málinu upp á Facebook síðu sinni í tengslum við Borgunarmálið svokallaða. Visa Inc. tilkynnti nýlega að það myndi kaupa Visa Europe á 3000 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð munu milljarða renna til íslenskra kortafyrirtækja. Ráðherrann fyrrverandi spyr: „Hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur.“ Visa Inc. hagnaðist um 275 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Þá hagnaðist Borgun um 1,4 milljarða árið 2014 og milljarð árið 2013. Hagnaður Valitor nam um 394 milljónir króna árið 2014 sem var viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni. Valitor taldi niðurstöðuna vel viðunandi þar sem 450 milljón króna voru gjaldfærð vegna sektar Samkeppniseftirlitsins og tengdra mála vegna starfsemi á árunum 2002 til 2009. Gylfi telur færslugjöldin afar há. „Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun.“ Til viðbótar veltutengdum tekjum kortafyrirtækjanna greiði neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira - nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta,“ segir Gylfi. Borgunarmálið Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
„Kostnaður neytenda er svakalegur,“segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um álögur á neytendur af notkun greiðslukorta. Gylfi veltir málinu upp á Facebook síðu sinni í tengslum við Borgunarmálið svokallaða. Visa Inc. tilkynnti nýlega að það myndi kaupa Visa Europe á 3000 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð munu milljarða renna til íslenskra kortafyrirtækja. Ráðherrann fyrrverandi spyr: „Hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur.“ Visa Inc. hagnaðist um 275 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Þá hagnaðist Borgun um 1,4 milljarða árið 2014 og milljarð árið 2013. Hagnaður Valitor nam um 394 milljónir króna árið 2014 sem var viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni. Valitor taldi niðurstöðuna vel viðunandi þar sem 450 milljón króna voru gjaldfærð vegna sektar Samkeppniseftirlitsins og tengdra mála vegna starfsemi á árunum 2002 til 2009. Gylfi telur færslugjöldin afar há. „Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun.“ Til viðbótar veltutengdum tekjum kortafyrirtækjanna greiði neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira - nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta,“ segir Gylfi.
Borgunarmálið Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira