Kortafyrirtækin gagnrýnd: „Kostnaður neytenda er svakalegur“ ingvar haraldsson skrifar 29. janúar 2016 10:02 Gylfi Magnússon telur greiðslukortafyrirkomulagið vera hreina geggjun. vísir/valli „Kostnaður neytenda er svakalegur,“segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um álögur á neytendur af notkun greiðslukorta. Gylfi veltir málinu upp á Facebook síðu sinni í tengslum við Borgunarmálið svokallaða. Visa Inc. tilkynnti nýlega að það myndi kaupa Visa Europe á 3000 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð munu milljarða renna til íslenskra kortafyrirtækja. Ráðherrann fyrrverandi spyr: „Hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur.“ Visa Inc. hagnaðist um 275 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Þá hagnaðist Borgun um 1,4 milljarða árið 2014 og milljarð árið 2013. Hagnaður Valitor nam um 394 milljónir króna árið 2014 sem var viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni. Valitor taldi niðurstöðuna vel viðunandi þar sem 450 milljón króna voru gjaldfærð vegna sektar Samkeppniseftirlitsins og tengdra mála vegna starfsemi á árunum 2002 til 2009. Gylfi telur færslugjöldin afar há. „Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun.“ Til viðbótar veltutengdum tekjum kortafyrirtækjanna greiði neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira - nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta,“ segir Gylfi. Borgunarmálið Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
„Kostnaður neytenda er svakalegur,“segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um álögur á neytendur af notkun greiðslukorta. Gylfi veltir málinu upp á Facebook síðu sinni í tengslum við Borgunarmálið svokallaða. Visa Inc. tilkynnti nýlega að það myndi kaupa Visa Europe á 3000 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð munu milljarða renna til íslenskra kortafyrirtækja. Ráðherrann fyrrverandi spyr: „Hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur.“ Visa Inc. hagnaðist um 275 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Þá hagnaðist Borgun um 1,4 milljarða árið 2014 og milljarð árið 2013. Hagnaður Valitor nam um 394 milljónir króna árið 2014 sem var viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni. Valitor taldi niðurstöðuna vel viðunandi þar sem 450 milljón króna voru gjaldfærð vegna sektar Samkeppniseftirlitsins og tengdra mála vegna starfsemi á árunum 2002 til 2009. Gylfi telur færslugjöldin afar há. „Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun.“ Til viðbótar veltutengdum tekjum kortafyrirtækjanna greiði neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira - nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta,“ segir Gylfi.
Borgunarmálið Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent