Skítt með innihaldið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Forval stendur nú yfir fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og eins og vanalega er öll umgjörð í kringum kosningabaráttuna mun yfirgengilegri en sú sem við eigum að venjast hér á landi. Frambjóðendur fljúga ríkja á milli, halda innblásnar þrumuræður og smella einum rennblautum á öll ungbörn sem þeir komast í tæri við. Í yfirdrifnum og þjóðrembingslegum framboðsauglýsingum er hefð fyrir því að fara ekki í málefnin nema að vaða duglega í manninn í leiðinni. Ekki er verra ef hægt er að moka einhverjum beinagrindum úr skáp mótherjans. Óábyrgri notkun á netpósti, framhjáhöldum, mannáti – allt er leyfilegt og barist er til síðasta blóðdropa. Það má margt segja um Bandaríkin en því verður ekki neitað að Kaninn kann að búa til „sjóv“. Það skipti engu máli þó ég kynni ekki reglur leiksins þegar ég var dreginn á hafnaboltaleik í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Ég sat bara sáttur með frauðputtann minn, hakkaði í mig hnetur og sönglaði með heimamönnum í takt við falska orgelið á milli þess sem orrustuþotur flugu yfir völlinn. Ég man ekki einu sinni hvort liðið vann. Sjóvið var það sem upp úr stóð, alveg eins og í pólitíkinni. Á Íslandi er kosningabarátta smærri í sniðum. Fólk þiggur Bragakaffi og þurrar kleinur á kosningaskrifstofum frambjóðendanna og spjallar um jarðgöng og flugvelli. Þeir allra heppnustu fá kannski barmmerki eða blöðru. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt til lengdar. Af hverju ekki að hætta að pæla svona mikið í innihaldinu og fara að gefa umgjörðinni meiri gaum? Svona fyrst að innihaldið er hvort eð er ekki betra en Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Næst kýs ég þann sem býður upp á orrustuþotur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Forval stendur nú yfir fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og eins og vanalega er öll umgjörð í kringum kosningabaráttuna mun yfirgengilegri en sú sem við eigum að venjast hér á landi. Frambjóðendur fljúga ríkja á milli, halda innblásnar þrumuræður og smella einum rennblautum á öll ungbörn sem þeir komast í tæri við. Í yfirdrifnum og þjóðrembingslegum framboðsauglýsingum er hefð fyrir því að fara ekki í málefnin nema að vaða duglega í manninn í leiðinni. Ekki er verra ef hægt er að moka einhverjum beinagrindum úr skáp mótherjans. Óábyrgri notkun á netpósti, framhjáhöldum, mannáti – allt er leyfilegt og barist er til síðasta blóðdropa. Það má margt segja um Bandaríkin en því verður ekki neitað að Kaninn kann að búa til „sjóv“. Það skipti engu máli þó ég kynni ekki reglur leiksins þegar ég var dreginn á hafnaboltaleik í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Ég sat bara sáttur með frauðputtann minn, hakkaði í mig hnetur og sönglaði með heimamönnum í takt við falska orgelið á milli þess sem orrustuþotur flugu yfir völlinn. Ég man ekki einu sinni hvort liðið vann. Sjóvið var það sem upp úr stóð, alveg eins og í pólitíkinni. Á Íslandi er kosningabarátta smærri í sniðum. Fólk þiggur Bragakaffi og þurrar kleinur á kosningaskrifstofum frambjóðendanna og spjallar um jarðgöng og flugvelli. Þeir allra heppnustu fá kannski barmmerki eða blöðru. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt til lengdar. Af hverju ekki að hætta að pæla svona mikið í innihaldinu og fara að gefa umgjörðinni meiri gaum? Svona fyrst að innihaldið er hvort eð er ekki betra en Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Næst kýs ég þann sem býður upp á orrustuþotur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun