Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 12:19 Ole Gunnar Solskjær og Eiður Smári með treyju númer 22. mynd/moldefk Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er vægast sagt kátur með að hafa landað Eiði Smára Guðjohnsen á eins árs samning en Eiður skrifaði undir við liðið í dag og æfði í fyrsta sinn með nýjum liðsfélögum sínum í morgun. Solskjær þekkir Eið Smára úr ensku úrvalsdeildinni þar sem Norðmaðurinn spilaði með Manchester United á sama tíma og Eiður var á mála hjá Chelsea. „Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Michael Laudrup og Ísland hefur Eið Smára,“ segir Solskjær í viðtali við rbnett.no.Sjá einnig:Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Þessir þrír fótboltasnillingar sem Norðmaðurinn telur upp eiga allir það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Barcelona. „Eiður varð Englandsmeistari með Chelsea og vann Meistaradeildina með Barcelona. Við erum að fá mann með magnaða ferilskrá,“ segir Solskjær. „Hann spilaði með mönnum eins og Thierry Henry og Messi og var undir stjórn Pep Guardiola. Við eigum klárlega eftir að læra eitthvað af þessum manni.“ Eiður Smári og Solskjær hafa oft mæst á vellinum og þá spjallað saman en nú hringdi norski þjálfarinn í íslenska landsliðsmanninn til að fá hann í sínar raðir. „Eiður er enn hungraður og hefur mikið að spila fyrir. Hann er búinn að vera í íslenska landsliðinu í 20 ár sem er nú komið í lokakeppni. Hann verður auðvitað í liðinu í Frakklandi,“ segir Ole Gunnar Solskjær. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er vægast sagt kátur með að hafa landað Eiði Smára Guðjohnsen á eins árs samning en Eiður skrifaði undir við liðið í dag og æfði í fyrsta sinn með nýjum liðsfélögum sínum í morgun. Solskjær þekkir Eið Smára úr ensku úrvalsdeildinni þar sem Norðmaðurinn spilaði með Manchester United á sama tíma og Eiður var á mála hjá Chelsea. „Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Michael Laudrup og Ísland hefur Eið Smára,“ segir Solskjær í viðtali við rbnett.no.Sjá einnig:Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Þessir þrír fótboltasnillingar sem Norðmaðurinn telur upp eiga allir það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Barcelona. „Eiður varð Englandsmeistari með Chelsea og vann Meistaradeildina með Barcelona. Við erum að fá mann með magnaða ferilskrá,“ segir Solskjær. „Hann spilaði með mönnum eins og Thierry Henry og Messi og var undir stjórn Pep Guardiola. Við eigum klárlega eftir að læra eitthvað af þessum manni.“ Eiður Smári og Solskjær hafa oft mæst á vellinum og þá spjallað saman en nú hringdi norski þjálfarinn í íslenska landsliðsmanninn til að fá hann í sínar raðir. „Eiður er enn hungraður og hefur mikið að spila fyrir. Hann er búinn að vera í íslenska landsliðinu í 20 ár sem er nú komið í lokakeppni. Hann verður auðvitað í liðinu í Frakklandi,“ segir Ole Gunnar Solskjær.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15
Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30