Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 22-21 | Enn eitt tapið hjá ÍR Stefán Guðnason í KA-heimilinu skrifar 11. febrúar 2016 21:45 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, á góðri stund. vísir/anton ÍR hefur aðeins unnið einn af síðustu 15 leikjum sínum en liðið tapaði í spennuleik á Akureyri í kvöld. Akureyringar fengu ÍRinga í heimsókn í KA heimilið í kvöld. Leikurinn var nokkurskonar úrslitaleikur fyrir bæði lið. Akureyringar áttu möguleika á að slíta sig aðeins frá fallsætinu en ÍR-ingar áttu möguleika á að saxa á forskot Akureyringa í deildinni. Leikurinn bar öll þau merki að mikið væri undir. Sóknarlega voru menn mistækir, sérstaklega í fyrri hálfleik á meðan varnarleikurinn var nokkuð sterkur hjá báðum liðum heilt yfir. Svavar var sjóðheitur í fyrri hálfleik og var með yfir 50% markvörslu. Tómas var einungis með fjóra bolta varða á sama tíma en voru þeir þó hvor öðrum mikilvægari. Þrátt fyrir þennan mun á markvörslu var staðan 9-9 í hálfleik. Sókn beggja liða var ekki upp á marga fiska og flest mörkin komu úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri hafði endað. Stál í stál fyrstu fimmtán mínúturnar og jafnt á öllum tölum. Þá fór að draga á milli og þegar 9 mínútur voru eftir af leiknum virtust Akureyringar ætla að sigla þægilegum sigri heim. Þá kviknaði á ÍR-ingum sem þó nutu góðs af flumbrugangi í sókninni hjá Akureyri. Akureyri tapaði hverjum boltanum á fætur öðrum og misstu þar að auki tvo menn út af í sömu vörninni. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum jafnaði ÍR í 21-21. Akureyringar fóru þá í sókn og eftir mikla baráttu hjá Halldóri Loga á línunni hjá Akureyri fengu heimamenn víti sem Kristján Orri nýtti af sinni alkunnu snilld. ÍR-ingar fengu þó tvö tækifæri til að jafna því að Akureyringar héldu áfram að missa boltann í sókninni. Sem betur fer hafði kviknað allverulega á vinalega risanum í marki Akureyrar en Tómas varði tvö síðustu skot gestanna og tryggði sínum mönnum dramatískan sigur, 22-21. Hjá heimamönnum munaði miklu um innkomu Brynjars í sóknina sem tók oft á skarið þegar á þurfti auk þess sem Tómas reyndist gríðarlega drjúgur í síðari hálfleik, þá sérstaklega síðustu tíu mínúturnar þegar mest á reyndi. Hjá gestunum voru ungu strákarnir í aðalhlutverki, Sveinn Andri Sveinsson var Akureyringum gríðarlega erfiður síðustu tíu mínúturnar og Aron Örn Ægisson var stanslaus ógn. Handboltinn sem spilaður var hér í kvöld fer seint í sögubækurnar en var þó hin mesta skemmtun. Falleg tilþrif litu dagsins ljós og baráttan bar fegurðina ofurliði sem í þessu tilfelli var fyrirgefanlegt.Danni Berg: Erum komnir í erfiða stöðu Daníel Berg Grétarsson, hin gamalreynda kempa í liði ÍR, var frekar vonsvikinn eftir leikinn. „Mér fannst við spila vel á löngum köflum í kvöld. Vorum agaðir sóknarlega og þegar við náum að stilla upp í vörnina áttu Akureyringar í bölvuðu basli með okkur. Sóknarlega vorum við klaufar í fyrri hálfleik en mér fannst við flottir í seinni hálfleik,“ sagði Daníel. Ungu strákarnir í ÍR komu virkilega vel inn í síðari hálfleikinn og tóku oft á skarið þegar á þurfti. „Þetta eru flottir strákar sem hafa bætt sig mikið. Svenni fiskaði að ég held þrjá út af og einhver víti, þetta var flott innkoma hjá þeim.” Þetta tap þýðir að ÍR er komið sex stigum á eftir Akureyringum og staðan orðin erfið. „Við vissum alveg fyrir leik hvað tap hérna í kvöld mundi þýða fyrir okkur. Við verðum samt bara að halda áfram að berjast, við höfum sýnt miklar framfarir í síðustu leikjum. Erum agaðari, ekki að kasta boltanum í sífellu frá okkur og gefum okkur tíma. Það vantar núna að ná fram meiri sigurvilja, klára leikina. Það vantar að fá inn lokahnykkinn ef svo má að orði komast. Það er nóg eftir en staðan er virkilega erfið, það er ekki hægt að neita því.“ Daníel Berg hefur verið mikið meiddur síðustu ár er þó farinn að sprikla að nýju. „Staðan á mér er svona týpísk eftir löng meiðsli. Maður er tognaður alls staðar hreinlega. Það gleymist þó alltaf þegar leikurinn byrjar en þetta verður vont á morgun.“Ingimundur: Tvö dýrmæt stig „Ég er heilt yfir ekkert sérstaklega hress með okkar spilamennsku. Við eigum að geta mun betur. Það er þó ákveðinn styrkleiki að klára samt tvö stig hérna í kvöld. Þau eiga eftir að reynast okkur vel. Við náum núna aðeins að fara að fókusa á liðin fyrir ofan okkur, fáum ákveðið svigrúm til þess núna,” sagði Ingimundur Ingimundarson Akureyringur. Um miðjan síðari hálfleik leit út fyrir að Akureyri myndi sigla þægilegum sigri heim en það reyndist þó ekki ganga eftir og úr varð hörku spenna á síðustu mínútunum. „Ég veit ekki hvort að spennustigið var svona rangt hjá okkur en við vorum okkar versti óvinur á þessum tímapunkti. Fáum réttilega tvo brottrekstra og köstum frá okkur boltanum nokkrar sóknir í röð. Það er hins vegar eins og ég sagði gríðarlega sterkt að klára samt leikinn með sigri. Þarna hefði verið auðvelt að brotna og missa leikinn frá sér en við gerðum það ekki og sýndum flottan karakter að klára þetta.“ Olís-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
ÍR hefur aðeins unnið einn af síðustu 15 leikjum sínum en liðið tapaði í spennuleik á Akureyri í kvöld. Akureyringar fengu ÍRinga í heimsókn í KA heimilið í kvöld. Leikurinn var nokkurskonar úrslitaleikur fyrir bæði lið. Akureyringar áttu möguleika á að slíta sig aðeins frá fallsætinu en ÍR-ingar áttu möguleika á að saxa á forskot Akureyringa í deildinni. Leikurinn bar öll þau merki að mikið væri undir. Sóknarlega voru menn mistækir, sérstaklega í fyrri hálfleik á meðan varnarleikurinn var nokkuð sterkur hjá báðum liðum heilt yfir. Svavar var sjóðheitur í fyrri hálfleik og var með yfir 50% markvörslu. Tómas var einungis með fjóra bolta varða á sama tíma en voru þeir þó hvor öðrum mikilvægari. Þrátt fyrir þennan mun á markvörslu var staðan 9-9 í hálfleik. Sókn beggja liða var ekki upp á marga fiska og flest mörkin komu úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri hafði endað. Stál í stál fyrstu fimmtán mínúturnar og jafnt á öllum tölum. Þá fór að draga á milli og þegar 9 mínútur voru eftir af leiknum virtust Akureyringar ætla að sigla þægilegum sigri heim. Þá kviknaði á ÍR-ingum sem þó nutu góðs af flumbrugangi í sókninni hjá Akureyri. Akureyri tapaði hverjum boltanum á fætur öðrum og misstu þar að auki tvo menn út af í sömu vörninni. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum jafnaði ÍR í 21-21. Akureyringar fóru þá í sókn og eftir mikla baráttu hjá Halldóri Loga á línunni hjá Akureyri fengu heimamenn víti sem Kristján Orri nýtti af sinni alkunnu snilld. ÍR-ingar fengu þó tvö tækifæri til að jafna því að Akureyringar héldu áfram að missa boltann í sókninni. Sem betur fer hafði kviknað allverulega á vinalega risanum í marki Akureyrar en Tómas varði tvö síðustu skot gestanna og tryggði sínum mönnum dramatískan sigur, 22-21. Hjá heimamönnum munaði miklu um innkomu Brynjars í sóknina sem tók oft á skarið þegar á þurfti auk þess sem Tómas reyndist gríðarlega drjúgur í síðari hálfleik, þá sérstaklega síðustu tíu mínúturnar þegar mest á reyndi. Hjá gestunum voru ungu strákarnir í aðalhlutverki, Sveinn Andri Sveinsson var Akureyringum gríðarlega erfiður síðustu tíu mínúturnar og Aron Örn Ægisson var stanslaus ógn. Handboltinn sem spilaður var hér í kvöld fer seint í sögubækurnar en var þó hin mesta skemmtun. Falleg tilþrif litu dagsins ljós og baráttan bar fegurðina ofurliði sem í þessu tilfelli var fyrirgefanlegt.Danni Berg: Erum komnir í erfiða stöðu Daníel Berg Grétarsson, hin gamalreynda kempa í liði ÍR, var frekar vonsvikinn eftir leikinn. „Mér fannst við spila vel á löngum köflum í kvöld. Vorum agaðir sóknarlega og þegar við náum að stilla upp í vörnina áttu Akureyringar í bölvuðu basli með okkur. Sóknarlega vorum við klaufar í fyrri hálfleik en mér fannst við flottir í seinni hálfleik,“ sagði Daníel. Ungu strákarnir í ÍR komu virkilega vel inn í síðari hálfleikinn og tóku oft á skarið þegar á þurfti. „Þetta eru flottir strákar sem hafa bætt sig mikið. Svenni fiskaði að ég held þrjá út af og einhver víti, þetta var flott innkoma hjá þeim.” Þetta tap þýðir að ÍR er komið sex stigum á eftir Akureyringum og staðan orðin erfið. „Við vissum alveg fyrir leik hvað tap hérna í kvöld mundi þýða fyrir okkur. Við verðum samt bara að halda áfram að berjast, við höfum sýnt miklar framfarir í síðustu leikjum. Erum agaðari, ekki að kasta boltanum í sífellu frá okkur og gefum okkur tíma. Það vantar núna að ná fram meiri sigurvilja, klára leikina. Það vantar að fá inn lokahnykkinn ef svo má að orði komast. Það er nóg eftir en staðan er virkilega erfið, það er ekki hægt að neita því.“ Daníel Berg hefur verið mikið meiddur síðustu ár er þó farinn að sprikla að nýju. „Staðan á mér er svona týpísk eftir löng meiðsli. Maður er tognaður alls staðar hreinlega. Það gleymist þó alltaf þegar leikurinn byrjar en þetta verður vont á morgun.“Ingimundur: Tvö dýrmæt stig „Ég er heilt yfir ekkert sérstaklega hress með okkar spilamennsku. Við eigum að geta mun betur. Það er þó ákveðinn styrkleiki að klára samt tvö stig hérna í kvöld. Þau eiga eftir að reynast okkur vel. Við náum núna aðeins að fara að fókusa á liðin fyrir ofan okkur, fáum ákveðið svigrúm til þess núna,” sagði Ingimundur Ingimundarson Akureyringur. Um miðjan síðari hálfleik leit út fyrir að Akureyri myndi sigla þægilegum sigri heim en það reyndist þó ekki ganga eftir og úr varð hörku spenna á síðustu mínútunum. „Ég veit ekki hvort að spennustigið var svona rangt hjá okkur en við vorum okkar versti óvinur á þessum tímapunkti. Fáum réttilega tvo brottrekstra og köstum frá okkur boltanum nokkrar sóknir í röð. Það er hins vegar eins og ég sagði gríðarlega sterkt að klára samt leikinn með sigri. Þarna hefði verið auðvelt að brotna og missa leikinn frá sér en við gerðum það ekki og sýndum flottan karakter að klára þetta.“
Olís-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira