Dagur íslenska táknmálsins Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 11. febrúar 2016 00:00 Dagur íslenska táknmálsins er í dag, 11. febrúar á afmælisdegi Félags heyrnarlausra. Í huga okkar sem tilheyrum táknmálssamfélaginu er þetta hátíðardagur. Í tilefni dagsins verður hátíðardagskrá í Tjarnarbíói sem er í umsjón Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og Félags heyrnarlausra með stuðningi frá Landsbanka og Reykjavíkurborg. Á degi íslenska táknmálsins fyrir ári var ákveðið að frá og með þeim degi og fram að degi íslenska táknmálsins í dag yrði það ár táknmálstalandi barna. Áhersla hefur verið lögð á að efla málumhverfi íslenska táknmálsins og auka aðgang barna að menningu og málsamfélagi íslenska táknmálsins. Í dag fáum við að njóta afrakstursins á ýmsum sviðum s.s í leiklist, myndlist, stuttmynd og fleira á barnamenningarhátíðinni sem fram fer í dag í Tjarnarbíói. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum bent á að efla þurfi veg íslenska táknmálsins þannig að það fái að blómstra um ókomna tíð. Stjórnvöld og við sem erum málhafar íslenska táknmálsins þurfum að tryggja táknmálstalandi börnum ríkulegt málumhverfi. Barni sem fær að alast upp við ríkulegt táknmálsumhverfi gefst tækifæri til að tileinka sér íslenskt táknmál og er aðgengi þess að málsamfélaginu samofið möguleika þess til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Aðgengi að málsamfélagi íslenska táknmálsins og menningu þess styrkir sjálfsmynd barns og býr það betur undir lífið. Rannsóknir hafa víða sýnt fram á að sá einstaklingur, sem reiðir sig á táknmál í daglegu lífi, er mun betur í stakk búinn til að takast á við hindranir ef hann er daglega í ríkulegu táknmálsumhverfi. Hann hefur ívið fleiri bjargráð til að komast yfir hindranir sem samfélagið setur og hefur mun meira sjálfstraust til að takast á við lífið og samfélagið. Ég óska öllum til hjartanlega hamingju með dag íslenska táknmálsins og hvet alla landsmenn til að leggja sig fram um að íslenska táknmálið fái að blómstra um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins er í dag, 11. febrúar á afmælisdegi Félags heyrnarlausra. Í huga okkar sem tilheyrum táknmálssamfélaginu er þetta hátíðardagur. Í tilefni dagsins verður hátíðardagskrá í Tjarnarbíói sem er í umsjón Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og Félags heyrnarlausra með stuðningi frá Landsbanka og Reykjavíkurborg. Á degi íslenska táknmálsins fyrir ári var ákveðið að frá og með þeim degi og fram að degi íslenska táknmálsins í dag yrði það ár táknmálstalandi barna. Áhersla hefur verið lögð á að efla málumhverfi íslenska táknmálsins og auka aðgang barna að menningu og málsamfélagi íslenska táknmálsins. Í dag fáum við að njóta afrakstursins á ýmsum sviðum s.s í leiklist, myndlist, stuttmynd og fleira á barnamenningarhátíðinni sem fram fer í dag í Tjarnarbíói. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum bent á að efla þurfi veg íslenska táknmálsins þannig að það fái að blómstra um ókomna tíð. Stjórnvöld og við sem erum málhafar íslenska táknmálsins þurfum að tryggja táknmálstalandi börnum ríkulegt málumhverfi. Barni sem fær að alast upp við ríkulegt táknmálsumhverfi gefst tækifæri til að tileinka sér íslenskt táknmál og er aðgengi þess að málsamfélaginu samofið möguleika þess til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Aðgengi að málsamfélagi íslenska táknmálsins og menningu þess styrkir sjálfsmynd barns og býr það betur undir lífið. Rannsóknir hafa víða sýnt fram á að sá einstaklingur, sem reiðir sig á táknmál í daglegu lífi, er mun betur í stakk búinn til að takast á við hindranir ef hann er daglega í ríkulegu táknmálsumhverfi. Hann hefur ívið fleiri bjargráð til að komast yfir hindranir sem samfélagið setur og hefur mun meira sjálfstraust til að takast á við lífið og samfélagið. Ég óska öllum til hjartanlega hamingju með dag íslenska táknmálsins og hvet alla landsmenn til að leggja sig fram um að íslenska táknmálið fái að blómstra um ókomna tíð.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar