Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30% 10. febrúar 2016 09:00 Eldri borgari, sem er í sambúð eða hjónabandi, hefur 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, ef hann hefur engar aðrar tekjur. Einhleypur eldri borgari hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, miðað við sömu forsendur að því er tekjur varðar. Þetta er það, sem ríkisstjórnin skammtar eldri borgurum. Af þessum upphæðum eiga þessir eldri borgarar að greiða allan sinn kostnað og þar á meðal húsnæðiskostnað. Leiga getur verið 150 þúsund krónur á mánuði og þá er lítið eftir fyrir öllum öðrum kostnaði. Það eru 57 þúsund krónur eftir hjá einhleypingi. Hann á m.ö.o að greiða fyrir rafmagn og hita, mat, fatnað, samgöngur, síma, tölvukostnað, lyf, lækniskostnað, gjafir o.fl. af þessum 57 þúsund krónum! Ljóst er, að ekki er unnt að reka bíl af svo litlum tekjum. Og hætt við, að eldri borgarinn verði að sleppa einhverjum fleiri útgjaldaliðum. Mikil skerðing vegna lífeyrissjóðs Ef einhleypur ellilífeyrisþegi hefur 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann 18 þúsund kr. á mánuði af þeirri upphæð eða ígildi þess. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þessa eldri borgara um 32 þúsund á mánuði, einungis vegna þess að hann greiddi í lífeyrissjóð. Þessa skerðingu verður að stöðva. Það á auðvitað ekki að refsa þessum eldri borgara fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarinn á að halda lífeyri sínum hjá Tryggingastofnun óskertum. Hann var einmitt að greiða í lífeyrissjóð til þess að njóta þess að fullu, þegar hann væri kominn á eftirlaunaaldur. Ef einhleypur eldri borgari hefur eitt hundrað þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann helmingi þeirrar fjárhæðar eða ígildi. TR tekur helminginn. Það er svipuð skerðing og í fyrra tilvikinu. Ég segi það sama og áður: Það verður að stöðva þessa skerðingu. Það verður að afnema hana. Þetta er siðlaus skerðing. Hvað hækkaði lífeyrir mikið 2016? Nú hefur „methækkun“ allra tíma komið til framkvæmda! Lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega hækkaði um 15 þúsund krónur eftir skatt. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem eru í sambúð hækkaði um 13 þúsund krónur. Tölurnar í þessari grein eru eftir hækkun um áramót. Hækkunin breytir engu. Þetta voru í kringum 200 þúsund krónur á mánuði áður og þetta eru áfram í kringum 200 þúsund á mánuði. 300 þúsund á mánuði eða rúmlega það er lágmark. Lífeyrisþegar fengu miklu meiri hækkun um áramótin 2008/2009 en nú. Almannatryggingar voru einnig efldar miklu meira 1946 við stofnun trygginganna (breytingu frá alþýðutryggingum) og 1960, þegar viðreisnarstjórnin tók við. 30% hækkun yrði viðunandi um skeið Ef lífeyrir aldraðra og öryrkja verður hækkaður um 30% vegna kjaragliðnunar hækkar lífeyrir um 73.800 krónur á mánuði og færi í tæpar 320 þúsund krónur á mánuði. Það er sama tala og kemur út í neyslukönnun Hagstofunnar. Yrði viðunandi um skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgari, sem er í sambúð eða hjónabandi, hefur 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, ef hann hefur engar aðrar tekjur. Einhleypur eldri borgari hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, miðað við sömu forsendur að því er tekjur varðar. Þetta er það, sem ríkisstjórnin skammtar eldri borgurum. Af þessum upphæðum eiga þessir eldri borgarar að greiða allan sinn kostnað og þar á meðal húsnæðiskostnað. Leiga getur verið 150 þúsund krónur á mánuði og þá er lítið eftir fyrir öllum öðrum kostnaði. Það eru 57 þúsund krónur eftir hjá einhleypingi. Hann á m.ö.o að greiða fyrir rafmagn og hita, mat, fatnað, samgöngur, síma, tölvukostnað, lyf, lækniskostnað, gjafir o.fl. af þessum 57 þúsund krónum! Ljóst er, að ekki er unnt að reka bíl af svo litlum tekjum. Og hætt við, að eldri borgarinn verði að sleppa einhverjum fleiri útgjaldaliðum. Mikil skerðing vegna lífeyrissjóðs Ef einhleypur ellilífeyrisþegi hefur 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann 18 þúsund kr. á mánuði af þeirri upphæð eða ígildi þess. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þessa eldri borgara um 32 þúsund á mánuði, einungis vegna þess að hann greiddi í lífeyrissjóð. Þessa skerðingu verður að stöðva. Það á auðvitað ekki að refsa þessum eldri borgara fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarinn á að halda lífeyri sínum hjá Tryggingastofnun óskertum. Hann var einmitt að greiða í lífeyrissjóð til þess að njóta þess að fullu, þegar hann væri kominn á eftirlaunaaldur. Ef einhleypur eldri borgari hefur eitt hundrað þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann helmingi þeirrar fjárhæðar eða ígildi. TR tekur helminginn. Það er svipuð skerðing og í fyrra tilvikinu. Ég segi það sama og áður: Það verður að stöðva þessa skerðingu. Það verður að afnema hana. Þetta er siðlaus skerðing. Hvað hækkaði lífeyrir mikið 2016? Nú hefur „methækkun“ allra tíma komið til framkvæmda! Lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega hækkaði um 15 þúsund krónur eftir skatt. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem eru í sambúð hækkaði um 13 þúsund krónur. Tölurnar í þessari grein eru eftir hækkun um áramót. Hækkunin breytir engu. Þetta voru í kringum 200 þúsund krónur á mánuði áður og þetta eru áfram í kringum 200 þúsund á mánuði. 300 þúsund á mánuði eða rúmlega það er lágmark. Lífeyrisþegar fengu miklu meiri hækkun um áramótin 2008/2009 en nú. Almannatryggingar voru einnig efldar miklu meira 1946 við stofnun trygginganna (breytingu frá alþýðutryggingum) og 1960, þegar viðreisnarstjórnin tók við. 30% hækkun yrði viðunandi um skeið Ef lífeyrir aldraðra og öryrkja verður hækkaður um 30% vegna kjaragliðnunar hækkar lífeyrir um 73.800 krónur á mánuði og færi í tæpar 320 þúsund krónur á mánuði. Það er sama tala og kemur út í neyslukönnun Hagstofunnar. Yrði viðunandi um skeið.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun