Aron Sig: Vildi að pabbi hefði séð fyrsta landsleikinn 27. febrúar 2016 16:24 Aron í leik með Fjölni síðasta sumar. Vísir/valli Aron Sigurðarson sem gekk á dögunum til liðs við Tromsö er í áhugaverðu viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins, NRK, í dag. Aron ræddi meðal annars fráfall föður síns, Sigurðs Hallvarðssonar, sem lést eftir baráttu við krabbamein 2014. „Það var mikið áfall fyrir mig. Hann var búinn að vera mjög veikur síðustu mánuðina, lá í rúminu allan daginn því hann gat ekkið staðið upp. Það var erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Hann var sterk persóna og sterkur karakter,“ sagði Aron um föður sinn sem hann ræddi mikið við um fótbolta. „Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég vildi að hann væri enn með okkur í dag. Ég vildi að hann hefði séð fyrsta landsleik minn því ég veit að hann hefði verið stoltur. Hann var alltaf duglegur að benda á það sem ég gæti bætt mig í og fylgdist með öllum leikjunum mínum.“ Aron segir að pabbi hans hafi alltaf haft trú á því að hann myndi ná langt í knattspyrnunni. „Við áttum í góðu sambandi og hann hafði alltaf trú á því að ég gæti farið alla leið. Hann minnti mig á að ég hefði hæfileikana til þess að ná langt en að ég þyrfti að vinna fyrir því.“ Aron talaði um framtíðina en hann vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn. „Ég er með stór markmið, ég vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn en nú einbeiti ég mér aðeins að Tromsö.“ Aron var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið. Skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 2-3 tapi gegn Bandaríkjunum á dögunum og var besti leikmaður íslenska liðsins þann daginn. „Þetta var draumi líkast. Ég var á reynslu hjá Tromsö og ég fæ skyndilega símtal um að ég fari með landsliðinu til Bandaríkjanna. Svo næ ég að skora eftir stoðsendingu frá goðsögn eins og Eiði Smára sem ég leit upp til sem ungur strákur.“ Aron segist ekki vera búinn að útiloka sæti í hópnum sem fer á EM í Frakklandi en hann veit að það verður erfitt. „Það eru ekki miklir möguleikar en ef ég spila vel fyrir Tromsö eykur það líkurnar. Það er mikil samkeppni og ég mun gera mitt besta og sjá hvað það leiðir af sér.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Aron Sigurðarson sem gekk á dögunum til liðs við Tromsö er í áhugaverðu viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins, NRK, í dag. Aron ræddi meðal annars fráfall föður síns, Sigurðs Hallvarðssonar, sem lést eftir baráttu við krabbamein 2014. „Það var mikið áfall fyrir mig. Hann var búinn að vera mjög veikur síðustu mánuðina, lá í rúminu allan daginn því hann gat ekkið staðið upp. Það var erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Hann var sterk persóna og sterkur karakter,“ sagði Aron um föður sinn sem hann ræddi mikið við um fótbolta. „Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég vildi að hann væri enn með okkur í dag. Ég vildi að hann hefði séð fyrsta landsleik minn því ég veit að hann hefði verið stoltur. Hann var alltaf duglegur að benda á það sem ég gæti bætt mig í og fylgdist með öllum leikjunum mínum.“ Aron segir að pabbi hans hafi alltaf haft trú á því að hann myndi ná langt í knattspyrnunni. „Við áttum í góðu sambandi og hann hafði alltaf trú á því að ég gæti farið alla leið. Hann minnti mig á að ég hefði hæfileikana til þess að ná langt en að ég þyrfti að vinna fyrir því.“ Aron talaði um framtíðina en hann vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn. „Ég er með stór markmið, ég vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn en nú einbeiti ég mér aðeins að Tromsö.“ Aron var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið. Skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 2-3 tapi gegn Bandaríkjunum á dögunum og var besti leikmaður íslenska liðsins þann daginn. „Þetta var draumi líkast. Ég var á reynslu hjá Tromsö og ég fæ skyndilega símtal um að ég fari með landsliðinu til Bandaríkjanna. Svo næ ég að skora eftir stoðsendingu frá goðsögn eins og Eiði Smára sem ég leit upp til sem ungur strákur.“ Aron segist ekki vera búinn að útiloka sæti í hópnum sem fer á EM í Frakklandi en hann veit að það verður erfitt. „Það eru ekki miklir möguleikar en ef ég spila vel fyrir Tromsö eykur það líkurnar. Það er mikil samkeppni og ég mun gera mitt besta og sjá hvað það leiðir af sér.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00