Sleginn í magann en snæddi svo pítsu með Gurley eftir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 12:30 Helgi Már Magnússon var í hasar í gær. vísir/valli Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, var í hringiðju hasarsins í Síkinu í gærkvöldi þar sem Tindastóll vann frábæran sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR, 91-85. Í fjórða leikhluta setti Helgi Már upp hindrun sem var nú að öllum líkindum ekki lögleg. Anthony Isaiah Gurley varð fyrir hindrun Helga Más og svaraði fyrir sig með því að slá hann í magann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Helgi steinlá eftir höggið en hann vildi nú ekki gera mikið úr þessu öllu saman þegar Vísir ræddi við hann í dag. „Fyrir mér er þetta afskaplega saklaust allt saman. Ég set hindrun fyrir hann sem er, nú þegar ég er búinn að horfa á þetta aftur, líklega ólögleg,“ segir Helgi Már í samtali við Vísi. „Hann, í einhverjum pirring, slær til baka í magann á mér og fyrstu viðbrögð hjá mér voru ósjálfráð að detta í gólfið. En þetta var ekkert meira en það. Hann var ekkert að reyna að slasa mig. Þetta var bara pirringur. Þetta er bara körfubolti og áfram gakk.“ „Höggið var ágætlega fast en ég er ekkert með innvortist blæðingar,“ segir hann léttur. „Hann sveiflaði bara höndinni og ósjálfráð viðbrögð hjá mér voru að grípa um magann og detta niður. Það var engin hugsun á bakvið það. Ég var líka staðinn upp frekar snögglega.“Helgi segir að leikir gegn Stólunum séu alltaf spilaðir fast.vísir/ernirFastir og skemmtilegir Helgi er vanur því að spila hörku leiki við Tindastól, en liðin mættust í úrslitaviðureign Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð. „Leikirnir við Stólana eru alltaf fastir og skemmtilegir. Tindastóll spilar líkamlegan bolta og það gerum við líka. Það var úrslitakeppnisbragur á leiknum í gær og mikil stemning í Síkinu. Leikurinn var virkilega skemmtilegur þó við töpuðum. Þetta minnti mig bara á úrslitaseríuna í fyrra,“ segir Helgi Már. Sá sem varð allra manna reiðastur vegna atviksins var Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Hann gerði sér ferð inn á völlinn og lét Gurley, þjálfaralið Tindastóls, dómara leiksins og alla sem vildu heyra vita nákvæmlega hversu ósáttur hann var við högg Bandaríkjamannsins.Finnur Freyr Stefánsson fékk tæknivillu.vísir/ernirSótti tæknivilluna Dómararnir dæmdu ekkert á Gurley en eðlilega fékk Finnur Frey tæknivillu. Þrátt fyrir að bandaríski bakvörðurinn sló Helga voru það Stólarnir sem fengu vítaskot og boltann. „Ég held að Finnur hafi verið svona pirraður því Gurley var nýbúinn að setja risastóran þrist í sókninni á undan. Svo vildi Finnur meina að hann hafi skrefað hressilega þar á eftir. Svo slær hann mig í magann og þá bara sprakk Finnur,“ segir Helgi Már. „Dómararnir hefðu alveg getað dæmt á þetta en pirringurinn hjá mér tengdist aðallega að ég er sleginn en Tindastóll fær boltann og vítaskot. Finnur fór og sótti þessa villu og átti hana fyllilega skilið. En þetta er allt búið núna,“ segir Helgi Már. Menn voru fljótir að gleyma átökunum eftir leik: „Skömmu eftir leik voru bæði lið mætt á Ólafsshús að borða pitsu hlið við hlið. Þó það sé barátta inn á vellinum er það gleymt eftir leik. Það kann ég alltaf að meta hjá Stólunum. Menn spila fast en svo taka menn bara í spaðann á hvorum öðrum eftir leik,“ segir Helgi Már Magnússon. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra. 3. mars 2016 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 91-85 | Læti í Síkinu þegar Stólarnir unnu toppliðið Tindastólsmenn sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á toppliði KR en þetta var fimmti sigur Stólanna í röð í Domino´s deild karla í körfubolta. 3. mars 2016 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, var í hringiðju hasarsins í Síkinu í gærkvöldi þar sem Tindastóll vann frábæran sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR, 91-85. Í fjórða leikhluta setti Helgi Már upp hindrun sem var nú að öllum líkindum ekki lögleg. Anthony Isaiah Gurley varð fyrir hindrun Helga Más og svaraði fyrir sig með því að slá hann í magann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Helgi steinlá eftir höggið en hann vildi nú ekki gera mikið úr þessu öllu saman þegar Vísir ræddi við hann í dag. „Fyrir mér er þetta afskaplega saklaust allt saman. Ég set hindrun fyrir hann sem er, nú þegar ég er búinn að horfa á þetta aftur, líklega ólögleg,“ segir Helgi Már í samtali við Vísi. „Hann, í einhverjum pirring, slær til baka í magann á mér og fyrstu viðbrögð hjá mér voru ósjálfráð að detta í gólfið. En þetta var ekkert meira en það. Hann var ekkert að reyna að slasa mig. Þetta var bara pirringur. Þetta er bara körfubolti og áfram gakk.“ „Höggið var ágætlega fast en ég er ekkert með innvortist blæðingar,“ segir hann léttur. „Hann sveiflaði bara höndinni og ósjálfráð viðbrögð hjá mér voru að grípa um magann og detta niður. Það var engin hugsun á bakvið það. Ég var líka staðinn upp frekar snögglega.“Helgi segir að leikir gegn Stólunum séu alltaf spilaðir fast.vísir/ernirFastir og skemmtilegir Helgi er vanur því að spila hörku leiki við Tindastól, en liðin mættust í úrslitaviðureign Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð. „Leikirnir við Stólana eru alltaf fastir og skemmtilegir. Tindastóll spilar líkamlegan bolta og það gerum við líka. Það var úrslitakeppnisbragur á leiknum í gær og mikil stemning í Síkinu. Leikurinn var virkilega skemmtilegur þó við töpuðum. Þetta minnti mig bara á úrslitaseríuna í fyrra,“ segir Helgi Már. Sá sem varð allra manna reiðastur vegna atviksins var Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Hann gerði sér ferð inn á völlinn og lét Gurley, þjálfaralið Tindastóls, dómara leiksins og alla sem vildu heyra vita nákvæmlega hversu ósáttur hann var við högg Bandaríkjamannsins.Finnur Freyr Stefánsson fékk tæknivillu.vísir/ernirSótti tæknivilluna Dómararnir dæmdu ekkert á Gurley en eðlilega fékk Finnur Frey tæknivillu. Þrátt fyrir að bandaríski bakvörðurinn sló Helga voru það Stólarnir sem fengu vítaskot og boltann. „Ég held að Finnur hafi verið svona pirraður því Gurley var nýbúinn að setja risastóran þrist í sókninni á undan. Svo vildi Finnur meina að hann hafi skrefað hressilega þar á eftir. Svo slær hann mig í magann og þá bara sprakk Finnur,“ segir Helgi Már. „Dómararnir hefðu alveg getað dæmt á þetta en pirringurinn hjá mér tengdist aðallega að ég er sleginn en Tindastóll fær boltann og vítaskot. Finnur fór og sótti þessa villu og átti hana fyllilega skilið. En þetta er allt búið núna,“ segir Helgi Már. Menn voru fljótir að gleyma átökunum eftir leik: „Skömmu eftir leik voru bæði lið mætt á Ólafsshús að borða pitsu hlið við hlið. Þó það sé barátta inn á vellinum er það gleymt eftir leik. Það kann ég alltaf að meta hjá Stólunum. Menn spila fast en svo taka menn bara í spaðann á hvorum öðrum eftir leik,“ segir Helgi Már Magnússon.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra. 3. mars 2016 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 91-85 | Læti í Síkinu þegar Stólarnir unnu toppliðið Tindastólsmenn sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á toppliði KR en þetta var fimmti sigur Stólanna í röð í Domino´s deild karla í körfubolta. 3. mars 2016 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra. 3. mars 2016 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 91-85 | Læti í Síkinu þegar Stólarnir unnu toppliðið Tindastólsmenn sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á toppliði KR en þetta var fimmti sigur Stólanna í röð í Domino´s deild karla í körfubolta. 3. mars 2016 21:00
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn