Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri Björgvin Guðmundsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Er rétt að kalla lífeyri aldraðra frá almannatryggingum bætur? Ég tel ekki. Þetta er lífeyrir. Einnig mætti kalla þetta laun, a.m.k. eftirlaun, hjá öldruðum. Bætur er ekki réttnefni. Aldraðir, sem komnir eru á eftirlaun, hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi. Þeir hafa greitt til almannatrygginga og eiga rétt á lífeyri eða eftirlaunum frá almannatryggingum. Þegar þeir síðan fá lífeyri frá almannatryggingum heldur ríkið áfram að skatteggja þá þó þeir séu hættir störfum. Ríkið tekur 20% til baka af lífeyrinum. Þannig að eldri borgari sem fær 200 þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum verður að greiða ríkinu til baka 40 þúsund krónur! Með öðrum orðum: Á sama tíma og lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum dugar ekki til sómasamlegrar framfærslu hrifsar ríkið til baka 1/5 af lífeyrinum!Orðið bætur er neikvætt En er rétt að kalla lífeyri öryrkja bætur? Nei. Ég tel heppilegra að halda sig við orðið lífeyrir. Það er eitthvað neikvætt við orðið bætur. Og ekki hefur núverandi fjármálaráðherra bætt ímynd orðsins. Hann hefur ítrekað talað niður til „bótaþega“ sem hann kallar svo. Fjármálaráðherra talar niðrandi um það að vera á bótum og segir, að vissir stjórnmálamenn vilji, að allir séu á bótum! Það er að sjálfsögðu fráleitt að halda slíku fram. Þegar menn slasast alvarlega eða fá langvinna sjúkdóma geta þeir misst starfsorkuna að fullu eða hluta hennar og orðið öryrkjar. Enginn kýs sér það hlutskipti. Atvinnulífið hefur verið fjandsamlegt öryrkjum. Nauðsynlegt er að aðstoða sem flesta öryrkja við að komast út í atvinnulífið á ný. En til þess að svo geti orðið þurfa atvinnurekendur að vera jákvæðir gagnvart öryrkjum og þeim, sem misst hafa starfsorkuna að einhverju leyti. Æskilegt væri, að atvinnurekendur byðu öryrkjum hlutastörf. Það gildir það sama um öryrkja og eldri borgara: Lífeyrir almannatrygginga, sem öryrkjar fá, er of lágur og dugar ekki til framfærslu.Hverjir eru að fá bætur? Ég tel, að lífeyrisþegar séu ekki með bætur heldur lífeyri. En það eru hins vegar aðrir á Íslandi, sem eru að fá bætur í dag: Fyrst og fremst eru það þeir, sem fá afnot af auðlindum þjóðarinnar án þess að greiða fullt afgjald fyrir. Þar vil ég fyrst nefna útgerðarmenn, sem greiða alltof lágt afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem er sameign þjóðarinnar. Veiðigjöldin voru lækkuð mikið. Á sama tíma og fjármuni vantar til þess að greiða öldruðum og öryrkjum nægilega háan lífeyri er ótækt að létt sé gjöldum af útgerðinni. Afgjöldin voru síst of há. Íslenska þjóðin á að fá eðlileg afgjöld af auðlindum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Er rétt að kalla lífeyri aldraðra frá almannatryggingum bætur? Ég tel ekki. Þetta er lífeyrir. Einnig mætti kalla þetta laun, a.m.k. eftirlaun, hjá öldruðum. Bætur er ekki réttnefni. Aldraðir, sem komnir eru á eftirlaun, hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi. Þeir hafa greitt til almannatrygginga og eiga rétt á lífeyri eða eftirlaunum frá almannatryggingum. Þegar þeir síðan fá lífeyri frá almannatryggingum heldur ríkið áfram að skatteggja þá þó þeir séu hættir störfum. Ríkið tekur 20% til baka af lífeyrinum. Þannig að eldri borgari sem fær 200 þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum verður að greiða ríkinu til baka 40 þúsund krónur! Með öðrum orðum: Á sama tíma og lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum dugar ekki til sómasamlegrar framfærslu hrifsar ríkið til baka 1/5 af lífeyrinum!Orðið bætur er neikvætt En er rétt að kalla lífeyri öryrkja bætur? Nei. Ég tel heppilegra að halda sig við orðið lífeyrir. Það er eitthvað neikvætt við orðið bætur. Og ekki hefur núverandi fjármálaráðherra bætt ímynd orðsins. Hann hefur ítrekað talað niður til „bótaþega“ sem hann kallar svo. Fjármálaráðherra talar niðrandi um það að vera á bótum og segir, að vissir stjórnmálamenn vilji, að allir séu á bótum! Það er að sjálfsögðu fráleitt að halda slíku fram. Þegar menn slasast alvarlega eða fá langvinna sjúkdóma geta þeir misst starfsorkuna að fullu eða hluta hennar og orðið öryrkjar. Enginn kýs sér það hlutskipti. Atvinnulífið hefur verið fjandsamlegt öryrkjum. Nauðsynlegt er að aðstoða sem flesta öryrkja við að komast út í atvinnulífið á ný. En til þess að svo geti orðið þurfa atvinnurekendur að vera jákvæðir gagnvart öryrkjum og þeim, sem misst hafa starfsorkuna að einhverju leyti. Æskilegt væri, að atvinnurekendur byðu öryrkjum hlutastörf. Það gildir það sama um öryrkja og eldri borgara: Lífeyrir almannatrygginga, sem öryrkjar fá, er of lágur og dugar ekki til framfærslu.Hverjir eru að fá bætur? Ég tel, að lífeyrisþegar séu ekki með bætur heldur lífeyri. En það eru hins vegar aðrir á Íslandi, sem eru að fá bætur í dag: Fyrst og fremst eru það þeir, sem fá afnot af auðlindum þjóðarinnar án þess að greiða fullt afgjald fyrir. Þar vil ég fyrst nefna útgerðarmenn, sem greiða alltof lágt afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem er sameign þjóðarinnar. Veiðigjöldin voru lækkuð mikið. Á sama tíma og fjármuni vantar til þess að greiða öldruðum og öryrkjum nægilega háan lífeyri er ótækt að létt sé gjöldum af útgerðinni. Afgjöldin voru síst of há. Íslenska þjóðin á að fá eðlileg afgjöld af auðlindum sínum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar