FIFA: Suður-Afríka greiddi rúman milljarð fyrir HM 2010 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2016 12:15 Jack Warner er talinn einn sá allra spilltasti í heimsknattspyrnunni. Vísir/Getty Alþjóðaknattpsyrnusambandið, FIFA, hefur lagt fram kærur í New York á hendur fyrrum embættismanna sambandsins fyrir að þiggja mútur og stela pening frá sambandinu. Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti heildarupphæðin sem FIFA vill fá í skaðabætur um 190 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 24 milljarða króna. Meðal þeirra sem FIFA kærði eru Jack Warner, fyrrum varaforseti og forseti CONCACAF [Knattspyrnusamband Norður- og miðameríku], Jeffrey Webb, sem gegndi sömu embættum, og Chuck Blazer, fyrrum framkvæmdastjóri CONCACAF. Sjá einnig: Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Fram kemur í sömu skjölum að FIFA telur að Knattspyrnusamband Suður-Afríku hafi greitt tíu milljónir Bandaríkjadala, rúman milljarð króna, í mútur til að tryggja sér HM 2010. Sá peningur mun hafa skilað sér til Warner, Blazer og þriðja meðlims framkvæmdastjórnar FIFA. Peningurinn fór í gegnum FIFA, dulbúinn sem fjárhagsaðstoð fyrir knattspyrnuna í karabíska hafinu. „Það er nú ljóst að margir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar misnotuðu aðstöðu sína og seldu atkvæði sín margsinnis,“ sagði í kærunni frá FIFA. Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Ljóst er að það var einnig spilling í tengslum við kosninguna á HM 2018 og 2022, sem fara fram í Rússlandi og Katar, en FIFA hefur samt sem áður sagt að þeim keppnum verði ekki breytt úr þessu. Gianni Infantino, nýkjörinn forseti FIFA, segir að málið verði sótt fram af hörku og að hann sé þess fullviss um að réttlætinu verði fullnægt, enda hafi þessar fjárhæðir verið ætlaðar uppbyggingu knattspyrnunnar á heimsvísu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00 Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00 Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Alþjóðaknattpsyrnusambandið, FIFA, hefur lagt fram kærur í New York á hendur fyrrum embættismanna sambandsins fyrir að þiggja mútur og stela pening frá sambandinu. Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti heildarupphæðin sem FIFA vill fá í skaðabætur um 190 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 24 milljarða króna. Meðal þeirra sem FIFA kærði eru Jack Warner, fyrrum varaforseti og forseti CONCACAF [Knattspyrnusamband Norður- og miðameríku], Jeffrey Webb, sem gegndi sömu embættum, og Chuck Blazer, fyrrum framkvæmdastjóri CONCACAF. Sjá einnig: Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Fram kemur í sömu skjölum að FIFA telur að Knattspyrnusamband Suður-Afríku hafi greitt tíu milljónir Bandaríkjadala, rúman milljarð króna, í mútur til að tryggja sér HM 2010. Sá peningur mun hafa skilað sér til Warner, Blazer og þriðja meðlims framkvæmdastjórnar FIFA. Peningurinn fór í gegnum FIFA, dulbúinn sem fjárhagsaðstoð fyrir knattspyrnuna í karabíska hafinu. „Það er nú ljóst að margir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar misnotuðu aðstöðu sína og seldu atkvæði sín margsinnis,“ sagði í kærunni frá FIFA. Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Ljóst er að það var einnig spilling í tengslum við kosninguna á HM 2018 og 2022, sem fara fram í Rússlandi og Katar, en FIFA hefur samt sem áður sagt að þeim keppnum verði ekki breytt úr þessu. Gianni Infantino, nýkjörinn forseti FIFA, segir að málið verði sótt fram af hörku og að hann sé þess fullviss um að réttlætinu verði fullnægt, enda hafi þessar fjárhæðir verið ætlaðar uppbyggingu knattspyrnunnar á heimsvísu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00 Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00 Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45
Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00
Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00
Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00