FH með næstflest stig í Olís-deildinni eftir EM-fríið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 13:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Ernir FH-ingar fögnuðu sex marka sigri á Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi og komust fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar.FH-liðið hefur tekið algjörum stakkaskiptum á nýju ári en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Nú er svo komið að það eru aðeins deildarmeistarar Hauka sem hafa fengið fleiri stig en FH í þeim sex umferðum sem hafa verið spilaðar eftir að Olís-deildin fór aftur í gang eftir Evrópukeppnina í Póllandi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, nýtti greinilega sjö vikna fríið yfir jól, áramót og EM til að bæta leik sinna manna til mikilla muna. FH-liðið fékk "aðeins" fjórtán stig út út 18 leikjum sínum fyrir áramót og markatala liðsins var 51 mark í mínus (445-496). Á árinu 2016 hafa FH-ingar aftur á móti náð í 9 stig af 12 mögulegum og markatalan er 20 mörk í plús (155-135). Það er mikill munur á varnarleik FH-liðsins, liðið fékk á sig 27,6 mörk í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 22,5 mörk í leik á árinu 2016. Synir tveggja fyrrum landsliðsmanna eiga líka mikinn þátt í uppkomu FH-liðsins eftir áramót. Annar er hinn sextán ára sonur Kristjáns Arasonar, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefur fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hinn er línumaðurinn Ágúst Birgisson, sonur Birgis Sigurðssonar, sem kom til liðsins frá Aftureldingu. Ágúst er öflugur varnarmaður og hefur einnig skorað 19 mörk í fyrstu sex leikjum sínum með FH.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/ErnirFH-ingar hafa sýnt styrk sinn í síðustu tveimur leikjum við deildarmeistara Hauka en í þeim fengu þeir þrjú stig. Það eru einu stigin sem Haukar hafa tapað síðan um miðjan október en Haukar hafa unnið þrettán deildarleiki í röð á móti liðum sem eru ekki frá Hafnarfirði. Mótherjar FH í gær, lið Fram úr Safamýri, hefur aftur á móti verið í miklum vandræðum eftir EM-fríið enda hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex leikjum sínum. Fram er ennþá í sjöunda sæti og verður með í úrslitakeppninni.Stig liða eftir EM-fríið: Haukar 11 FH 9 Valur 7 Afturelding 7 ÍBV 6 Grótta 6 ÍR 5 Akureyri 3 Vikingur 3 Fram 1Leikir FH-ingar eftir EM-fríið:FH - Víkingur 27-22 +5 ÍBV - FH 20-19 -1 FH - Akureyri 26-21 +5 Valur - FH 23-28 +5 Haukar - FH 26-26 0 Fram - FH 23-29 +6 Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
FH-ingar fögnuðu sex marka sigri á Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi og komust fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar.FH-liðið hefur tekið algjörum stakkaskiptum á nýju ári en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Nú er svo komið að það eru aðeins deildarmeistarar Hauka sem hafa fengið fleiri stig en FH í þeim sex umferðum sem hafa verið spilaðar eftir að Olís-deildin fór aftur í gang eftir Evrópukeppnina í Póllandi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, nýtti greinilega sjö vikna fríið yfir jól, áramót og EM til að bæta leik sinna manna til mikilla muna. FH-liðið fékk "aðeins" fjórtán stig út út 18 leikjum sínum fyrir áramót og markatala liðsins var 51 mark í mínus (445-496). Á árinu 2016 hafa FH-ingar aftur á móti náð í 9 stig af 12 mögulegum og markatalan er 20 mörk í plús (155-135). Það er mikill munur á varnarleik FH-liðsins, liðið fékk á sig 27,6 mörk í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 22,5 mörk í leik á árinu 2016. Synir tveggja fyrrum landsliðsmanna eiga líka mikinn þátt í uppkomu FH-liðsins eftir áramót. Annar er hinn sextán ára sonur Kristjáns Arasonar, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefur fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hinn er línumaðurinn Ágúst Birgisson, sonur Birgis Sigurðssonar, sem kom til liðsins frá Aftureldingu. Ágúst er öflugur varnarmaður og hefur einnig skorað 19 mörk í fyrstu sex leikjum sínum með FH.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/ErnirFH-ingar hafa sýnt styrk sinn í síðustu tveimur leikjum við deildarmeistara Hauka en í þeim fengu þeir þrjú stig. Það eru einu stigin sem Haukar hafa tapað síðan um miðjan október en Haukar hafa unnið þrettán deildarleiki í röð á móti liðum sem eru ekki frá Hafnarfirði. Mótherjar FH í gær, lið Fram úr Safamýri, hefur aftur á móti verið í miklum vandræðum eftir EM-fríið enda hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex leikjum sínum. Fram er ennþá í sjöunda sæti og verður með í úrslitakeppninni.Stig liða eftir EM-fríið: Haukar 11 FH 9 Valur 7 Afturelding 7 ÍBV 6 Grótta 6 ÍR 5 Akureyri 3 Vikingur 3 Fram 1Leikir FH-ingar eftir EM-fríið:FH - Víkingur 27-22 +5 ÍBV - FH 20-19 -1 FH - Akureyri 26-21 +5 Valur - FH 23-28 +5 Haukar - FH 26-26 0 Fram - FH 23-29 +6
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira