Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Karl Lúðvíksson skrifar 14. mars 2016 10:33 Sjóbirtingsveiðin hefst 1. apríl Nú eru einungis tvær vikur í að veiðin hefjist á nýjan leik en opnunardagurinn í fyrstu svæðunum er sem fyrr 1. apríl. Veiðimenn bíða eðlilega spenntir eftir fyrsta degi í veiði og það hýrnaði enn meira yfir veiðimönnum í morgun, sérstaklega á suðvesturlandi, þegar þeir fóru út í morgun og sáu að mestu auða jörð. Það munar ansi miklu að veiða á þessum fyrstu dögum án þess að vera í snjósköflum við árnar en það er víst nóg að allra veðra sé von á þessum árstíma. það eru árnar sem bjóða uppá vorveiði í sjóbirting sem opna fyrstar, að Minnivallalæk undanskildum, og samkvæmt veiðileyfasölum sem selja leyfi í þessar ár hefur salan gengið vel og mikið hefur verið bókað inní tímann eftir 1. maí sem oft er þó frekar lítið bókaður. Þetta eru þrír dagar sem marka upphaf veiðitímans á hverju voru en það er 1. apríl, sumardagurinn fyrsti en þá opna fyrstu vötnin fyrir veiðimenn, þ.e.a.s. vötnin sem eru ekki opin allt árið, og síðan er það 1. maí. Snjóþyngsl vetrarins vekja upp góðar væntingar fyrir góðu vatni í ánum í sumar og prýðileg byrjun í ánni Dee í Skotlandi eykur á bjartsýni með gott laxveiðisumar. Mest lesið Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Selá er við hundrað laxa markið Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Hollið með 71 lax í Hofsá Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði
Nú eru einungis tvær vikur í að veiðin hefjist á nýjan leik en opnunardagurinn í fyrstu svæðunum er sem fyrr 1. apríl. Veiðimenn bíða eðlilega spenntir eftir fyrsta degi í veiði og það hýrnaði enn meira yfir veiðimönnum í morgun, sérstaklega á suðvesturlandi, þegar þeir fóru út í morgun og sáu að mestu auða jörð. Það munar ansi miklu að veiða á þessum fyrstu dögum án þess að vera í snjósköflum við árnar en það er víst nóg að allra veðra sé von á þessum árstíma. það eru árnar sem bjóða uppá vorveiði í sjóbirting sem opna fyrstar, að Minnivallalæk undanskildum, og samkvæmt veiðileyfasölum sem selja leyfi í þessar ár hefur salan gengið vel og mikið hefur verið bókað inní tímann eftir 1. maí sem oft er þó frekar lítið bókaður. Þetta eru þrír dagar sem marka upphaf veiðitímans á hverju voru en það er 1. apríl, sumardagurinn fyrsti en þá opna fyrstu vötnin fyrir veiðimenn, þ.e.a.s. vötnin sem eru ekki opin allt árið, og síðan er það 1. maí. Snjóþyngsl vetrarins vekja upp góðar væntingar fyrir góðu vatni í ánum í sumar og prýðileg byrjun í ánni Dee í Skotlandi eykur á bjartsýni með gott laxveiðisumar.
Mest lesið Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Selá er við hundrað laxa markið Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Hollið með 71 lax í Hofsá Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði