Heimsins hraðasti trjádrumbur Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 10:18 Það eru ekki margir trjádrumbar sem eru á fjórum hjólum en bóndi einn í Kanada smíðaði bíl úr trjádrumbi og setti í hann rafmótora og tvær vindtúrbínur. Bíllinn er nú skráður hjá heimsmetabók Guinness sem hraðasti trjádrumbur heims en til þess þurfti eigandi hans að aka langa vegalengd í báðar áttir og náði að halda 80 km hraða, en eigandinn heldur að hægt sé að aka honum á allt að 200 til 250 km hraða. Eigandinn vildi fara vel með “bílinn” því hann verður seldur í góðgerðarmál til að safna fyrir hermenn sem hættir eru þjónustu. Meiningin í upphafi var að setja fjögur hjól undir bílinn og gera hann eins einfaldan og hægt væri með um 60 tíma vinnu, en það endaði í hundruðum klukkutíma. Sá sem prófaði bílinn í þessu myndskeiði segir að bara lyktin af bílnum sé sú allra besta sem hann hafi fundið í nýjum bíl. Furðulegri bíl hefur hann líklega aldrei prófað. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Það eru ekki margir trjádrumbar sem eru á fjórum hjólum en bóndi einn í Kanada smíðaði bíl úr trjádrumbi og setti í hann rafmótora og tvær vindtúrbínur. Bíllinn er nú skráður hjá heimsmetabók Guinness sem hraðasti trjádrumbur heims en til þess þurfti eigandi hans að aka langa vegalengd í báðar áttir og náði að halda 80 km hraða, en eigandinn heldur að hægt sé að aka honum á allt að 200 til 250 km hraða. Eigandinn vildi fara vel með “bílinn” því hann verður seldur í góðgerðarmál til að safna fyrir hermenn sem hættir eru þjónustu. Meiningin í upphafi var að setja fjögur hjól undir bílinn og gera hann eins einfaldan og hægt væri með um 60 tíma vinnu, en það endaði í hundruðum klukkutíma. Sá sem prófaði bílinn í þessu myndskeiði segir að bara lyktin af bílnum sé sú allra besta sem hann hafi fundið í nýjum bíl. Furðulegri bíl hefur hann líklega aldrei prófað.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent