Guardian: Framlag Bjarna Fel til íslensks fótbolta það mikilvægasta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2016 12:43 Bjarni Fel var andlit enska boltans á Íslandi um langt árabil. vísir/hag Árangur íslenska landsliðsins í fótbolta á undanförnum árum hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem hafa verið duglegir að fjalla um íslenska fótboltaundrið. Kastljósið hefur m.a. beinst að landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck, knattspyrnuhúsunum sem fóru að rísa upp úr síðustu aldamótum og yngri flokka starfinu hér á landi. Scott Murray fer aðra leið í grein sem birtist á vef the Guardian í dag en þar fjallar hann um áhrif Bjarna Felixsonar á íslenskan fótbolta. Bjarni var sigursæll leikmaður með KR áður en hann hóf störf sem íþróttafréttamaður á RÚV þar sem hann átti stærstan þátt í koma enska boltanum inn í stofur landsmanna.Bjarni hefur lýst leikjum fyrir KR-útvarpið á undanförnum árum.mynd/heimasíða kr„Það er ekki oft talað um Bjarna Felixson en hans framlag er sennilega það mikilvægasta af öllu,“ segir Murray í greininni og bætir því við að með því koma enska boltanum í íslenskt sjónvarp hafi Bjarni haft áhrif á kynslóðir eftir kynslóðir af íslenskum fótboltaáhugafólki og framtíðarleikmenn. „Bjarni Fel er goðsögn í lifandi lífi,“ hefur Murray eftir sagnfræðingnum og fótboltaáhugamanninum Stefáni Pálssyni. „Hann er vel liðinn og virtur. Íþróttaþátturinn hans var á dagskrá á hverjum laugardegi. Við ólumst öll upp með Bjarna.“ Í greininni ræðir Murray við Bjarna sem segir m.a. frá því hvernig hann fór að því að fylgjast með enska boltanum á sínum yngri árum. „Við höfðum takmarkaða möguleika á að fylgjast með erlendum fréttum. Við gátum hlustað á BBC World Service á stuttbylgju. Svo komu sunnudagsblöðin til Reykjavíkur og voru seld í bókabúðum á þriðjudögum. Þar gátum við lesið um leikina,“ segir Bjarni og bætir við: „Þetta var fámennur hópur furðufugla sem fylgdust með enska boltanum í þá daga. En það breyttist allt þegar Ríkissjónvarpið kom til sögunnar.“Bjarni Fel ásamt Valtý Birni Valtýssyni.Bjarni talar einnig um árdaga enska boltans í íslensku sjónvarpi og þróunina sem varð í þeim efnum; frá því að leikirnir voru sýndir viku gamlir með enskum þuli og yfir í beinar útsendingar en sú fyrsta var frá úrslitaleik Tottenham og Liverpool í deildarbikarnum 1982. „Íslenskir fótboltamenn lærðu mikið af enska boltanum,“ segir Bjarni. „Krakkarnir stefndu að því að vera eins leikmennirnir sem þeir sáu í sjónvarpinu.“ Í greininni ræðir Bjarni einnig um Evrópuleiki KR og Liverpool 1964 og sportbarinn í miðbæ Reykjavíkur sem er nefndur í höfuðið á honum.Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Árangur íslenska landsliðsins í fótbolta á undanförnum árum hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem hafa verið duglegir að fjalla um íslenska fótboltaundrið. Kastljósið hefur m.a. beinst að landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck, knattspyrnuhúsunum sem fóru að rísa upp úr síðustu aldamótum og yngri flokka starfinu hér á landi. Scott Murray fer aðra leið í grein sem birtist á vef the Guardian í dag en þar fjallar hann um áhrif Bjarna Felixsonar á íslenskan fótbolta. Bjarni var sigursæll leikmaður með KR áður en hann hóf störf sem íþróttafréttamaður á RÚV þar sem hann átti stærstan þátt í koma enska boltanum inn í stofur landsmanna.Bjarni hefur lýst leikjum fyrir KR-útvarpið á undanförnum árum.mynd/heimasíða kr„Það er ekki oft talað um Bjarna Felixson en hans framlag er sennilega það mikilvægasta af öllu,“ segir Murray í greininni og bætir því við að með því koma enska boltanum í íslenskt sjónvarp hafi Bjarni haft áhrif á kynslóðir eftir kynslóðir af íslenskum fótboltaáhugafólki og framtíðarleikmenn. „Bjarni Fel er goðsögn í lifandi lífi,“ hefur Murray eftir sagnfræðingnum og fótboltaáhugamanninum Stefáni Pálssyni. „Hann er vel liðinn og virtur. Íþróttaþátturinn hans var á dagskrá á hverjum laugardegi. Við ólumst öll upp með Bjarna.“ Í greininni ræðir Murray við Bjarna sem segir m.a. frá því hvernig hann fór að því að fylgjast með enska boltanum á sínum yngri árum. „Við höfðum takmarkaða möguleika á að fylgjast með erlendum fréttum. Við gátum hlustað á BBC World Service á stuttbylgju. Svo komu sunnudagsblöðin til Reykjavíkur og voru seld í bókabúðum á þriðjudögum. Þar gátum við lesið um leikina,“ segir Bjarni og bætir við: „Þetta var fámennur hópur furðufugla sem fylgdust með enska boltanum í þá daga. En það breyttist allt þegar Ríkissjónvarpið kom til sögunnar.“Bjarni Fel ásamt Valtý Birni Valtýssyni.Bjarni talar einnig um árdaga enska boltans í íslensku sjónvarpi og þróunina sem varð í þeim efnum; frá því að leikirnir voru sýndir viku gamlir með enskum þuli og yfir í beinar útsendingar en sú fyrsta var frá úrslitaleik Tottenham og Liverpool í deildarbikarnum 1982. „Íslenskir fótboltamenn lærðu mikið af enska boltanum,“ segir Bjarni. „Krakkarnir stefndu að því að vera eins leikmennirnir sem þeir sáu í sjónvarpinu.“ Í greininni ræðir Bjarni einnig um Evrópuleiki KR og Liverpool 1964 og sportbarinn í miðbæ Reykjavíkur sem er nefndur í höfuðið á honum.Greinina má lesa með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti