Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur 31-35 | Víkingar fóru illa með Eyjamenn Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 23. mars 2016 22:00 Vísir Fallnir Víkingar unnu Eyjamenn með fjögurra marka mun úti í Eyjum í kvöld. Lokatölur voru 31-35 en Víkingar leiddu leikinn frá 36. mínútu. Þetta var mögulega lélegasti leikur ÍBV í nokkur ár en Víkingar hittu á frábæran dag. Varnarlega voru Eyjamenn gjörsamlega fjarverandi og í raun óskiljanlegt að lið eins og Víkingur skori 35 mörk í dag. Víkingar hafa þrisvar skorað yfir 27 mörk í leik í deildinni. Tvö af þeim skiptum voru gegn ÍBV og virðast þeir því vera með einhverjar töfralausnir gegn vörn ÍBV. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og virtust þeir ætla að vinna öruggan sigur á Víkingum. Þeir voru fjórum mörkum yfir eftir átta mínútna leik en þá tóku gestirnir leikhlé. Þeim tókst að jafna leikinn og eftir það var jafnræði í leiknum fram að hálfleik. Arnar Gauti Grettisson lék frábærlega í fyrri hálfleik gegn sínum gömlu félögum og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum. Hann fékk að sitja á bekknum restina af leiknum en lenti í einu skemmtilegu atviki með dómara leiksins. Þar unnu Víkingar boltann og gáfu á Arnar sem virtist vera kominn fram völlinn. Þar var þó Hafsteinn Ingibergsson dómari leiksins að þvælast fyrir honum og felldi Arnar. Arnar var ekki sáttur en Hafsteinn vildi skella sökinni á Arnar og sagði honum að standa upp. Víkingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en sú forysta var fljót að fara í upphafi síðari hálfleiks. Þar mættu Eyjamenn aftur af miklum krafti og voru ekki lengi að eyða forskoti gestanna. Þá gáfu gestirnir í og tóku forystuna á nýjan leik, þeir létu hana aldrei af hendi það sem eftir lifði leiks. Víkingar fengu dauðafæri í hverri einustu sókn sem þeir fóru í, markvarsla Eyjamanna var í algjöru lágmarki og skipti engu máli hvernig Víkingar skutu á markið. Þeir héldu alltaf 2-4 marka forystu og var í raun erfitt að sjá hvort liðið væri löngu fallið og hverjir væru að berjast um 3. sæti deildarinnar. Gestirnir leiddu með fimm mörkum þegar Sindri Haraldsson fékk reisupassann. Hann gerði sig þá sekan um það að fara harkalega í andlitið á Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni sem hafði lagt upp mark fyrir Víkinga. Jóhann Reynir var frábær í leiknum en hann skoraði tíu mörk úr tólf skotum, sex þeirra komu úr vítaköstum og nýtti hann öll víti sín í leiknum. Hlynur Óttarsson átti einnig frábæran leik en hann spilaði frábærlega í hægra horni Víkinga. Hann skoraði sex mörk úr þeim níu skotum sem hann tók. Eyjamenn ætluðu að sprengja leikinn upp undir lokin og tóku því nokkra leikmenn Víkinga úr umferð. Víkingar spiluðu vel út úr því en þeir fengu ótal dauðafæri á lokamínútum leiksins. Eyjamenn svöruðu oftar en ekki með marki en það var þó ekki nóg. Víkingar vinna sinn fjórða sigur og Eyjamenn eru í erfiðri stöðu í 4. sæti deildarinnar, með sigri tryggir liðið sér þriðja sæti deildarinnar í lokaumferðinni þegar þeir sækja Mosfellinga heim.Ágúst Jóhannsson: Besti leikur okkar á tímabilinu „Ég er gríðarlega ánægður með strákana, góður leikur hjá þeim og sóknarleikurinn var frábær,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, eftir sterkan sigur úti í Eyjum. „Við fáum dauðafæri í hverri einustu sókn, spilum stóran hluta leiksins með aukamann. Við opnum þá í hverri einustu sókn og skorum 36 mörk, ég er mjög sáttur við að ná í þennan sigur,“ sagði Ágúst en liðið skoraði þó einungis 35 mörk sem er yfirdrifið nóg. Aðspurður hvort þetta væri besti leikur Ágústar hafði hann þetta að segja. „Við erum búnir að vera góðir eftir áramót og náð í mikið af stigum. Sóknarlega er þetta okkar langbesti leikur, á erfiðum útivelli er þetta heilt yfir besti leikurinn.“ „Menn voru rólegir á boltanum, voru að finna mennina, voru afslappaðir. Það var ekkert rugl, við vorum ekki að reyna einhverja 50/50 bolta. Menn voru að vinna vel úr stöðunum og við vorum fljótir að skipta og fengum ekki hraðaupphlaup á okkur í bakið.“ Það var erfitt að sjá á liðunum hvort liðið væri að fara í úrslitakeppni og hvort væri fallið. „Þetta er pínu grátlegt að við séum að fara niður. Við höfum verið á góðri siglingu eftir áramót loksins þegar við erum komnir með alla okkar menn. Svona er staðan og við erum í ákveðnu uppbyggingarferli sem félag.“ Er Ágúst bjartsýnn á að halda leikmönnum fyrir næsta tímabil? „Flest allir leikmennirnir eru samningsbundnir félaginu og ég geri ráð fyrir því að það verði litlar breytingar gerðar á liðinu.“Arnar: Enginn heimsendir að tapa þessum leik „Ég sé þetta eins og ég óttaðist hvað mest. Við mætum föllnum Víkingum sem höfðu engu að tapa, gátu komið inn ferskir og flottir og við ekki tilbúnir í það,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir tap gegn föllnum Víkingum í Eyjum. „Ég er ósáttur við hvernig við mætum með varnarleikinn. Við spilum frábærlega í seinni hálfleik gegn Akureyri á sunnudaginn. Mistökin eru hjá mér að ná mönnum ekki niður eftir þann góðan leik til að undirbúa þá fyrir þennan.“ Er Arnar ósáttur með framlag lykilmanna þegar litið er yfir tímabilið? „Aggi er nýkominn inn í þetta og ég er ekki ósáttur með hann. Ég er ekki ósáttur með strákana, við erum í bullandi veseni með meiðsli og annað, það er ákveðin afsökun en ekki fyrir þessu varnarleysi í dag. Það er bullandi vanmat í gangi held ég, ég tek það á mig.“ „Ég átti að ná mönnum niður og gera þeim grein fyrir því að við værum að mæta alvöru liði sem hafði engu að tapa og naut þess að spila á móti okkur í dag.“ Hvað þarf liðið að gera fyrir úrslitakeppnina? „Við þurfum að halda áfram að spila eins og við gerðum á Akureyri. Það er enginn heimsendir að tapa þessu og erum enn í bullandi séns á að ná þriðja sætinu við þurufm að vinna Aftureldingu eftir viku.“ „Við förum í naflaskoðun eftir þetta tap og gerum betur í næsta leik.“ Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Fallnir Víkingar unnu Eyjamenn með fjögurra marka mun úti í Eyjum í kvöld. Lokatölur voru 31-35 en Víkingar leiddu leikinn frá 36. mínútu. Þetta var mögulega lélegasti leikur ÍBV í nokkur ár en Víkingar hittu á frábæran dag. Varnarlega voru Eyjamenn gjörsamlega fjarverandi og í raun óskiljanlegt að lið eins og Víkingur skori 35 mörk í dag. Víkingar hafa þrisvar skorað yfir 27 mörk í leik í deildinni. Tvö af þeim skiptum voru gegn ÍBV og virðast þeir því vera með einhverjar töfralausnir gegn vörn ÍBV. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og virtust þeir ætla að vinna öruggan sigur á Víkingum. Þeir voru fjórum mörkum yfir eftir átta mínútna leik en þá tóku gestirnir leikhlé. Þeim tókst að jafna leikinn og eftir það var jafnræði í leiknum fram að hálfleik. Arnar Gauti Grettisson lék frábærlega í fyrri hálfleik gegn sínum gömlu félögum og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum. Hann fékk að sitja á bekknum restina af leiknum en lenti í einu skemmtilegu atviki með dómara leiksins. Þar unnu Víkingar boltann og gáfu á Arnar sem virtist vera kominn fram völlinn. Þar var þó Hafsteinn Ingibergsson dómari leiksins að þvælast fyrir honum og felldi Arnar. Arnar var ekki sáttur en Hafsteinn vildi skella sökinni á Arnar og sagði honum að standa upp. Víkingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en sú forysta var fljót að fara í upphafi síðari hálfleiks. Þar mættu Eyjamenn aftur af miklum krafti og voru ekki lengi að eyða forskoti gestanna. Þá gáfu gestirnir í og tóku forystuna á nýjan leik, þeir létu hana aldrei af hendi það sem eftir lifði leiks. Víkingar fengu dauðafæri í hverri einustu sókn sem þeir fóru í, markvarsla Eyjamanna var í algjöru lágmarki og skipti engu máli hvernig Víkingar skutu á markið. Þeir héldu alltaf 2-4 marka forystu og var í raun erfitt að sjá hvort liðið væri löngu fallið og hverjir væru að berjast um 3. sæti deildarinnar. Gestirnir leiddu með fimm mörkum þegar Sindri Haraldsson fékk reisupassann. Hann gerði sig þá sekan um það að fara harkalega í andlitið á Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni sem hafði lagt upp mark fyrir Víkinga. Jóhann Reynir var frábær í leiknum en hann skoraði tíu mörk úr tólf skotum, sex þeirra komu úr vítaköstum og nýtti hann öll víti sín í leiknum. Hlynur Óttarsson átti einnig frábæran leik en hann spilaði frábærlega í hægra horni Víkinga. Hann skoraði sex mörk úr þeim níu skotum sem hann tók. Eyjamenn ætluðu að sprengja leikinn upp undir lokin og tóku því nokkra leikmenn Víkinga úr umferð. Víkingar spiluðu vel út úr því en þeir fengu ótal dauðafæri á lokamínútum leiksins. Eyjamenn svöruðu oftar en ekki með marki en það var þó ekki nóg. Víkingar vinna sinn fjórða sigur og Eyjamenn eru í erfiðri stöðu í 4. sæti deildarinnar, með sigri tryggir liðið sér þriðja sæti deildarinnar í lokaumferðinni þegar þeir sækja Mosfellinga heim.Ágúst Jóhannsson: Besti leikur okkar á tímabilinu „Ég er gríðarlega ánægður með strákana, góður leikur hjá þeim og sóknarleikurinn var frábær,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, eftir sterkan sigur úti í Eyjum. „Við fáum dauðafæri í hverri einustu sókn, spilum stóran hluta leiksins með aukamann. Við opnum þá í hverri einustu sókn og skorum 36 mörk, ég er mjög sáttur við að ná í þennan sigur,“ sagði Ágúst en liðið skoraði þó einungis 35 mörk sem er yfirdrifið nóg. Aðspurður hvort þetta væri besti leikur Ágústar hafði hann þetta að segja. „Við erum búnir að vera góðir eftir áramót og náð í mikið af stigum. Sóknarlega er þetta okkar langbesti leikur, á erfiðum útivelli er þetta heilt yfir besti leikurinn.“ „Menn voru rólegir á boltanum, voru að finna mennina, voru afslappaðir. Það var ekkert rugl, við vorum ekki að reyna einhverja 50/50 bolta. Menn voru að vinna vel úr stöðunum og við vorum fljótir að skipta og fengum ekki hraðaupphlaup á okkur í bakið.“ Það var erfitt að sjá á liðunum hvort liðið væri að fara í úrslitakeppni og hvort væri fallið. „Þetta er pínu grátlegt að við séum að fara niður. Við höfum verið á góðri siglingu eftir áramót loksins þegar við erum komnir með alla okkar menn. Svona er staðan og við erum í ákveðnu uppbyggingarferli sem félag.“ Er Ágúst bjartsýnn á að halda leikmönnum fyrir næsta tímabil? „Flest allir leikmennirnir eru samningsbundnir félaginu og ég geri ráð fyrir því að það verði litlar breytingar gerðar á liðinu.“Arnar: Enginn heimsendir að tapa þessum leik „Ég sé þetta eins og ég óttaðist hvað mest. Við mætum föllnum Víkingum sem höfðu engu að tapa, gátu komið inn ferskir og flottir og við ekki tilbúnir í það,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir tap gegn föllnum Víkingum í Eyjum. „Ég er ósáttur við hvernig við mætum með varnarleikinn. Við spilum frábærlega í seinni hálfleik gegn Akureyri á sunnudaginn. Mistökin eru hjá mér að ná mönnum ekki niður eftir þann góðan leik til að undirbúa þá fyrir þennan.“ Er Arnar ósáttur með framlag lykilmanna þegar litið er yfir tímabilið? „Aggi er nýkominn inn í þetta og ég er ekki ósáttur með hann. Ég er ekki ósáttur með strákana, við erum í bullandi veseni með meiðsli og annað, það er ákveðin afsökun en ekki fyrir þessu varnarleysi í dag. Það er bullandi vanmat í gangi held ég, ég tek það á mig.“ „Ég átti að ná mönnum niður og gera þeim grein fyrir því að við værum að mæta alvöru liði sem hafði engu að tapa og naut þess að spila á móti okkur í dag.“ Hvað þarf liðið að gera fyrir úrslitakeppnina? „Við þurfum að halda áfram að spila eins og við gerðum á Akureyri. Það er enginn heimsendir að tapa þessu og erum enn í bullandi séns á að ná þriðja sætinu við þurufm að vinna Aftureldingu eftir viku.“ „Við förum í naflaskoðun eftir þetta tap og gerum betur í næsta leik.“
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira