Volkswagen væntir mikillar söluaukningar með nýjum Tiguan Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 09:18 Ný kynslóð Volkswagen Tiguan. Í þessum mánuði kemur ný kynslóð Tiguan jepplingsins á markað í Evrópu og væntir Volkswagen talsverðrar söluaukningar frá sama mánuði á síðasta ári. Sala Volkswagen bíla jókst um 3,7% í Evrópu í febrúar en söluminnkun í janúar takmarkaði söluaukninguna samtals á árinu í 0,3%. Volkswagen Tiguan jepplingurinn var næstsöluhæsti jepplingurinn í álfunni í fyrra á eftir Nissan Qashqai og seldust af honum 148.940 eintök og minnkaði salan um 1,3% á milli ára, enda síðasta kynslóð komin til ára sinni. Vænta má þess að sala Tiguan verði öllu meiri í ár með tilkomu nýrrar kynslóðar. Volkswagen hefur nú þegar fengið 10.000 pantanir í Tiguan, án þess að viðskiptavinir hafi séð bílinn, nema þeir sem gerðu sér ferð á bílasýninguna í Frankfürt í haust. Nýir bílar Volkswagen á fjarlægari mörkuðum, eins og nýjum Gol í Brasilíu, hinum stóra Phideon í Kína og Ameo fyrir Indlandsmarkað gæti líka hafið upp sölu Volkswagen á heimsvísu á næstu mánuðum. Þetta ár gæti því orðið ágætasta söluár hjá Volkswagen þrátt fyrir dísilvélasvindlið og minnkandi sölu í Bandaríkjunum í kjölfarið. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent
Í þessum mánuði kemur ný kynslóð Tiguan jepplingsins á markað í Evrópu og væntir Volkswagen talsverðrar söluaukningar frá sama mánuði á síðasta ári. Sala Volkswagen bíla jókst um 3,7% í Evrópu í febrúar en söluminnkun í janúar takmarkaði söluaukninguna samtals á árinu í 0,3%. Volkswagen Tiguan jepplingurinn var næstsöluhæsti jepplingurinn í álfunni í fyrra á eftir Nissan Qashqai og seldust af honum 148.940 eintök og minnkaði salan um 1,3% á milli ára, enda síðasta kynslóð komin til ára sinni. Vænta má þess að sala Tiguan verði öllu meiri í ár með tilkomu nýrrar kynslóðar. Volkswagen hefur nú þegar fengið 10.000 pantanir í Tiguan, án þess að viðskiptavinir hafi séð bílinn, nema þeir sem gerðu sér ferð á bílasýninguna í Frankfürt í haust. Nýir bílar Volkswagen á fjarlægari mörkuðum, eins og nýjum Gol í Brasilíu, hinum stóra Phideon í Kína og Ameo fyrir Indlandsmarkað gæti líka hafið upp sölu Volkswagen á heimsvísu á næstu mánuðum. Þetta ár gæti því orðið ágætasta söluár hjá Volkswagen þrátt fyrir dísilvélasvindlið og minnkandi sölu í Bandaríkjunum í kjölfarið.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent