Brunná opnaði með góðri veiði um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 4. apríl 2016 08:57 Mattías með fallegan urriða úr Litluá í Keldum Mynd: www.veida.is Sjóbirtingsveiðin var heilt yfir mjög góð um helgina og það virðist sem mikið af fiski sé í ánum sem gefur vonir til að tímabilið standi langt inní maí. Ein af þeim ám sem opnaði um helgina var Brunná og það er óhætt að segja að veiðin hafi farið vel af stað í henni. Mattías Þór Hákonarson var þar við veiðar ásamt félögum sínum og lönduðu þeir í heildina 32 fiskum af öllum toga. Bleikjur, urriðar, sjóbirtingar og einn lax. Norðurlandið virðist fara vel af stað, a.m.k. helstu svæðin en sannkölluð mokveiði hefur verið í Litluá í Keldum en veiðin í henni er að nálgast 200 fiska strax á þessari fyrstu helgi. Það er ennþá möguleiki fyrir veiðimenn að komast í Litluá en upplýsingar um veiði, veiðitilhögun ásamt upplýsingum um laus veiðileyfi má finna hér. Mest lesið Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði
Sjóbirtingsveiðin var heilt yfir mjög góð um helgina og það virðist sem mikið af fiski sé í ánum sem gefur vonir til að tímabilið standi langt inní maí. Ein af þeim ám sem opnaði um helgina var Brunná og það er óhætt að segja að veiðin hafi farið vel af stað í henni. Mattías Þór Hákonarson var þar við veiðar ásamt félögum sínum og lönduðu þeir í heildina 32 fiskum af öllum toga. Bleikjur, urriðar, sjóbirtingar og einn lax. Norðurlandið virðist fara vel af stað, a.m.k. helstu svæðin en sannkölluð mokveiði hefur verið í Litluá í Keldum en veiðin í henni er að nálgast 200 fiska strax á þessari fyrstu helgi. Það er ennþá möguleiki fyrir veiðimenn að komast í Litluá en upplýsingar um veiði, veiðitilhögun ásamt upplýsingum um laus veiðileyfi má finna hér.
Mest lesið Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði