Vorveiðin fer vel af stað þrátt fyrir óhagstætt veður Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2016 15:30 Veiðitímabilið hófst í gær og það er nokkuð sama hvar drepið er niður fæti fréttir frá veiðisvæðunum er yfirleitt góðar. Eitt af þeim svæðum sem kannski stendur upp úr eins og er telst líklega mokveiðin í Litluá í Keldum en þar var landað 76 fiskum á fyrsta degi en af því voru 10 bleikjur en hitt var allt urriði og sjóbirtingur. Litlaá hefur vaxið mikið sem veiðisvæði, ekki að það hafi verið slæmt fyrir, eftir að veiðimenn fóru að sleppa fiski og það er greinilega að skila mjög góðum árangri því meðalþyngd síðustu 5 ára hefur ekkert gert nema hækkað. En það er annað svæði sem toppaði þessa veiði og það var opnunin í Tungulæk en þar veiddust 80 fiskar á fyrsta degi og mikið var af fiski í ánni svo þeir sem eiga daga þar framundan eru víst í góðum málum en þetta mun líklega eiga við á flestum af þeim svæðum sem við höfum heyrt frá. Í Vatnamótunum veiddust um 15 fiskar og góðar fréttir hafa verið frá fleiri svæðum fyrir austan eins og Tungufljóti og Geirlandsá sem dæmi. Veður setti ákveðið strik í reikningin víða í það minnsta hluta úr degi en það virðist ekki hafa haft mikil áhrif á veiðitölur. Það er frekar að veiðimenn hafi farið inn úr veðrinu þegar það var sem hvassast. Við eigum eftir að fá fréttir frá fleiri svæðum yfir helgina og bíðum spennt eftir þeim. Þið megið deila ykkar veiðiferðum og veiðifréttum með okkur með því að senda póst á kalli@365.is Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði
Veiðitímabilið hófst í gær og það er nokkuð sama hvar drepið er niður fæti fréttir frá veiðisvæðunum er yfirleitt góðar. Eitt af þeim svæðum sem kannski stendur upp úr eins og er telst líklega mokveiðin í Litluá í Keldum en þar var landað 76 fiskum á fyrsta degi en af því voru 10 bleikjur en hitt var allt urriði og sjóbirtingur. Litlaá hefur vaxið mikið sem veiðisvæði, ekki að það hafi verið slæmt fyrir, eftir að veiðimenn fóru að sleppa fiski og það er greinilega að skila mjög góðum árangri því meðalþyngd síðustu 5 ára hefur ekkert gert nema hækkað. En það er annað svæði sem toppaði þessa veiði og það var opnunin í Tungulæk en þar veiddust 80 fiskar á fyrsta degi og mikið var af fiski í ánni svo þeir sem eiga daga þar framundan eru víst í góðum málum en þetta mun líklega eiga við á flestum af þeim svæðum sem við höfum heyrt frá. Í Vatnamótunum veiddust um 15 fiskar og góðar fréttir hafa verið frá fleiri svæðum fyrir austan eins og Tungufljóti og Geirlandsá sem dæmi. Veður setti ákveðið strik í reikningin víða í það minnsta hluta úr degi en það virðist ekki hafa haft mikil áhrif á veiðitölur. Það er frekar að veiðimenn hafi farið inn úr veðrinu þegar það var sem hvassast. Við eigum eftir að fá fréttir frá fleiri svæðum yfir helgina og bíðum spennt eftir þeim. Þið megið deila ykkar veiðiferðum og veiðifréttum með okkur með því að senda póst á kalli@365.is
Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði