Vika ársins Berglind Pétursdóttir skrifar 11. apríl 2016 00:00 Sigmundur, Bjarni, Tortóla, bjúgu, Panama, bananar, Dorrit í geimnum og allt það. Muniði? Síðasta vika var svo ógeðslega sturluð að allar hinar 1.408 vikur lífs míns blikna í samanburði. Mörg kvöld í röð fór ég að sofa með stingandi sársauka í sjáöldrum eftir að hafa starað látlaust á fréttir á tölvu- og símaskjá til skiptis frá því að vekjaraklukkan hringdi. Ef ég skrapp í ræktina í hádeginu og missti 40 mínútur úr fréttaflutningi var ég allt í einu ekkert inni í málunum lengur, ég tala nú ekki um þegar ég varði heilli kvöldstund í leikhúsi og þurfti að slökkva á símanum á meðan. Veit þetta leikhúsfólk ekki að hér varð Panamaskandall? Það var ábyggilega krefjandi að vera uppi á steinöld en ég held að það sé erfiðara að vera til á gervihnattaöld. Á steinöld voru engin notifications og ég leyfi mér að efast um að hellisbúar hafi þjáðst af FOMO-heilkenninu, sem felst í að manni líður alltaf eins og maður sé að missa af einhverju. Hvernig komust samfélög samt í gegnum erfiða tíma fyrir tíma samfélagsmiðla og Twitter-gríns? Það var svo mikil huggun í því að geta kíkt á Twitter og séð að öllum hinum fannst þessar þingmannalygar algjört kjaftæði líka. Án þess hefði mér líklega liðið eins og ég væri að sturlast. En ég er alveg merkilega létt, þótt ég sé brjáluð, þið vitið. Þetta Panamadæmi er alveg glatað frá A-Ö en það er að minnsta kosti hægt að brosa í gegnum tárin sem frussast út. Við grínum okkur í gegnum þetta, á milli þess sem við mætum á mótmæli og reynum að skilja hvern fjandann við gerðum af okkur til að eiga svo óskammfeilna framkomu skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Panama-skjölin Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun
Sigmundur, Bjarni, Tortóla, bjúgu, Panama, bananar, Dorrit í geimnum og allt það. Muniði? Síðasta vika var svo ógeðslega sturluð að allar hinar 1.408 vikur lífs míns blikna í samanburði. Mörg kvöld í röð fór ég að sofa með stingandi sársauka í sjáöldrum eftir að hafa starað látlaust á fréttir á tölvu- og símaskjá til skiptis frá því að vekjaraklukkan hringdi. Ef ég skrapp í ræktina í hádeginu og missti 40 mínútur úr fréttaflutningi var ég allt í einu ekkert inni í málunum lengur, ég tala nú ekki um þegar ég varði heilli kvöldstund í leikhúsi og þurfti að slökkva á símanum á meðan. Veit þetta leikhúsfólk ekki að hér varð Panamaskandall? Það var ábyggilega krefjandi að vera uppi á steinöld en ég held að það sé erfiðara að vera til á gervihnattaöld. Á steinöld voru engin notifications og ég leyfi mér að efast um að hellisbúar hafi þjáðst af FOMO-heilkenninu, sem felst í að manni líður alltaf eins og maður sé að missa af einhverju. Hvernig komust samfélög samt í gegnum erfiða tíma fyrir tíma samfélagsmiðla og Twitter-gríns? Það var svo mikil huggun í því að geta kíkt á Twitter og séð að öllum hinum fannst þessar þingmannalygar algjört kjaftæði líka. Án þess hefði mér líklega liðið eins og ég væri að sturlast. En ég er alveg merkilega létt, þótt ég sé brjáluð, þið vitið. Þetta Panamadæmi er alveg glatað frá A-Ö en það er að minnsta kosti hægt að brosa í gegnum tárin sem frussast út. Við grínum okkur í gegnum þetta, á milli þess sem við mætum á mótmæli og reynum að skilja hvern fjandann við gerðum af okkur til að eiga svo óskammfeilna framkomu skilið.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun