Conor McGregor „kvaddi“ UFC með flöskuborði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 14:29 Daníel Örn og fleiri fengu mynd af sér með Conor á Vegamótum á miðvikudagskvöldið. Bardagakappinn Conor McGregor og félagar hans í bardagaíþróttafélaginu Mjölni voru heldur betur í gírnum á miðvikudagskvöldið. Í annað skiptið á þremur dögum var viðkomustaður írska bardagakappans skemmtistaðurinn Vegamót en hann snæddi þar á mánudagsskvöldið eins og Vísir greindi frá. Conor virtist í góðu stuði á mánudagskvöldið, gaf sig á tal við aðdáendur í miðbænum og hringsólaði í kringum einn þeirra og vísaði í lag með Kanye West. Sólarhring síðar tilkynnti hann að hann væri hættur í UFC. Uppi var fótur og fit í UFC-heiminum og sýndist sitt hverjum. Töldu margir að fregnunum ætti að taka með fyrirvara. Dana White, eigandi UFC, dró Conor út úr UFC-200 bardagakvöldinu og sagði Conor hafa neitað að mæta til Las Vegas í kynningarskyni á laugardaginn. Þeir Dana og Conor eiga greinilega ýmislegt órætt og ekki öll kurl komin til grafar. Í miðri hringavitleysunni skellti Conor McGregor sér með Jóni Viðar Arnþórssyni og fleiri félögum á Vegamót. Hópurinn lyfti sér upp og pantaði flöskuborð. Með flöskuborði er átt við að greidd er tiltölulega há greiðsla fyrir borð á góðum stað sem með fylgja flöskur af sterku áfengi og drykkjum til að blanda með. Síðan hefur Conor sent UFC skýr skilaboð. Hann er tilbúinn að berjast en vill ekki þurfa að taka jafn mikinn þátt og áður í að kynna UFC. MMA Tengdar fréttir Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga? John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor, lét í sér heyra á Twitter eftir yfirlýsinguna hjá Conor áðan. 21. apríl 2016 15:22 Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Írinn Conor McGregor sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segist ekki vera formlega hættur í MMA og segist enn vera til í að keppa í sumar. Málið er samt ekki svo einfalt að hann sé á leið út til Las Vegas í dag og allt sé í góðu. 21. apríl 2016 15:02 Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik Conor McGregor er að spila skák við UFC þessa dagana og hann sendi þeim skilaboð með mynd frá Íslandi um miðnæturleytið. 22. apríl 2016 07:27 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Bardagakappinn Conor McGregor og félagar hans í bardagaíþróttafélaginu Mjölni voru heldur betur í gírnum á miðvikudagskvöldið. Í annað skiptið á þremur dögum var viðkomustaður írska bardagakappans skemmtistaðurinn Vegamót en hann snæddi þar á mánudagsskvöldið eins og Vísir greindi frá. Conor virtist í góðu stuði á mánudagskvöldið, gaf sig á tal við aðdáendur í miðbænum og hringsólaði í kringum einn þeirra og vísaði í lag með Kanye West. Sólarhring síðar tilkynnti hann að hann væri hættur í UFC. Uppi var fótur og fit í UFC-heiminum og sýndist sitt hverjum. Töldu margir að fregnunum ætti að taka með fyrirvara. Dana White, eigandi UFC, dró Conor út úr UFC-200 bardagakvöldinu og sagði Conor hafa neitað að mæta til Las Vegas í kynningarskyni á laugardaginn. Þeir Dana og Conor eiga greinilega ýmislegt órætt og ekki öll kurl komin til grafar. Í miðri hringavitleysunni skellti Conor McGregor sér með Jóni Viðar Arnþórssyni og fleiri félögum á Vegamót. Hópurinn lyfti sér upp og pantaði flöskuborð. Með flöskuborði er átt við að greidd er tiltölulega há greiðsla fyrir borð á góðum stað sem með fylgja flöskur af sterku áfengi og drykkjum til að blanda með. Síðan hefur Conor sent UFC skýr skilaboð. Hann er tilbúinn að berjast en vill ekki þurfa að taka jafn mikinn þátt og áður í að kynna UFC.
MMA Tengdar fréttir Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga? John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor, lét í sér heyra á Twitter eftir yfirlýsinguna hjá Conor áðan. 21. apríl 2016 15:22 Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Írinn Conor McGregor sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segist ekki vera formlega hættur í MMA og segist enn vera til í að keppa í sumar. Málið er samt ekki svo einfalt að hann sé á leið út til Las Vegas í dag og allt sé í góðu. 21. apríl 2016 15:02 Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik Conor McGregor er að spila skák við UFC þessa dagana og hann sendi þeim skilaboð með mynd frá Íslandi um miðnæturleytið. 22. apríl 2016 07:27 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga? John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor, lét í sér heyra á Twitter eftir yfirlýsinguna hjá Conor áðan. 21. apríl 2016 15:22
Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Írinn Conor McGregor sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segist ekki vera formlega hættur í MMA og segist enn vera til í að keppa í sumar. Málið er samt ekki svo einfalt að hann sé á leið út til Las Vegas í dag og allt sé í góðu. 21. apríl 2016 15:02
Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik Conor McGregor er að spila skák við UFC þessa dagana og hann sendi þeim skilaboð með mynd frá Íslandi um miðnæturleytið. 22. apríl 2016 07:27