Pinnonen kominn í hóp með Duranona og Kalandadze Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2016 11:30 Pinnonen hleður í skot. vísir/ernir Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding lagði Hauka að velli, 31-34, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Eistinn skoraði 10 mörk, mörg hver glæsileg, átti auk þess nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Pinnonen kom til Aftureldingar í byrjun árs og hefur reynst Mosfellingum vel. Eistinn, sem spilar annað hvort sem leikstjórnandi eða vinstri skytta, skoraði 50 mörk í níu leikjum í deildarkeppninni og er kominn með 39 mörk í úrslitakeppninni, flesta allra í liði Aftureldingar. Það þarf að fara aftur til ársins 2005 til að finna annan erlendan leikmann sem skoraði 10 mörk eða meira í leik í lokaúrslitum. Það var Georgíumaðurinn Tite Kalandadze sem gerði 10 mörk þegar ÍBV tapaði 31-30 fyrir Haukum í fyrsta leik lokaúrslitanna.Duranona og Geir Sveinsson á góðri stund á HM í Kumamoto 1997.vísir/ljósmyndasafn reykjavíkur/þökRaunar eru þeir bara þrír, erlendu leikmennirnir sem hafa náð að fylla tuginn í markaskorun í einum leik í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Róbert Julian Duranona náði þeim áfanga fimm sinnum með KA í lokaúrslitunum 1996 og 1997. Duranona skoraði mest 13 mörk í öðrum leiknum gegn Val 1996, einu sinni gerði hann 12 mörk og þrisvar sinnum 11 mörk. Duranona, sem er frá Kúbu en fékk íslenskan ríkisborgararétt 1996, var nánast óstöðvandi þau tvö tímabil sem hann spilaði á Íslandi. KA fór í lokaúrslitin bæði árin sem þessi öfluga skytta var hér á landi og vann Íslandsmeistaratitilinn 1997 eftir 3-1 sigur á Aftureldingu. Duranona skoraði alls 82 mörk í átta leikjum í lokaúrslitum, eða 10,25 mörk að meðaltali í leik.Flest mörk hjá erlendum leikmanni í lokaúrslitum: 13/7 - Róbert Julian Duranona (KA) í leik 2 gegn Val 1996 12/5 - Róbert Julian Duranona í leik 2 gegn Aftureldingu 1997 11/1 - Róbert Julian Duranona í leik 4 gegn Aftureldingu 1997 11/3 - Róbert Julian Duranona í leik 3 gegn Val 1996 11/8 - Róbert Julian Duranona í leik 1 gegn Val 1996 10 - Mikk Pinnonen (Afturelding) í leik 1 gegn Haukum 2016 10 - Tite Kalandadze (ÍBV) í leik 1 gegn Haukum 2005 9 - Petr Baumruk (Haukar) í leik 3 gegn Val 1994 9 - Andrius Stelmokas (KA) í leik 2 gegn Val 2002 9 - Tite Kalandadze í leik 2 gegn Haukum 2005 9/2 - Oleg Titov (Fram) í leik 3 gegn Val 1998 9/4 - Sergei Ziza (KA) í leik 3 gegn Aftureldingu 1997 Olís-deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding lagði Hauka að velli, 31-34, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Eistinn skoraði 10 mörk, mörg hver glæsileg, átti auk þess nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Pinnonen kom til Aftureldingar í byrjun árs og hefur reynst Mosfellingum vel. Eistinn, sem spilar annað hvort sem leikstjórnandi eða vinstri skytta, skoraði 50 mörk í níu leikjum í deildarkeppninni og er kominn með 39 mörk í úrslitakeppninni, flesta allra í liði Aftureldingar. Það þarf að fara aftur til ársins 2005 til að finna annan erlendan leikmann sem skoraði 10 mörk eða meira í leik í lokaúrslitum. Það var Georgíumaðurinn Tite Kalandadze sem gerði 10 mörk þegar ÍBV tapaði 31-30 fyrir Haukum í fyrsta leik lokaúrslitanna.Duranona og Geir Sveinsson á góðri stund á HM í Kumamoto 1997.vísir/ljósmyndasafn reykjavíkur/þökRaunar eru þeir bara þrír, erlendu leikmennirnir sem hafa náð að fylla tuginn í markaskorun í einum leik í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Róbert Julian Duranona náði þeim áfanga fimm sinnum með KA í lokaúrslitunum 1996 og 1997. Duranona skoraði mest 13 mörk í öðrum leiknum gegn Val 1996, einu sinni gerði hann 12 mörk og þrisvar sinnum 11 mörk. Duranona, sem er frá Kúbu en fékk íslenskan ríkisborgararétt 1996, var nánast óstöðvandi þau tvö tímabil sem hann spilaði á Íslandi. KA fór í lokaúrslitin bæði árin sem þessi öfluga skytta var hér á landi og vann Íslandsmeistaratitilinn 1997 eftir 3-1 sigur á Aftureldingu. Duranona skoraði alls 82 mörk í átta leikjum í lokaúrslitum, eða 10,25 mörk að meðaltali í leik.Flest mörk hjá erlendum leikmanni í lokaúrslitum: 13/7 - Róbert Julian Duranona (KA) í leik 2 gegn Val 1996 12/5 - Róbert Julian Duranona í leik 2 gegn Aftureldingu 1997 11/1 - Róbert Julian Duranona í leik 4 gegn Aftureldingu 1997 11/3 - Róbert Julian Duranona í leik 3 gegn Val 1996 11/8 - Róbert Julian Duranona í leik 1 gegn Val 1996 10 - Mikk Pinnonen (Afturelding) í leik 1 gegn Haukum 2016 10 - Tite Kalandadze (ÍBV) í leik 1 gegn Haukum 2005 9 - Petr Baumruk (Haukar) í leik 3 gegn Val 1994 9 - Andrius Stelmokas (KA) í leik 2 gegn Val 2002 9 - Tite Kalandadze í leik 2 gegn Haukum 2005 9/2 - Oleg Titov (Fram) í leik 3 gegn Val 1998 9/4 - Sergei Ziza (KA) í leik 3 gegn Aftureldingu 1997
Olís-deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira