Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2016 12:00 Það glittir loksins í að vorið sé að sýna sig á norðurlandi og því fagna veiðimenn því á norðurlandi eru mörg af skemmtilegustu silungssvæðum landsins. Það er mikið af góðri veiði að finna á norðurlandi og sem dæmi eru nokkur vötn innan Veiðikortsins sem hafa verið vinsæl eins og Ljósavatn, Sléttuhlíðarvatn, Kringluvatn og Vestmannsvatn en það styttist í að þessi vötn verði veiðanleg. Þess heldur eru veiðimenn spenntir yfir sumrinu og þeim tíma þegar sjóbleikjan mætir en nokkrar af vinsælustu sjóbleikjuám landsins eru norðan heiða. Af þessum ám eru nokkrar sem eru innan Stangaveiðifélags Akureyrar. Þar má t.d. nefna Fnjóská sem er að vísu bæði lax- og silungsveiðiá, Svarfaðardalsá, Hörgá, Öxnafjarðará, Ólafsfjarðará, Fjarðará og síðan hið geysilega skemmtilega svæði í Laxá í Aðaldal fyrir landi Hrauns og Syðra Fjalls. Það má benda þeim veiðimönnum á sem hafa áhuga á að komast í þessar ár í sumar að nú hafa leyfin verið sett á vefsöluna hjá félaginu eftir úthlutun og upplýsingar um lausa daga má finna hér.Leiðrétting: Fnjóská og Fjarðará á vegum stangveiðifélagsins Flúðag eru til sölu inná https://veiditorg.is/ Mest lesið 112 sm lax stærsti laxinn í sumar Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Lifnar yfir veiði í Varmá Veiði Risaurriði veiddist í Grænavatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði
Það glittir loksins í að vorið sé að sýna sig á norðurlandi og því fagna veiðimenn því á norðurlandi eru mörg af skemmtilegustu silungssvæðum landsins. Það er mikið af góðri veiði að finna á norðurlandi og sem dæmi eru nokkur vötn innan Veiðikortsins sem hafa verið vinsæl eins og Ljósavatn, Sléttuhlíðarvatn, Kringluvatn og Vestmannsvatn en það styttist í að þessi vötn verði veiðanleg. Þess heldur eru veiðimenn spenntir yfir sumrinu og þeim tíma þegar sjóbleikjan mætir en nokkrar af vinsælustu sjóbleikjuám landsins eru norðan heiða. Af þessum ám eru nokkrar sem eru innan Stangaveiðifélags Akureyrar. Þar má t.d. nefna Fnjóská sem er að vísu bæði lax- og silungsveiðiá, Svarfaðardalsá, Hörgá, Öxnafjarðará, Ólafsfjarðará, Fjarðará og síðan hið geysilega skemmtilega svæði í Laxá í Aðaldal fyrir landi Hrauns og Syðra Fjalls. Það má benda þeim veiðimönnum á sem hafa áhuga á að komast í þessar ár í sumar að nú hafa leyfin verið sett á vefsöluna hjá félaginu eftir úthlutun og upplýsingar um lausa daga má finna hér.Leiðrétting: Fnjóská og Fjarðará á vegum stangveiðifélagsins Flúðag eru til sölu inná https://veiditorg.is/
Mest lesið 112 sm lax stærsti laxinn í sumar Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Lifnar yfir veiði í Varmá Veiði Risaurriði veiddist í Grænavatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði