Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2016 12:00 Það glittir loksins í að vorið sé að sýna sig á norðurlandi og því fagna veiðimenn því á norðurlandi eru mörg af skemmtilegustu silungssvæðum landsins. Það er mikið af góðri veiði að finna á norðurlandi og sem dæmi eru nokkur vötn innan Veiðikortsins sem hafa verið vinsæl eins og Ljósavatn, Sléttuhlíðarvatn, Kringluvatn og Vestmannsvatn en það styttist í að þessi vötn verði veiðanleg. Þess heldur eru veiðimenn spenntir yfir sumrinu og þeim tíma þegar sjóbleikjan mætir en nokkrar af vinsælustu sjóbleikjuám landsins eru norðan heiða. Af þessum ám eru nokkrar sem eru innan Stangaveiðifélags Akureyrar. Þar má t.d. nefna Fnjóská sem er að vísu bæði lax- og silungsveiðiá, Svarfaðardalsá, Hörgá, Öxnafjarðará, Ólafsfjarðará, Fjarðará og síðan hið geysilega skemmtilega svæði í Laxá í Aðaldal fyrir landi Hrauns og Syðra Fjalls. Það má benda þeim veiðimönnum á sem hafa áhuga á að komast í þessar ár í sumar að nú hafa leyfin verið sett á vefsöluna hjá félaginu eftir úthlutun og upplýsingar um lausa daga má finna hér.Leiðrétting: Fnjóská og Fjarðará á vegum stangveiðifélagsins Flúðag eru til sölu inná https://veiditorg.is/ Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði
Það glittir loksins í að vorið sé að sýna sig á norðurlandi og því fagna veiðimenn því á norðurlandi eru mörg af skemmtilegustu silungssvæðum landsins. Það er mikið af góðri veiði að finna á norðurlandi og sem dæmi eru nokkur vötn innan Veiðikortsins sem hafa verið vinsæl eins og Ljósavatn, Sléttuhlíðarvatn, Kringluvatn og Vestmannsvatn en það styttist í að þessi vötn verði veiðanleg. Þess heldur eru veiðimenn spenntir yfir sumrinu og þeim tíma þegar sjóbleikjan mætir en nokkrar af vinsælustu sjóbleikjuám landsins eru norðan heiða. Af þessum ám eru nokkrar sem eru innan Stangaveiðifélags Akureyrar. Þar má t.d. nefna Fnjóská sem er að vísu bæði lax- og silungsveiðiá, Svarfaðardalsá, Hörgá, Öxnafjarðará, Ólafsfjarðará, Fjarðará og síðan hið geysilega skemmtilega svæði í Laxá í Aðaldal fyrir landi Hrauns og Syðra Fjalls. Það má benda þeim veiðimönnum á sem hafa áhuga á að komast í þessar ár í sumar að nú hafa leyfin verið sett á vefsöluna hjá félaginu eftir úthlutun og upplýsingar um lausa daga má finna hér.Leiðrétting: Fnjóská og Fjarðará á vegum stangveiðifélagsins Flúðag eru til sölu inná https://veiditorg.is/
Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði