Ályktun gegn laxeldi í sjókvíum Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2016 19:00 Mynd úr safni Sjókvíaeldi er talið vera það sem helst ógnar íslenskum laxastofnum og hafa veiðifélög og veiðimenn mótmælt þeim áformum um aukið sjókvíaelda harðlega. Á nýlegu málþingi í Háskólabíói var farið yfir þetta mál og hagsmunaaðilar í veiðitengdri ferðaþjónustu lýstu yfir miklum áhyggjum af þessum framkvæmdum þar sem reynsla annara þjóða af kvíaeldi hefur verið allt annað en góð og víða er hægt að rekja erfðamengun og hnignandi veiði beint til kvíaeldis. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á aðalfundi veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár í Vopnafirði í gærkvöldi, 5. maí, 2016. Aðalfundur veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár haldin í Vopnafirði 5. maí, 2016 mótmælir harðlega áformum um stóraukið laxeldi í sjókvíum í fjörðum á Íslandi.Reynslan sýnir að lax- og silungsstofnum er mikil hætta búin fari svo fram sem horfir. Fundurinn hvetur alla til aðgerða á grundvelli laga, stjórnmála og náttúruverndar gegn þessari alvarlegu vá sem nú steðjar að íslenskum veiðiám, lífríki sjávar og þar með talið fuglalífi.Rannsóknir sýna 3.000t. laxeldi mengar jafn mikið og skolpfrárennsli frá 50.000 manna borg og auk þess sem laxeldið dreifir út alvarlegum sjúkdómum fyrir lífríki hafsins. Fundurinn vekur athygli á að sjókvíaeldisfyrirtækin, sem flest eru að stórum hluta í eigu erlendra aðila, eru að sækja um fjölda nýrra leyfa og að óbreyttu munu fá auðlind hafsins afhenta í formi ókeypis laxeldisleyfa og án nokkurs endurgjalds.Fundurinn skorar á stjórnvöld að fara að ákvæðum náttúruverndarlaga og láta viðkvæma náttúru landsins njóta vafans þegar ákvarðanir eru teknar um rekstrarleyfi fyrirtækjanna. Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði
Sjókvíaeldi er talið vera það sem helst ógnar íslenskum laxastofnum og hafa veiðifélög og veiðimenn mótmælt þeim áformum um aukið sjókvíaelda harðlega. Á nýlegu málþingi í Háskólabíói var farið yfir þetta mál og hagsmunaaðilar í veiðitengdri ferðaþjónustu lýstu yfir miklum áhyggjum af þessum framkvæmdum þar sem reynsla annara þjóða af kvíaeldi hefur verið allt annað en góð og víða er hægt að rekja erfðamengun og hnignandi veiði beint til kvíaeldis. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á aðalfundi veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár í Vopnafirði í gærkvöldi, 5. maí, 2016. Aðalfundur veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár haldin í Vopnafirði 5. maí, 2016 mótmælir harðlega áformum um stóraukið laxeldi í sjókvíum í fjörðum á Íslandi.Reynslan sýnir að lax- og silungsstofnum er mikil hætta búin fari svo fram sem horfir. Fundurinn hvetur alla til aðgerða á grundvelli laga, stjórnmála og náttúruverndar gegn þessari alvarlegu vá sem nú steðjar að íslenskum veiðiám, lífríki sjávar og þar með talið fuglalífi.Rannsóknir sýna 3.000t. laxeldi mengar jafn mikið og skolpfrárennsli frá 50.000 manna borg og auk þess sem laxeldið dreifir út alvarlegum sjúkdómum fyrir lífríki hafsins. Fundurinn vekur athygli á að sjókvíaeldisfyrirtækin, sem flest eru að stórum hluta í eigu erlendra aðila, eru að sækja um fjölda nýrra leyfa og að óbreyttu munu fá auðlind hafsins afhenta í formi ókeypis laxeldisleyfa og án nokkurs endurgjalds.Fundurinn skorar á stjórnvöld að fara að ákvæðum náttúruverndarlaga og láta viðkvæma náttúru landsins njóta vafans þegar ákvarðanir eru teknar um rekstrarleyfi fyrirtækjanna.
Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði