Tesla mun smíða 90.000 bíla í ár en 500.000 árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 11:13 Tesla Model 3. Mikil uppbygging stendur nú yfir hjá bandaríska rafmagnsbílasmiðnum Tesla en þó er nokkuð í land með að fyrirtækið geti talist með stærri bílasmiðum heims. Afskaplega metnaðarfullar áætlanir eru hjá Tesla um hraða uppbyggingu fyrirtækisins. Áætlun um að í ár ætli það að smíða 80-90.000 bíla, en 500.000 bíla eftir tvö ár eru til vitnis um það. Í fyrri áætlunum Tesla var meiningin að ná 500.000 bíla sölu árið 2020, en því hefur nú verið flýtt vegna mikilla pantana á Model 3 bílnum sem kynntur var um daginn. Tesla fékk 325.000 fyrirframpantanir á þeim bíl strax á fystu dögunum eftir kynningu hans og heyrst hefur að þær séu nú komnar yfir 400.000. Til að geta afgreitt þær verður aldeilis að spýta í lófana. Reyndar lét Elon Musk forstjóri Tesla hafa eftir sér um daginn að ekki muni líða að löngu þar til Tesla væri fært um að smíða milljón bíla á ári. Tesla hefur nýhafið afhendingu á Model X jepplingnum og aðeins voru smíðuð 2.659 eintök af honum á fyrstu 3 mánuðum ársins og langt í land að Tesla nái að fylla í pantanir á bílnum. Enn er mikil eftirspurn eftir Tesla Model S bílnum og barst Tesla 45% fleiri pantanir í þann bíl á fyrsta ársfjórðungi ársins í samanburði við sama tíma fyrir ári. Musk sagði að Tesla ætti að vera fært um að smíða milli 100.000 og 200.000 eintök af Model 3 á seinni helmingi næsta árs. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent
Mikil uppbygging stendur nú yfir hjá bandaríska rafmagnsbílasmiðnum Tesla en þó er nokkuð í land með að fyrirtækið geti talist með stærri bílasmiðum heims. Afskaplega metnaðarfullar áætlanir eru hjá Tesla um hraða uppbyggingu fyrirtækisins. Áætlun um að í ár ætli það að smíða 80-90.000 bíla, en 500.000 bíla eftir tvö ár eru til vitnis um það. Í fyrri áætlunum Tesla var meiningin að ná 500.000 bíla sölu árið 2020, en því hefur nú verið flýtt vegna mikilla pantana á Model 3 bílnum sem kynntur var um daginn. Tesla fékk 325.000 fyrirframpantanir á þeim bíl strax á fystu dögunum eftir kynningu hans og heyrst hefur að þær séu nú komnar yfir 400.000. Til að geta afgreitt þær verður aldeilis að spýta í lófana. Reyndar lét Elon Musk forstjóri Tesla hafa eftir sér um daginn að ekki muni líða að löngu þar til Tesla væri fært um að smíða milljón bíla á ári. Tesla hefur nýhafið afhendingu á Model X jepplingnum og aðeins voru smíðuð 2.659 eintök af honum á fyrstu 3 mánuðum ársins og langt í land að Tesla nái að fylla í pantanir á bílnum. Enn er mikil eftirspurn eftir Tesla Model S bílnum og barst Tesla 45% fleiri pantanir í þann bíl á fyrsta ársfjórðungi ársins í samanburði við sama tíma fyrir ári. Musk sagði að Tesla ætti að vera fært um að smíða milli 100.000 og 200.000 eintök af Model 3 á seinni helmingi næsta árs.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent