Milner vill Henderson frekar en fyrirliðabandið í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2016 12:00 James Milner fær góð ráð frá Jürgen Klopp í gær. Vísir/Getty James Milner hefur verið fyrirliði Liverpool-liðsins í fjarveru Jordan Henderson og leiddi liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar með flottri frammistöðu í 3-0 sigri í seinni leiknum á móti Villarreal á Anfield í gærkvöldi. Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel í Sviss en sigur í þeim leik kemur liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Jordan Henderson hefur ekkert spilað með Liverpool síðan að hann fór meiddur af velli í fyrri leiknum á móti Borussia Dortmund í átta liða úrslitunum. James Milner óskar þess að Jordan Henderson verði búin að ná sér fyrir úrslitaleikinn sem verður 18. maí og hann mun glaður láta hann fá fyrirliðabandið aftur. „Það er bara frábært að vera komnir alla leið," sagði James Milner við heimasíðu Liverpool eftir leikinn í gær. „Vonandi á Hendo möguleika á því að ná úrslitaleiknum. Ef hann verður klár þá mun hann bera fyrirliðabandið í úrslitaleiknum. Við viljum allir sjá hann koma til baka," sagði Milner. „Ef að hann nær ekki leiknum þá yrði það mikill heiður fyrir mig að vera fyrirliði þessa fótboltafélags í þessum leik," sagði Milner. Liverpool á að baki fjórtán leiki í Evrópudeildinni á þessu tímabili og það hefur því verið mikið verk að koma liðinu alla leið í úrslitaleikinn. „Þetta er búin að vera löng leið. Við höfum spilað marga leiki í Evrópu á tímabilinu og ég hugsa til baka þegar við vorum að spila á frosnum völlum í riðlakeppninni," sagði Milner. „Við höfum slegið út fullt af góðum liðum á leið okkar og nú er framundan leikur á móti öðru góðu liði. Við höfum komið okkur í aðstöðu til að vinna titil. Þetta verður annar úrslitaleikur okkar á leiktíðinni og vonandi tekst okkur að vinna titil," sagði Milner. „Þetta félag hefur vanist því að vinna titla og það búast allir við góðum árangri hér. Félagið vill vera í úrslitaleikjum og allir í liðinu vilja nú nýta tækifærið og bæta við titilskrána," sagði Milner. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00 Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19 Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20 Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56 Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15 Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
James Milner hefur verið fyrirliði Liverpool-liðsins í fjarveru Jordan Henderson og leiddi liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar með flottri frammistöðu í 3-0 sigri í seinni leiknum á móti Villarreal á Anfield í gærkvöldi. Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel í Sviss en sigur í þeim leik kemur liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Jordan Henderson hefur ekkert spilað með Liverpool síðan að hann fór meiddur af velli í fyrri leiknum á móti Borussia Dortmund í átta liða úrslitunum. James Milner óskar þess að Jordan Henderson verði búin að ná sér fyrir úrslitaleikinn sem verður 18. maí og hann mun glaður láta hann fá fyrirliðabandið aftur. „Það er bara frábært að vera komnir alla leið," sagði James Milner við heimasíðu Liverpool eftir leikinn í gær. „Vonandi á Hendo möguleika á því að ná úrslitaleiknum. Ef hann verður klár þá mun hann bera fyrirliðabandið í úrslitaleiknum. Við viljum allir sjá hann koma til baka," sagði Milner. „Ef að hann nær ekki leiknum þá yrði það mikill heiður fyrir mig að vera fyrirliði þessa fótboltafélags í þessum leik," sagði Milner. Liverpool á að baki fjórtán leiki í Evrópudeildinni á þessu tímabili og það hefur því verið mikið verk að koma liðinu alla leið í úrslitaleikinn. „Þetta er búin að vera löng leið. Við höfum spilað marga leiki í Evrópu á tímabilinu og ég hugsa til baka þegar við vorum að spila á frosnum völlum í riðlakeppninni," sagði Milner. „Við höfum slegið út fullt af góðum liðum á leið okkar og nú er framundan leikur á móti öðru góðu liði. Við höfum komið okkur í aðstöðu til að vinna titil. Þetta verður annar úrslitaleikur okkar á leiktíðinni og vonandi tekst okkur að vinna titil," sagði Milner. „Þetta félag hefur vanist því að vinna titla og það búast allir við góðum árangri hér. Félagið vill vera í úrslitaleikjum og allir í liðinu vilja nú nýta tækifærið og bæta við titilskrána," sagði Milner.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00 Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19 Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20 Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56 Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15 Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00
Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19
Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20
Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56
Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15
Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30