Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2016 09:09 Ytri Rangá þarf varla að kynna fyrir veiðimönnum enda ein gjöfulasta veiðiá landsins og í henni eru nokkrir veiðistaðir sem hreinlega bera af. Veiðistaðir sem veiðimenn eru alltaf jafn spenntir fyrir eru staðir eins og Tjarnarbreiða, Rangárflúðir, Djúpós, Klöppin og Ægissíðufoss, svo nokkrir séu nefndir, enda eru þetta með gjöfulustu veiðistöðum landsins. Einn veiðistaður er ekki á þessum lista en ásamt því að vera gjöfull er hægt að lenda í veiðiskotum þarna sem verða seint jöfnuð en það er veiðistaðurinn Borg. Neðsti hlutinn af Ytri Rangá er seldur sér og er þar af leiðandi ekki inní því sem má kalla aðalsvæðið. Það er veitt á fjórar stangir á Borg og þarna getur veiðin oft verið hreint ævintýralega góð. Málið er nefnilega að laxinn sem gengur í Ytri Rangá og hluti laxsins sem gengur í Eystri Rangá gengur um þetta svæði og er um að ræða þúsundir laxa sem eiga möguleika á að ná flugum veiðimanna. Þegar göngurnar fara þarna í gegn eru oft allar stangir með lax á í einu og það er ekki óalgeng staða t.d. á besta tímanum á þessu svæði. Það sem gerir þetta líka skemmtilegt að þarna má finna lax allt tímabilið en þó mest af honum leggjist þá niður við bakkana hjá Borg. Á svæðinu er líka nokkur sjóbirtingur. Aðeins er veitt á flugu frá opnun til 3. sept en annað agn eftir það. Lausa daga má finna á www.veida.is Mest lesið 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði 50 laxar á 3 dögum úr Skjálfanda Veiði Dagbók Urriða komin út Veiði Kuldaleg veðurspá um helgina Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði
Ytri Rangá þarf varla að kynna fyrir veiðimönnum enda ein gjöfulasta veiðiá landsins og í henni eru nokkrir veiðistaðir sem hreinlega bera af. Veiðistaðir sem veiðimenn eru alltaf jafn spenntir fyrir eru staðir eins og Tjarnarbreiða, Rangárflúðir, Djúpós, Klöppin og Ægissíðufoss, svo nokkrir séu nefndir, enda eru þetta með gjöfulustu veiðistöðum landsins. Einn veiðistaður er ekki á þessum lista en ásamt því að vera gjöfull er hægt að lenda í veiðiskotum þarna sem verða seint jöfnuð en það er veiðistaðurinn Borg. Neðsti hlutinn af Ytri Rangá er seldur sér og er þar af leiðandi ekki inní því sem má kalla aðalsvæðið. Það er veitt á fjórar stangir á Borg og þarna getur veiðin oft verið hreint ævintýralega góð. Málið er nefnilega að laxinn sem gengur í Ytri Rangá og hluti laxsins sem gengur í Eystri Rangá gengur um þetta svæði og er um að ræða þúsundir laxa sem eiga möguleika á að ná flugum veiðimanna. Þegar göngurnar fara þarna í gegn eru oft allar stangir með lax á í einu og það er ekki óalgeng staða t.d. á besta tímanum á þessu svæði. Það sem gerir þetta líka skemmtilegt að þarna má finna lax allt tímabilið en þó mest af honum leggjist þá niður við bakkana hjá Borg. Á svæðinu er líka nokkur sjóbirtingur. Aðeins er veitt á flugu frá opnun til 3. sept en annað agn eftir það. Lausa daga má finna á www.veida.is
Mest lesið 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði 50 laxar á 3 dögum úr Skjálfanda Veiði Dagbók Urriða komin út Veiði Kuldaleg veðurspá um helgina Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði