Fyrsta flokks hádegi fyrir þá sem eru á leið á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2016 16:45 Íslendingar ætla að fjölmenna til Frakklands. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og flestir vita og að sjálfsögðu eru margir Íslendingar á leiðinni til Frakklands í næsta mánuði til að styðja við bakið á strákunum okkar. Það verða því margir Íslendingar á götum Marseille, Saint-Etienne og Saint-Denis-Paris í júní og Knattspyrnusamband Íslands fékk því Frakka til að segja Íslendingum frá þessum þremur borgum sem munu hýsa leiki Íslands í riðlakeppninni á EM 2016. KSÍ ætlar nefnilega að bjóða upp á Súpufund í höfuðstöðvum KSÍ milli klukkan tólf og eitt í morgun. Gerard Lemarquis mun halda þar fyrirlestur um umræddar þrjár borgir en þar fjallar hann um sögu leikvallanna í þessum borgum, um borgirnar sjálfar og um áhugaverða staði í nágrenninu. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni. Gérard Lemarquis, sem er kennari og fréttaritari, hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ. Viðburðurinn er tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne 14. júní, spilar við Ungverkaland í Marseille 18. júní og mætir loks Austurríki í Saint-Denis-Paris 22. júní. KSÍ býður upp á súpu og brauð á fyrirlestri Lemarquis og eru allir velkomnir en aðgangur ókeypis. Þeir sem ætla að koma þurfa samt að tilkynna þátttöku með því að senda tölvupóst á á dagur@ksi.is eða arnarbill@ksi.is.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og flestir vita og að sjálfsögðu eru margir Íslendingar á leiðinni til Frakklands í næsta mánuði til að styðja við bakið á strákunum okkar. Það verða því margir Íslendingar á götum Marseille, Saint-Etienne og Saint-Denis-Paris í júní og Knattspyrnusamband Íslands fékk því Frakka til að segja Íslendingum frá þessum þremur borgum sem munu hýsa leiki Íslands í riðlakeppninni á EM 2016. KSÍ ætlar nefnilega að bjóða upp á Súpufund í höfuðstöðvum KSÍ milli klukkan tólf og eitt í morgun. Gerard Lemarquis mun halda þar fyrirlestur um umræddar þrjár borgir en þar fjallar hann um sögu leikvallanna í þessum borgum, um borgirnar sjálfar og um áhugaverða staði í nágrenninu. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni. Gérard Lemarquis, sem er kennari og fréttaritari, hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ. Viðburðurinn er tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne 14. júní, spilar við Ungverkaland í Marseille 18. júní og mætir loks Austurríki í Saint-Denis-Paris 22. júní. KSÍ býður upp á súpu og brauð á fyrirlestri Lemarquis og eru allir velkomnir en aðgangur ókeypis. Þeir sem ætla að koma þurfa samt að tilkynna þátttöku með því að senda tölvupóst á á dagur@ksi.is eða arnarbill@ksi.is.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira