Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2016 17:00 Fyrsti laxinn sást í Kvíslafossi í Laxá í Kjós Veiðimenn geta núna farið að telja niður dagana í að fyrstu laxveiðiárnar opna en ekki nema 3 vikur eru í að veiði hefjist. Eitt af því sem kveikir verulega í veiðimönnum eru fregnir af fyrstu löxunum sem sýna sig og það virðist vera þannig ár eftir ár að alltaf skulu fyrstu laxarnir mæta í Laxá í Kjós. Í það minnsta þeir fyrstu sem láta sjá sig. Það eru fáar ár með snemmgengna stofna hér á landi en Laxá í Kjós, Norðurá, Þverá og Blanda eru venjulega að gefa fyrstu laxana á hverju tímabili og sýna þá fyrstu líka. Í morgun sá Bubbi Morthens fyrstu laxana í Kjósinni og fleiri hafa rennt þangað síðan og kíkt á þessa laxa. Það voru greinilega mættir laxar því lax sást í Kvíslafossi og annar í Laxfossi. Það er oft og iðullega sem fyrstu laxarnir sýna sig í Laxá í Kjós um miðjan maí og fyrst þeir eru mættir þá fara hjörtu veiðimanna að slá hraðar og fleiri draumar um veiði að vitja manna um nætur. Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði
Veiðimenn geta núna farið að telja niður dagana í að fyrstu laxveiðiárnar opna en ekki nema 3 vikur eru í að veiði hefjist. Eitt af því sem kveikir verulega í veiðimönnum eru fregnir af fyrstu löxunum sem sýna sig og það virðist vera þannig ár eftir ár að alltaf skulu fyrstu laxarnir mæta í Laxá í Kjós. Í það minnsta þeir fyrstu sem láta sjá sig. Það eru fáar ár með snemmgengna stofna hér á landi en Laxá í Kjós, Norðurá, Þverá og Blanda eru venjulega að gefa fyrstu laxana á hverju tímabili og sýna þá fyrstu líka. Í morgun sá Bubbi Morthens fyrstu laxana í Kjósinni og fleiri hafa rennt þangað síðan og kíkt á þessa laxa. Það voru greinilega mættir laxar því lax sást í Kvíslafossi og annar í Laxfossi. Það er oft og iðullega sem fyrstu laxarnir sýna sig í Laxá í Kjós um miðjan maí og fyrst þeir eru mættir þá fara hjörtu veiðimanna að slá hraðar og fleiri draumar um veiði að vitja manna um nætur.
Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði