Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2016 15:22 Stór og þykkur urriði úr Kleifarvatni Mynd: María Petrína Ingólfsdóttir Kleifarvatn var um eina tíð gott bleikjuvatn en eftir að það lækkaði snarlega í því í kjölfar jarðskjálfta hefur bleikjan svo gott sem horfið. Það sem kemur þó í staðinn fyrir bleikjuna er urriði sem virðist hafa það mjög gott í vatninu því þarna veiðast reglulega ansi þykkir og flottir urriðar. Það er þó alltaf þannig að þeir veiðimenn sem stunda vatnið mikið og læra á það veiða yfirleitt best og það er þess vegna eins og alltaf vel þess virði að læra vel á vötnin. Það sem hefur verið að gefa bestu raunina í Kleifarvatni er vel þekkt veiðiaðferð í Veiðivötnum en það er að fara á þá staði þar sem þú kastar upp í vindinn, hvort heldur er með maðk, spún eða flugu. Urriðinn á það nefnilega til að koma á grynnra vatn þar sem gætir ölduróts en hreyfingin á vatninu ýfir upp æti sem urriðinn étur en einnig æti fyrir hornsíli sem urriðinn étur líka með bestu lyst. Veiðikonan María Petrína Ingólfsdóttir er líklega ein af þeim sem þekkir þetta vatn best veiðimanna enda líður varla vika þar sem hún deilir með veiðimönnum á Facebook síðunni Veiðidellan er frábær veiði úr vatninu og inná milli stórum fiskum eins og þeim sem fylgir þessari frétt en hann vó 4.130 grömm og eins og sést er þetta þykkur og fallegur fiskur. Þess má geta að María rétt stoppaði í augnablik við Kleifarvatn þegar hún náði þessum en hún var á leiðinni í Hlíðarvatn þar sem dagsaflinn var 11 flottar bleikjur. Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði
Kleifarvatn var um eina tíð gott bleikjuvatn en eftir að það lækkaði snarlega í því í kjölfar jarðskjálfta hefur bleikjan svo gott sem horfið. Það sem kemur þó í staðinn fyrir bleikjuna er urriði sem virðist hafa það mjög gott í vatninu því þarna veiðast reglulega ansi þykkir og flottir urriðar. Það er þó alltaf þannig að þeir veiðimenn sem stunda vatnið mikið og læra á það veiða yfirleitt best og það er þess vegna eins og alltaf vel þess virði að læra vel á vötnin. Það sem hefur verið að gefa bestu raunina í Kleifarvatni er vel þekkt veiðiaðferð í Veiðivötnum en það er að fara á þá staði þar sem þú kastar upp í vindinn, hvort heldur er með maðk, spún eða flugu. Urriðinn á það nefnilega til að koma á grynnra vatn þar sem gætir ölduróts en hreyfingin á vatninu ýfir upp æti sem urriðinn étur en einnig æti fyrir hornsíli sem urriðinn étur líka með bestu lyst. Veiðikonan María Petrína Ingólfsdóttir er líklega ein af þeim sem þekkir þetta vatn best veiðimanna enda líður varla vika þar sem hún deilir með veiðimönnum á Facebook síðunni Veiðidellan er frábær veiði úr vatninu og inná milli stórum fiskum eins og þeim sem fylgir þessari frétt en hann vó 4.130 grömm og eins og sést er þetta þykkur og fallegur fiskur. Þess má geta að María rétt stoppaði í augnablik við Kleifarvatn þegar hún náði þessum en hún var á leiðinni í Hlíðarvatn þar sem dagsaflinn var 11 flottar bleikjur.
Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði