Davíð fékk brandarann lánaðan hjá bandarískri þingkonu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2016 10:18 Brandari Margaret Chase Smith fór í sögubækurnar og var áhugaverð opnun Davíðs í kappræðunum í gær. Vísir/Stefán/Getty „Af hverju ertu að bjóða þig fram og hvaða erindi hefurðu á Bessastaði?“ var fyrsta spurningin sem forsetaefnin fjögur, sem boðið var í kappræður á Stöð 2 í gærkvöldi, fengu frá þáttastjórnendum. Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir svöruðu spurningunni á hefðbundinn hátt og raunar Davíð Oddsson líka að því frátöldu að hann opnaði á brandara. Brandarinn hefur mælst mis vel fyrir eins og gengur og gerist en Davíð svaraði: „Ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft fram að þessu, reyndar fengið hana í öðru formi. Hef verið spurður að því hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi vakna upp í rúmi á Bessastöðum um morguninn. Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki,“ sagði Davíð í léttum tóni áður en svar hans fór í hefðbundnari farveg. „Allir bjóða sig fram því þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma góðu til leiðar,“ sagði Davíð.Brandari úr smiðju Margrétar Komið hefur á daginn að brandari Davíðs er ekki ósvipaður þeim sem forsetaframbjóðandi nokkur, sagði fyrir heilum 64 árum síðan. Um er að ræða Margaret Chase Smith sem var þingkona úr röðum Repúblikana um miðja síðustu öld. Hún var fyrsta konan til að sitja í báðum deildum þingsins. Árið 1952 var horft til hennar sem mögulega varaforsetaefnis við hlið Dwight Eisenhower. Blaðamaður spurði hana við það tilefni hvernig hún myndi bregðast við ef hún vaknaði einn daginn og uppgötvaði að hún væri komin í Hvíta húsið? „Ég færi beint til Frú Truman og myndi biðja hana afsökunar. Svo færi ég heim,“ sagði Smith samkvæmt umfjöllun New York Times. Á þeim tíma var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Hlusta má á brandarann sem sagður var í kappræðunum í gærkvöldi en Davíð svarar spurningunni eftir þrjár mínútur í klippunni að neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36 Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Sjá meira
„Af hverju ertu að bjóða þig fram og hvaða erindi hefurðu á Bessastaði?“ var fyrsta spurningin sem forsetaefnin fjögur, sem boðið var í kappræður á Stöð 2 í gærkvöldi, fengu frá þáttastjórnendum. Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir svöruðu spurningunni á hefðbundinn hátt og raunar Davíð Oddsson líka að því frátöldu að hann opnaði á brandara. Brandarinn hefur mælst mis vel fyrir eins og gengur og gerist en Davíð svaraði: „Ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft fram að þessu, reyndar fengið hana í öðru formi. Hef verið spurður að því hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi vakna upp í rúmi á Bessastöðum um morguninn. Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki,“ sagði Davíð í léttum tóni áður en svar hans fór í hefðbundnari farveg. „Allir bjóða sig fram því þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma góðu til leiðar,“ sagði Davíð.Brandari úr smiðju Margrétar Komið hefur á daginn að brandari Davíðs er ekki ósvipaður þeim sem forsetaframbjóðandi nokkur, sagði fyrir heilum 64 árum síðan. Um er að ræða Margaret Chase Smith sem var þingkona úr röðum Repúblikana um miðja síðustu öld. Hún var fyrsta konan til að sitja í báðum deildum þingsins. Árið 1952 var horft til hennar sem mögulega varaforsetaefnis við hlið Dwight Eisenhower. Blaðamaður spurði hana við það tilefni hvernig hún myndi bregðast við ef hún vaknaði einn daginn og uppgötvaði að hún væri komin í Hvíta húsið? „Ég færi beint til Frú Truman og myndi biðja hana afsökunar. Svo færi ég heim,“ sagði Smith samkvæmt umfjöllun New York Times. Á þeim tíma var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Hlusta má á brandarann sem sagður var í kappræðunum í gærkvöldi en Davíð svarar spurningunni eftir þrjár mínútur í klippunni að neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36 Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Sjá meira
Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36
Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27