Davíð fékk brandarann lánaðan hjá bandarískri þingkonu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2016 10:18 Brandari Margaret Chase Smith fór í sögubækurnar og var áhugaverð opnun Davíðs í kappræðunum í gær. Vísir/Stefán/Getty „Af hverju ertu að bjóða þig fram og hvaða erindi hefurðu á Bessastaði?“ var fyrsta spurningin sem forsetaefnin fjögur, sem boðið var í kappræður á Stöð 2 í gærkvöldi, fengu frá þáttastjórnendum. Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir svöruðu spurningunni á hefðbundinn hátt og raunar Davíð Oddsson líka að því frátöldu að hann opnaði á brandara. Brandarinn hefur mælst mis vel fyrir eins og gengur og gerist en Davíð svaraði: „Ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft fram að þessu, reyndar fengið hana í öðru formi. Hef verið spurður að því hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi vakna upp í rúmi á Bessastöðum um morguninn. Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki,“ sagði Davíð í léttum tóni áður en svar hans fór í hefðbundnari farveg. „Allir bjóða sig fram því þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma góðu til leiðar,“ sagði Davíð.Brandari úr smiðju Margrétar Komið hefur á daginn að brandari Davíðs er ekki ósvipaður þeim sem forsetaframbjóðandi nokkur, sagði fyrir heilum 64 árum síðan. Um er að ræða Margaret Chase Smith sem var þingkona úr röðum Repúblikana um miðja síðustu öld. Hún var fyrsta konan til að sitja í báðum deildum þingsins. Árið 1952 var horft til hennar sem mögulega varaforsetaefnis við hlið Dwight Eisenhower. Blaðamaður spurði hana við það tilefni hvernig hún myndi bregðast við ef hún vaknaði einn daginn og uppgötvaði að hún væri komin í Hvíta húsið? „Ég færi beint til Frú Truman og myndi biðja hana afsökunar. Svo færi ég heim,“ sagði Smith samkvæmt umfjöllun New York Times. Á þeim tíma var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Hlusta má á brandarann sem sagður var í kappræðunum í gærkvöldi en Davíð svarar spurningunni eftir þrjár mínútur í klippunni að neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36 Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
„Af hverju ertu að bjóða þig fram og hvaða erindi hefurðu á Bessastaði?“ var fyrsta spurningin sem forsetaefnin fjögur, sem boðið var í kappræður á Stöð 2 í gærkvöldi, fengu frá þáttastjórnendum. Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir svöruðu spurningunni á hefðbundinn hátt og raunar Davíð Oddsson líka að því frátöldu að hann opnaði á brandara. Brandarinn hefur mælst mis vel fyrir eins og gengur og gerist en Davíð svaraði: „Ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft fram að þessu, reyndar fengið hana í öðru formi. Hef verið spurður að því hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi vakna upp í rúmi á Bessastöðum um morguninn. Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki,“ sagði Davíð í léttum tóni áður en svar hans fór í hefðbundnari farveg. „Allir bjóða sig fram því þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma góðu til leiðar,“ sagði Davíð.Brandari úr smiðju Margrétar Komið hefur á daginn að brandari Davíðs er ekki ósvipaður þeim sem forsetaframbjóðandi nokkur, sagði fyrir heilum 64 árum síðan. Um er að ræða Margaret Chase Smith sem var þingkona úr röðum Repúblikana um miðja síðustu öld. Hún var fyrsta konan til að sitja í báðum deildum þingsins. Árið 1952 var horft til hennar sem mögulega varaforsetaefnis við hlið Dwight Eisenhower. Blaðamaður spurði hana við það tilefni hvernig hún myndi bregðast við ef hún vaknaði einn daginn og uppgötvaði að hún væri komin í Hvíta húsið? „Ég færi beint til Frú Truman og myndi biðja hana afsökunar. Svo færi ég heim,“ sagði Smith samkvæmt umfjöllun New York Times. Á þeim tíma var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Hlusta má á brandarann sem sagður var í kappræðunum í gærkvöldi en Davíð svarar spurningunni eftir þrjár mínútur í klippunni að neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36 Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36
Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27