Íslenska vorið 2016: upp rennur lýðræði fyrir okkur öll Cricket Keating og Susan Burgess skrifar 21. maí 2016 07:00 Upp úr 2010 fylgdist heimsbyggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipuleggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harðstjórn. Um sama leyti var almenningur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðlunartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameiginlegrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þessara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefðbundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja framtíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátttökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita samfélagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnarskrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttakandi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sérstakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslendingar hafa lagt fram í stjórnarskrármálum geti nýst í lagskiptu, fjölþjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjáland fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tekinn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslendingar heimsbyggðinni veginn að lýðræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrárbundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerðasinnar á Alþingi til þess að fullgilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýðræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræðum um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heimssögunni. Ísland er eins og tilraunastofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd?… Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gildum?… það er nýjung í þróun lýðræðis.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Upp úr 2010 fylgdist heimsbyggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipuleggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harðstjórn. Um sama leyti var almenningur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðlunartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameiginlegrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þessara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefðbundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja framtíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátttökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita samfélagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnarskrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttakandi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sérstakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslendingar hafa lagt fram í stjórnarskrármálum geti nýst í lagskiptu, fjölþjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjáland fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tekinn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslendingar heimsbyggðinni veginn að lýðræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrárbundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerðasinnar á Alþingi til þess að fullgilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýðræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræðum um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heimssögunni. Ísland er eins og tilraunastofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd?… Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gildum?… það er nýjung í þróun lýðræðis.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar