Þingmenn fá falleinkunn: „Það er eins og Ögmundur hafi fundið hin föllnu Sovétríki og klætt sig í þau“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2016 12:30 Haukur Bragason lætur þingmenn heyra það. vísir/ernir Tískusérfræðingurinn Haukur Bragason mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fór yfir klæðaburð þingmanna í eldhúsdagsumræðum í þinginu í gær. Óhætt er að segja að sleggjan hafi verið á lofti. „Ég var pínu grimmur í gær. Bjarni Ben og Árni Páll eru yfirleitt vel klæddir en ég gaf þeim fimm í einkunn í gær og þeir ollu mér vonbrigðum,“ segir Haukur um klæðaburð þá félaga á Alþingi í gær. „Hinir voru í raun bara verri. Bjarni Ben er best klæddi maður Alþingis, hann verður að fá að eiga það en hann var rosalega leiðinlegur í gær, bæði ræðan og fötin. Þetta var pínu Hagkaup hjá honum,“ segir Haukur og bætir við að Bjarni hafi verið rykfallinn og það hefði þurft að dusta af honum. „Hann var allt of pabbalegur og hann hefur sloppið svo vel við það hingað til,“ segir hann en Haukur var heldur ekki sáttur við Árna Pál, formann Samfylkingarinnar. „Ég er aldrei hrifinn af mönnum með bindi í flokkslitnum. Ég veit ekki hvað það er, mér finnst það alltaf hallærislegt.“ Haukur kom auga á það að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var með þumalhringinn á sínum stað. „Þá ferð þú ekkert hærra en einn. Ég gaf honum einn útaf því að hann var ekki með þennan ljóta flagaraklút sem hann var með þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu. Hann var síðan í mjög leiðinlegri skyrtu.“Vinnur með jarðlitina Haukur segir að Óttarr Proppé vinni alltaf með sömu litapallettuna. „Hann er mikið í jarðlitunum og oft í þessum sinnepsgulu jakkafötum. Ég held að hann pæli einna mest í fötunum, þó hann komi svona út.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var í jakkafötum sem voru í senn óaðfinnanleg og óeftirtektarverð að mati Hauks. „Þetta er mjög Sjálfstæðismannalegt, að vera í jakkafötum sem er erfitt að setja út á en þau eru bara svo óspennandi og maður tekur ekki eftir þeim.“ Haukur segir að menn séu oft klæddir eins og pabbar sínir á þingi. „Það er eins og Ögmundur hafi fundið föllnu Sovétríkin og klætt sig í þau. Það er einhver austantjaldsfílingur í þessu. Bindið er pottþétt svipað gamalt og ég.“ Haukur er með Twitter-reikninginn @Sentilmennid og tjáir sig oft á tíðum um tískuna eins og lesa mátti í gærkvöldi. Jakkaföt Róberts Marshall eru með fallegri áferð. Skyrtukraginn leiðinlegur, bindishnúturinn of stór og lyftir kraganum. 5/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Annars var Árni, pabbi Vilhjálms Árnasonar einu sinni í mjög flottum jakkafötum. Vilhjálmur mætti svo bara í þeim í dag. 1/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sérstök aukaverðlaun fyrir skakkasta bindið hlýtur Vilhjálmur Árnason! #Eldhúsdagur pic.twitter.com/szseJ13zsi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Vá. Það er eins og Ögmundur hafi fundið hin föllnu Sovétríki og klætt sig í þau. 1/10. #Eldhúsdagur pic.twitter.com/WIMcJ9XkZi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Gummi Steingríms að skoða Twitter hjá mér. „Fokk. Hvað ætli hann segi um mig? Var kúl að sleppa bindi?“ #Eldhúsdagur pic.twitter.com/R1IUJcdNal— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég sem var farinn að hlakka til að hakka Helga Hrafn í mig fyrir Dogma bol. Jæja. Batnandi mönnum er best að lifa. 3/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Óttarr Proppé pælir meira í fötum og stíl en allir aðrir þingkarlar. Fötin eru hans persónueinkenni. Ég ber virðingu fyrir því. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sigurður Ingi fær strax 1 heilan fyrir að vera ekki með flagaraklút. Meira verður það því miður ekki. 1/10. #þumalputtahringur #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég tek fram að ég dæmi eingöngu klæðnað þingkarla í dag. Konur eru of oft dæmdar af útliti en ekki hæfni sinni. #Eldhúsdagur #6dagsleikinn— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Alþingi Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Tískusérfræðingurinn Haukur Bragason mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fór yfir klæðaburð þingmanna í eldhúsdagsumræðum í þinginu í gær. Óhætt er að segja að sleggjan hafi verið á lofti. „Ég var pínu grimmur í gær. Bjarni Ben og Árni Páll eru yfirleitt vel klæddir en ég gaf þeim fimm í einkunn í gær og þeir ollu mér vonbrigðum,“ segir Haukur um klæðaburð þá félaga á Alþingi í gær. „Hinir voru í raun bara verri. Bjarni Ben er best klæddi maður Alþingis, hann verður að fá að eiga það en hann var rosalega leiðinlegur í gær, bæði ræðan og fötin. Þetta var pínu Hagkaup hjá honum,“ segir Haukur og bætir við að Bjarni hafi verið rykfallinn og það hefði þurft að dusta af honum. „Hann var allt of pabbalegur og hann hefur sloppið svo vel við það hingað til,“ segir hann en Haukur var heldur ekki sáttur við Árna Pál, formann Samfylkingarinnar. „Ég er aldrei hrifinn af mönnum með bindi í flokkslitnum. Ég veit ekki hvað það er, mér finnst það alltaf hallærislegt.“ Haukur kom auga á það að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var með þumalhringinn á sínum stað. „Þá ferð þú ekkert hærra en einn. Ég gaf honum einn útaf því að hann var ekki með þennan ljóta flagaraklút sem hann var með þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu. Hann var síðan í mjög leiðinlegri skyrtu.“Vinnur með jarðlitina Haukur segir að Óttarr Proppé vinni alltaf með sömu litapallettuna. „Hann er mikið í jarðlitunum og oft í þessum sinnepsgulu jakkafötum. Ég held að hann pæli einna mest í fötunum, þó hann komi svona út.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var í jakkafötum sem voru í senn óaðfinnanleg og óeftirtektarverð að mati Hauks. „Þetta er mjög Sjálfstæðismannalegt, að vera í jakkafötum sem er erfitt að setja út á en þau eru bara svo óspennandi og maður tekur ekki eftir þeim.“ Haukur segir að menn séu oft klæddir eins og pabbar sínir á þingi. „Það er eins og Ögmundur hafi fundið föllnu Sovétríkin og klætt sig í þau. Það er einhver austantjaldsfílingur í þessu. Bindið er pottþétt svipað gamalt og ég.“ Haukur er með Twitter-reikninginn @Sentilmennid og tjáir sig oft á tíðum um tískuna eins og lesa mátti í gærkvöldi. Jakkaföt Róberts Marshall eru með fallegri áferð. Skyrtukraginn leiðinlegur, bindishnúturinn of stór og lyftir kraganum. 5/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Annars var Árni, pabbi Vilhjálms Árnasonar einu sinni í mjög flottum jakkafötum. Vilhjálmur mætti svo bara í þeim í dag. 1/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sérstök aukaverðlaun fyrir skakkasta bindið hlýtur Vilhjálmur Árnason! #Eldhúsdagur pic.twitter.com/szseJ13zsi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Vá. Það er eins og Ögmundur hafi fundið hin föllnu Sovétríki og klætt sig í þau. 1/10. #Eldhúsdagur pic.twitter.com/WIMcJ9XkZi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Gummi Steingríms að skoða Twitter hjá mér. „Fokk. Hvað ætli hann segi um mig? Var kúl að sleppa bindi?“ #Eldhúsdagur pic.twitter.com/R1IUJcdNal— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég sem var farinn að hlakka til að hakka Helga Hrafn í mig fyrir Dogma bol. Jæja. Batnandi mönnum er best að lifa. 3/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Óttarr Proppé pælir meira í fötum og stíl en allir aðrir þingkarlar. Fötin eru hans persónueinkenni. Ég ber virðingu fyrir því. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sigurður Ingi fær strax 1 heilan fyrir að vera ekki með flagaraklút. Meira verður það því miður ekki. 1/10. #þumalputtahringur #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég tek fram að ég dæmi eingöngu klæðnað þingkarla í dag. Konur eru of oft dæmdar af útliti en ekki hæfni sinni. #Eldhúsdagur #6dagsleikinn— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016
Alþingi Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira