Halla Tómasdóttir rotuð af rasistum í Alabama Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2016 11:15 Halla endaði á spítala ásamt Guðjóni Skúlasyni. vísir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fengu hlustendur stöðvarinnar að kynnast henni betur. Halla hefur verið að styrkja stöðu sína í kosningunum samkvæmt nýjustu skoðankönnunum og mælist nú með sex prósenta fylgi. Halla sagði frá ferlinum sínum í fjármálageiranum og mörgu fleiru. Ein saga vakti sérstaka athygli og var það sagan af því þegar hún hún lenti í ryskingum í Alabama í Bandaríkjunum vegna þess að hún stöð með þeldökkum vinum sínum. Halla var á sínum tíma framkvæmdastjóri fótboltaliðs í Alabama. „Bandaríkjamennirnir vissu þarna ekkert um fótbolta og þekktu bara amerískan fótbolta. Ég fór í það að bæta hæfileikana þarna í Alabama með því að sækja íslenska fótboltamenn og menn frá Norðurlöndunum og Bretlandi líka,“ segir Halla sem krækti í eiginmann sinn á þeim tíma. Á sama tíma spilaði körfuboltamaðurinn Guðjón Skúlason með háskólaliðinu og endaði Halla eitt sinn með honum á spítala. „Hann var þarna úti með körfuboltaliðinu og þeir voru margir svartir. Það voru miklir fordómar í suðurríkjunum á þessum tíma og þetta atvik gerðist seint um kvöld. Við vorum spurð hvað þetta hvíta fólk væri að gera þarna með þessum svörtu mönnum og við tókum einfaldlega upp hanskana að íslenskum sið og það næsta sem við vissum lágum við bæði rotuð og enduðum á spítala eftir að hafa verið lamin af einhverjum suðurríkjamönnum.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Höllu frá því í morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fengu hlustendur stöðvarinnar að kynnast henni betur. Halla hefur verið að styrkja stöðu sína í kosningunum samkvæmt nýjustu skoðankönnunum og mælist nú með sex prósenta fylgi. Halla sagði frá ferlinum sínum í fjármálageiranum og mörgu fleiru. Ein saga vakti sérstaka athygli og var það sagan af því þegar hún hún lenti í ryskingum í Alabama í Bandaríkjunum vegna þess að hún stöð með þeldökkum vinum sínum. Halla var á sínum tíma framkvæmdastjóri fótboltaliðs í Alabama. „Bandaríkjamennirnir vissu þarna ekkert um fótbolta og þekktu bara amerískan fótbolta. Ég fór í það að bæta hæfileikana þarna í Alabama með því að sækja íslenska fótboltamenn og menn frá Norðurlöndunum og Bretlandi líka,“ segir Halla sem krækti í eiginmann sinn á þeim tíma. Á sama tíma spilaði körfuboltamaðurinn Guðjón Skúlason með háskólaliðinu og endaði Halla eitt sinn með honum á spítala. „Hann var þarna úti með körfuboltaliðinu og þeir voru margir svartir. Það voru miklir fordómar í suðurríkjunum á þessum tíma og þetta atvik gerðist seint um kvöld. Við vorum spurð hvað þetta hvíta fólk væri að gera þarna með þessum svörtu mönnum og við tókum einfaldlega upp hanskana að íslenskum sið og það næsta sem við vissum lágum við bæði rotuð og enduðum á spítala eftir að hafa verið lamin af einhverjum suðurríkjamönnum.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Höllu frá því í morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira