Heimir um Lars: „Við höfum aldrei rifist“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 12:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa starfað vel saman. vísir/getty „Auðvitað verður hans sárt saknað,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Hann var þá spurður út í þá staðreynd að Lars Lagerbäck mun hætta sem þjálfari íslenska liðsins eftir EM í Frakklandi. „Við vissum að þetta myndi gerast einn daginn. En hann mun skilja við okkur í góðum höndum Heimis sem hefur lært mikið af honum,“ sagði Aron Einar.Sjá einnig:Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Sjálfur sagði Heimir að Ísland hafi dottið í lukkupottinn þegar KSÍ tókst að ráða Lars Lagerbäck á mun lægri launum en maður með hans reynslu hefði getað fengið hjá stærra landsliði. „Við vorum afar heppnir að fá mann með jafn mikla reynslu og þekkingu og hann býr yfir. Það var okkur mjög til happs að hann var laus árið 2011.“ „Enginn okkar í KSÍ hefur reynslu af því að keppa á stórmóti og því er það frábært fyrir okkur öll að hafa einhvern eins og Lars sem hefur upplifað þetta allt saman áður.“ Heimir var spurður hvernig samstarfið hefði gengið og hvernig þeim hefði tekist að takast á við ágreining þeirra á milli. „Okkur hefur alltaf tekist að ræða um hlutina án þess að það komi til ágreinings. Það er örugglega eitthvað sænskt því ekki er það íslenska leiðin,“ sagði Heimir. „Við tölum saman þar til að við erum báðir sáttir við lausnina. Annars reyni ég bara að tala meira en hann,“ sagði hann í léttum dúr. Aron Einar segir að stærsti kostur Lars sé hversu reyndur hann er. En hann stendur líka fast á sínu, án þess að skipta skapi. „Ég hef aldrei séð hann reiðast. Ég hef heldur ekki séð þennan mann reiðan,“ sagði hann og benti á Heimi. „Ég veit ekki hvað er að honum,“ bætti hann við í léttum dúr. „Heimir hefur lært mikið af honum. Hann er af nýrri kynslóð þjálfara sem nýtir til dæmis mikið af tölfræði. Þeir hafa notið góðs af því að starfa saman.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 „Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
„Auðvitað verður hans sárt saknað,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Hann var þá spurður út í þá staðreynd að Lars Lagerbäck mun hætta sem þjálfari íslenska liðsins eftir EM í Frakklandi. „Við vissum að þetta myndi gerast einn daginn. En hann mun skilja við okkur í góðum höndum Heimis sem hefur lært mikið af honum,“ sagði Aron Einar.Sjá einnig:Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Sjálfur sagði Heimir að Ísland hafi dottið í lukkupottinn þegar KSÍ tókst að ráða Lars Lagerbäck á mun lægri launum en maður með hans reynslu hefði getað fengið hjá stærra landsliði. „Við vorum afar heppnir að fá mann með jafn mikla reynslu og þekkingu og hann býr yfir. Það var okkur mjög til happs að hann var laus árið 2011.“ „Enginn okkar í KSÍ hefur reynslu af því að keppa á stórmóti og því er það frábært fyrir okkur öll að hafa einhvern eins og Lars sem hefur upplifað þetta allt saman áður.“ Heimir var spurður hvernig samstarfið hefði gengið og hvernig þeim hefði tekist að takast á við ágreining þeirra á milli. „Okkur hefur alltaf tekist að ræða um hlutina án þess að það komi til ágreinings. Það er örugglega eitthvað sænskt því ekki er það íslenska leiðin,“ sagði Heimir. „Við tölum saman þar til að við erum báðir sáttir við lausnina. Annars reyni ég bara að tala meira en hann,“ sagði hann í léttum dúr. Aron Einar segir að stærsti kostur Lars sé hversu reyndur hann er. En hann stendur líka fast á sínu, án þess að skipta skapi. „Ég hef aldrei séð hann reiðast. Ég hef heldur ekki séð þennan mann reiðan,“ sagði hann og benti á Heimi. „Ég veit ekki hvað er að honum,“ bætti hann við í léttum dúr. „Heimir hefur lært mikið af honum. Hann er af nýrri kynslóð þjálfara sem nýtir til dæmis mikið af tölfræði. Þeir hafa notið góðs af því að starfa saman.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 „Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58
„Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00
Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30
Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30
Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30